Vigdís neitar því að hafa haft í hótunum Stígur Helgason skrifar 15. ágúst 2013 07:00 Vigdís Hauksdóttir „Ég var ekki að hóta í þessu viðtali, eins og allir geta hlustað á og heyrt,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, um viðtal sem hún fór í við Ísland í bítið á Bylgjunni í gærmorgun. Viðtalið hefur vakið hörð viðbrögð og sumir fullyrt að í því hafi Vigdís haft í frammi lítt dulbúna hótun um niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings sem er henni ekki þóknanlegur. Spurð hvers vegna hún hafi nefnt það í kjölfarið á umræðu um meinta hlutdrægni fréttastofunnar að hún sæti í sérstökum hagræðingarhópi stjórnvalda segir Vigdís: „Því er til að svara að það er allur ríkisreksturinn þarna undir. Það verður að skoða þetta í samhengi allt saman hvað á að gera til framtíðar hér á landi.“ Hún segir að skoðun hennar, og eftir atvikum annarra í hagræðingarhópnum, á fréttaflutningi fréttastofu Ríkisútvarpsins muni engin áhrif hafa á það hvaða tillögur hópurinn muni gera um niðurskurð „Að sjálfsögðu ekki. Þetta kemur fréttaflutningi ekkert við. Upphafið að þessu viðtali var það að Ríkissjónvarpið flutti ranga frétt þar sem mér voru lögð orð í munn. Síðan hefur þetta undið upp á sig með þessum hætti og við því er ekkert að gera. Það er ekkert nýtt fyrir mér að það sé verið að rangtúlka það sem ég segi og snúa út úr því.“ Í kjölfar viðtalsins í gær var hafin undirskriftasöfnun á vefnum þar sem skorað var á Vigdísi að segja af sér formennsku í fjárlaganefnd og víkja úr hagræðingarhópnum. Í gærkvöldi höfðu yfir 1.500 manns skrifað undir. „Fólki er frjálst að setja af stað undirskriftarsafnanir eins og það vill um hin ýmsu málefni. Ég hef svo sem ekkert um það að segja,“ segir Vigdís. Hún muni hins vegar ekki verða við áskoruninni. „Að sjálfsögðu ekki.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, vill ekki ganga svo langt að segja að Vigdís eigi að segja af sér. „Fólk verður bara að taka þær ákvarðanir sjálft. Það er ekki pólitískra andstæðinga að benda á það. En mér finnst að formaður fjárlaganefndar eigi allavega ekki að tala svona. Það er alveg á hreinu.“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í samtali við RÚV í gær að aldrei væri viðeigandi að tengja saman fjárframlög til RÚV og frammistöðu fréttastofunnar. Vigdís hefði hins vegar skýrt mál sitt.Úr viðtalinu umdeilda í morgunútvarpi Bylgjunnar:Vigdís: „Er það eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín fjóra milljarða á ári af skattfé, auk auglýsingatekna, í samkeppni við kannski einkastöðvar eins og við erum hér stödd á í dag, fari fram með þessum hætti?“Heimir Karlsson: „Þess vegna spyr ég aftur: Muntu taka það mál eitthvað lengra?“Vigdís: „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi. Það liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV, sérstaklega þegar þeir standa sig ekki betur en þetta í fréttaflutningi. Og ég er ekki að tala um mig persónulega heldur almennt hvernig þeir beita sér í almennum fréttaflutningi og eru hlynntir ákveðinni stefnu í landinu.“ Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
„Ég var ekki að hóta í þessu viðtali, eins og allir geta hlustað á og heyrt,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, um viðtal sem hún fór í við Ísland í bítið á Bylgjunni í gærmorgun. Viðtalið hefur vakið hörð viðbrögð og sumir fullyrt að í því hafi Vigdís haft í frammi lítt dulbúna hótun um niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings sem er henni ekki þóknanlegur. Spurð hvers vegna hún hafi nefnt það í kjölfarið á umræðu um meinta hlutdrægni fréttastofunnar að hún sæti í sérstökum hagræðingarhópi stjórnvalda segir Vigdís: „Því er til að svara að það er allur ríkisreksturinn þarna undir. Það verður að skoða þetta í samhengi allt saman hvað á að gera til framtíðar hér á landi.“ Hún segir að skoðun hennar, og eftir atvikum annarra í hagræðingarhópnum, á fréttaflutningi fréttastofu Ríkisútvarpsins muni engin áhrif hafa á það hvaða tillögur hópurinn muni gera um niðurskurð „Að sjálfsögðu ekki. Þetta kemur fréttaflutningi ekkert við. Upphafið að þessu viðtali var það að Ríkissjónvarpið flutti ranga frétt þar sem mér voru lögð orð í munn. Síðan hefur þetta undið upp á sig með þessum hætti og við því er ekkert að gera. Það er ekkert nýtt fyrir mér að það sé verið að rangtúlka það sem ég segi og snúa út úr því.“ Í kjölfar viðtalsins í gær var hafin undirskriftasöfnun á vefnum þar sem skorað var á Vigdísi að segja af sér formennsku í fjárlaganefnd og víkja úr hagræðingarhópnum. Í gærkvöldi höfðu yfir 1.500 manns skrifað undir. „Fólki er frjálst að setja af stað undirskriftarsafnanir eins og það vill um hin ýmsu málefni. Ég hef svo sem ekkert um það að segja,“ segir Vigdís. Hún muni hins vegar ekki verða við áskoruninni. „Að sjálfsögðu ekki.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, vill ekki ganga svo langt að segja að Vigdís eigi að segja af sér. „Fólk verður bara að taka þær ákvarðanir sjálft. Það er ekki pólitískra andstæðinga að benda á það. En mér finnst að formaður fjárlaganefndar eigi allavega ekki að tala svona. Það er alveg á hreinu.“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í samtali við RÚV í gær að aldrei væri viðeigandi að tengja saman fjárframlög til RÚV og frammistöðu fréttastofunnar. Vigdís hefði hins vegar skýrt mál sitt.Úr viðtalinu umdeilda í morgunútvarpi Bylgjunnar:Vigdís: „Er það eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín fjóra milljarða á ári af skattfé, auk auglýsingatekna, í samkeppni við kannski einkastöðvar eins og við erum hér stödd á í dag, fari fram með þessum hætti?“Heimir Karlsson: „Þess vegna spyr ég aftur: Muntu taka það mál eitthvað lengra?“Vigdís: „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi. Það liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV, sérstaklega þegar þeir standa sig ekki betur en þetta í fréttaflutningi. Og ég er ekki að tala um mig persónulega heldur almennt hvernig þeir beita sér í almennum fréttaflutningi og eru hlynntir ákveðinni stefnu í landinu.“
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira