Innlent

Rauf allt fjarskiptasamband

Valur Grettisson skrifar
Verktakar að vinnu.
Verktakar að vinnu.
Verktaki var dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystri í vikunni til þess að greiða fjarskiptafyrirtækinu Mílu rúmlega 700 þúsund krónur í skaðabætur.

Verktakinn sleit stofnstreng á Þórshöfn þegar hann var að grafa fyrir svokallaðri drenlögn í júní árið 2010.

Fjarskiptasamband fór af stórum hluta Þórshafnar af þessum sökum.

Verktakinn krafðist sýknu þar sem uppdráttur af fjarskiptalínum á svæðinu, sem var frá 1992/1993, reyndist rangur. Dómurinn hafnaði því þar sem verktakinn þótti ekki hafa gætt fyllsta öryggis við vinnu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×