Innlent

Varasamur ís fyrir utan Horn

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Hafískort er hægt að skoða á vef Raunvísindastofnunar Háskólans.
Hafískort er hægt að skoða á vef Raunvísindastofnunar Háskólans. Mynd/Landhelgisgæslan
Landhelgisgæslan varar við þremur stórum borgarísjökum sem voru norðvestur af Horni. Bæði getur sjófarendum stafað hætta af ísnum sem og brotum úr ís á svæðinu.

Ísinn sást í gæsluflugi TF-GNA, þyrlu Gæslunnar, undan ströndum Vestfjarða fyrir helgi, en hann sést einnig vel úr ratsjá.

Talið er líklegt stór borgarísjaki sé strand fyrir utan Hornbjarg á Vestfjörðum, um hálfa mílu frá landi. „Veðurstofan beinir þeim tilmælum til fólks að fara ekki út á borgarísjakann en ísinn getur rekið hratt frá landi,“ segir á vef Landhelgisgæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×