Vigdís neitar því að hafa haft í hótunum Stígur Helgason skrifar 15. ágúst 2013 07:00 Vigdís Hauksdóttir „Ég var ekki að hóta í þessu viðtali, eins og allir geta hlustað á og heyrt,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, um viðtal sem hún fór í við Ísland í bítið á Bylgjunni í gærmorgun. Viðtalið hefur vakið hörð viðbrögð og sumir fullyrt að í því hafi Vigdís haft í frammi lítt dulbúna hótun um niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings sem er henni ekki þóknanlegur. Spurð hvers vegna hún hafi nefnt það í kjölfarið á umræðu um meinta hlutdrægni fréttastofunnar að hún sæti í sérstökum hagræðingarhópi stjórnvalda segir Vigdís: „Því er til að svara að það er allur ríkisreksturinn þarna undir. Það verður að skoða þetta í samhengi allt saman hvað á að gera til framtíðar hér á landi.“ Hún segir að skoðun hennar, og eftir atvikum annarra í hagræðingarhópnum, á fréttaflutningi fréttastofu Ríkisútvarpsins muni engin áhrif hafa á það hvaða tillögur hópurinn muni gera um niðurskurð „Að sjálfsögðu ekki. Þetta kemur fréttaflutningi ekkert við. Upphafið að þessu viðtali var það að Ríkissjónvarpið flutti ranga frétt þar sem mér voru lögð orð í munn. Síðan hefur þetta undið upp á sig með þessum hætti og við því er ekkert að gera. Það er ekkert nýtt fyrir mér að það sé verið að rangtúlka það sem ég segi og snúa út úr því.“ Í kjölfar viðtalsins í gær var hafin undirskriftasöfnun á vefnum þar sem skorað var á Vigdísi að segja af sér formennsku í fjárlaganefnd og víkja úr hagræðingarhópnum. Í gærkvöldi höfðu yfir 1.500 manns skrifað undir. „Fólki er frjálst að setja af stað undirskriftarsafnanir eins og það vill um hin ýmsu málefni. Ég hef svo sem ekkert um það að segja,“ segir Vigdís. Hún muni hins vegar ekki verða við áskoruninni. „Að sjálfsögðu ekki.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, vill ekki ganga svo langt að segja að Vigdís eigi að segja af sér. „Fólk verður bara að taka þær ákvarðanir sjálft. Það er ekki pólitískra andstæðinga að benda á það. En mér finnst að formaður fjárlaganefndar eigi allavega ekki að tala svona. Það er alveg á hreinu.“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í samtali við RÚV í gær að aldrei væri viðeigandi að tengja saman fjárframlög til RÚV og frammistöðu fréttastofunnar. Vigdís hefði hins vegar skýrt mál sitt.Úr viðtalinu umdeilda í morgunútvarpi Bylgjunnar:Vigdís: „Er það eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín fjóra milljarða á ári af skattfé, auk auglýsingatekna, í samkeppni við kannski einkastöðvar eins og við erum hér stödd á í dag, fari fram með þessum hætti?“Heimir Karlsson: „Þess vegna spyr ég aftur: Muntu taka það mál eitthvað lengra?“Vigdís: „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi. Það liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV, sérstaklega þegar þeir standa sig ekki betur en þetta í fréttaflutningi. Og ég er ekki að tala um mig persónulega heldur almennt hvernig þeir beita sér í almennum fréttaflutningi og eru hlynntir ákveðinni stefnu í landinu.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
„Ég var ekki að hóta í þessu viðtali, eins og allir geta hlustað á og heyrt,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, um viðtal sem hún fór í við Ísland í bítið á Bylgjunni í gærmorgun. Viðtalið hefur vakið hörð viðbrögð og sumir fullyrt að í því hafi Vigdís haft í frammi lítt dulbúna hótun um niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings sem er henni ekki þóknanlegur. Spurð hvers vegna hún hafi nefnt það í kjölfarið á umræðu um meinta hlutdrægni fréttastofunnar að hún sæti í sérstökum hagræðingarhópi stjórnvalda segir Vigdís: „Því er til að svara að það er allur ríkisreksturinn þarna undir. Það verður að skoða þetta í samhengi allt saman hvað á að gera til framtíðar hér á landi.“ Hún segir að skoðun hennar, og eftir atvikum annarra í hagræðingarhópnum, á fréttaflutningi fréttastofu Ríkisútvarpsins muni engin áhrif hafa á það hvaða tillögur hópurinn muni gera um niðurskurð „Að sjálfsögðu ekki. Þetta kemur fréttaflutningi ekkert við. Upphafið að þessu viðtali var það að Ríkissjónvarpið flutti ranga frétt þar sem mér voru lögð orð í munn. Síðan hefur þetta undið upp á sig með þessum hætti og við því er ekkert að gera. Það er ekkert nýtt fyrir mér að það sé verið að rangtúlka það sem ég segi og snúa út úr því.“ Í kjölfar viðtalsins í gær var hafin undirskriftasöfnun á vefnum þar sem skorað var á Vigdísi að segja af sér formennsku í fjárlaganefnd og víkja úr hagræðingarhópnum. Í gærkvöldi höfðu yfir 1.500 manns skrifað undir. „Fólki er frjálst að setja af stað undirskriftarsafnanir eins og það vill um hin ýmsu málefni. Ég hef svo sem ekkert um það að segja,“ segir Vigdís. Hún muni hins vegar ekki verða við áskoruninni. „Að sjálfsögðu ekki.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, vill ekki ganga svo langt að segja að Vigdís eigi að segja af sér. „Fólk verður bara að taka þær ákvarðanir sjálft. Það er ekki pólitískra andstæðinga að benda á það. En mér finnst að formaður fjárlaganefndar eigi allavega ekki að tala svona. Það er alveg á hreinu.“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í samtali við RÚV í gær að aldrei væri viðeigandi að tengja saman fjárframlög til RÚV og frammistöðu fréttastofunnar. Vigdís hefði hins vegar skýrt mál sitt.Úr viðtalinu umdeilda í morgunútvarpi Bylgjunnar:Vigdís: „Er það eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín fjóra milljarða á ári af skattfé, auk auglýsingatekna, í samkeppni við kannski einkastöðvar eins og við erum hér stödd á í dag, fari fram með þessum hætti?“Heimir Karlsson: „Þess vegna spyr ég aftur: Muntu taka það mál eitthvað lengra?“Vigdís: „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi. Það liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV, sérstaklega þegar þeir standa sig ekki betur en þetta í fréttaflutningi. Og ég er ekki að tala um mig persónulega heldur almennt hvernig þeir beita sér í almennum fréttaflutningi og eru hlynntir ákveðinni stefnu í landinu.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira