Innlent

Sumarið lengt á Skólavörðustíg

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skólavörðustígurinn hefur verið lokaður bílum í sumar og verður það út ágúst.
Skólavörðustígurinn hefur verið lokaður bílum í sumar og verður það út ágúst. Mynd/E.Ól
Skólavörðustígur verður áfram sumargata til 26. ágúst. Þetta samþykkti Jón Gnarr borgarstjóri í gær eftir að beiðni barst frá rekstraraðilum og íbúum við götuna. Upphaflega átti að opna götuna 6. ágúst. Sama gildir þó ekki um Laugaveginn, sem opnaður var fyrir umferð í gær.

„Þessi ósk frá hagsmunaaðilum sýnir að sumargötur hafa greinilega fallið í góðan jarðveg og okkar er ánægjan að verða við henni,“ segir Pálmi Freyr Randversson, borgarhönnuður hjá Reykjavíkurborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×