Ráðgáta um goshlé í hinni síminnkandi Surtsey leyst Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. ágúst 2013 09:30 Surtsey hefur minnkað um helming síðan þessi mynd var tekin árið 1967. Útlínur eyjarinnar eins og hún er nú má sjá á myndinni. Mynd/Landmælingar Íslands Surtsey hefur minnkað um helming frá því að gosi lauk. „Við höldum að eyjan verði svipuð ásýndum og þær gömlu Vestmannaeyjar sem eru norðvestur af Surtsey,“ segir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur, sem hefur rannsakað Surtsey frá upphafi. Hann segir minnkun eyjarinnar orsakast af miklu sjávarrofi. Sveinn heldur í dag fyrirlestur um rannsóknir sínar á alþjóðlegri vísindaráðstefnu, Surtsey 50 ára, sem hófst formlega í gær og stendur til 15. ágúst. Ráðstefnan er haldin á Hótel Hilton Nordica á Suðurlandsbraut. „Þetta er lengsta gos sem menn vita til á sögulegum tíma á Íslandi síðan landið var numið,“ segir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur um hið stórmerkilega Surtseyjargos. Hann hefur rannsakað Surtsey frá upphafi og gerði nýverið uppgötvun sem leysti áratuga gamla ráðgátu. „Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt." „Við erum búin að reikna út hvenær bólstrabergið sem finnst á sjávarbotninum suður af Surtsey myndaðist,“ segir Sveinn. Hann hyggst greina nánar frá niðurstöðum rannsókna sinna í Surtsey á alþjóðlegri vísindaráðstefnu sem hefst á morgun í tilefni af hálfrar aldar afmæli eyjarinnar.Sveinn Jakobsson„Sigurður Þórarinsson hafði tekið eftir því að í maí og júní 1964 var ekkert hraunrennsli á yfirborði eyjarinnar,“ útskýrir hann. „Það var eins og það væri ekkert gos í Surtsey þessa tvo mánuði.“ Sveinn segir þó að fyrrnefndur Sigurður Þórarinsson, þekktur jarðfræðingur sem skrifaði meðal annars bók um gosið, hafi getið sér þess til að hraunið rynni hugsanlega í lokuðum göngum undir yfirborði sjávar. „Það var engin leið til að sannreyna þetta þá,“ segir hann. „En nú hefur okkur tekist að sýna fram á að bólstrabergið myndaðist þarna á þessum tíma, það varð ekkert hlé á gosinu, það rann bara á hafsbotninum. Þetta er óvenjulegt.“ Það var ekki auðvelt að nálgast þetta berg í því skyni að taka úr því sýni þar sem það liggur á 130 metra dýpi. Sveinn segir sjávarrof á eynni vera margfalt meira en áður var talið. „Þegar gosi lauk í júní 1967 var flatarmál Surtseyjar 2,65 ferkílómetrar en í fyrra, þegar síðasta loftmyndin var tekin af eyjunni, þá reyndist flatarmálið vera 1,30 ferkílómetrar,“ segir hann. Surtsey hefur því minnkað um helming að flatarmáli síðan það hætti að gjósa. „Það hefur verið gaman að fylgjast með þessu og reyna að ímynda sér hvernig þetta heldur áfram.“ Hann segist halda að Surtsey nái háum aldri þrátt fyrir hið mikla rof. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Surtsey hefur minnkað um helming frá því að gosi lauk. „Við höldum að eyjan verði svipuð ásýndum og þær gömlu Vestmannaeyjar sem eru norðvestur af Surtsey,“ segir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur, sem hefur rannsakað Surtsey frá upphafi. Hann segir minnkun eyjarinnar orsakast af miklu sjávarrofi. Sveinn heldur í dag fyrirlestur um rannsóknir sínar á alþjóðlegri vísindaráðstefnu, Surtsey 50 ára, sem hófst formlega í gær og stendur til 15. ágúst. Ráðstefnan er haldin á Hótel Hilton Nordica á Suðurlandsbraut. „Þetta er lengsta gos sem menn vita til á sögulegum tíma á Íslandi síðan landið var numið,“ segir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur um hið stórmerkilega Surtseyjargos. Hann hefur rannsakað Surtsey frá upphafi og gerði nýverið uppgötvun sem leysti áratuga gamla ráðgátu. „Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt." „Við erum búin að reikna út hvenær bólstrabergið sem finnst á sjávarbotninum suður af Surtsey myndaðist,“ segir Sveinn. Hann hyggst greina nánar frá niðurstöðum rannsókna sinna í Surtsey á alþjóðlegri vísindaráðstefnu sem hefst á morgun í tilefni af hálfrar aldar afmæli eyjarinnar.Sveinn Jakobsson„Sigurður Þórarinsson hafði tekið eftir því að í maí og júní 1964 var ekkert hraunrennsli á yfirborði eyjarinnar,“ útskýrir hann. „Það var eins og það væri ekkert gos í Surtsey þessa tvo mánuði.“ Sveinn segir þó að fyrrnefndur Sigurður Þórarinsson, þekktur jarðfræðingur sem skrifaði meðal annars bók um gosið, hafi getið sér þess til að hraunið rynni hugsanlega í lokuðum göngum undir yfirborði sjávar. „Það var engin leið til að sannreyna þetta þá,“ segir hann. „En nú hefur okkur tekist að sýna fram á að bólstrabergið myndaðist þarna á þessum tíma, það varð ekkert hlé á gosinu, það rann bara á hafsbotninum. Þetta er óvenjulegt.“ Það var ekki auðvelt að nálgast þetta berg í því skyni að taka úr því sýni þar sem það liggur á 130 metra dýpi. Sveinn segir sjávarrof á eynni vera margfalt meira en áður var talið. „Þegar gosi lauk í júní 1967 var flatarmál Surtseyjar 2,65 ferkílómetrar en í fyrra, þegar síðasta loftmyndin var tekin af eyjunni, þá reyndist flatarmálið vera 1,30 ferkílómetrar,“ segir hann. Surtsey hefur því minnkað um helming að flatarmáli síðan það hætti að gjósa. „Það hefur verið gaman að fylgjast með þessu og reyna að ímynda sér hvernig þetta heldur áfram.“ Hann segist halda að Surtsey nái háum aldri þrátt fyrir hið mikla rof.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira