Kunni varla á hamar en smíðaði sér samt hús Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 7. ágúst 2013 07:00 Fingurnir á Einari geta fleira en að plokka strengi. Hann hefur nú reist fjölskyldunni ból sem hann er nú að stækka. Næsta skref segir hann að fá sér landnámshænur en hann hefur þegar gengið frá slíkum kaupum. Fréttablaðið/valli Tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg var borgarbarn sem kunni vart að höndla hamar eða sög. Þegar hann kom úr margra ára Lundúnadvöl árið 2006 ákvað hann engu að síður að byggja sér hús í sveitasælunni í Hvalfirði, nánar tiltekið í Raðahverfi við Hálsnes. „Ég hef bara tekið þetta í smáum skrefum,“ segir Einar, sem hefur þannig komist hjá því að skuldsetja sig yfir höfuðið sem hann er að koma þakinu yfir. Hann keypti lóðina árið 2004 og tók þá lán sem nú er að verða fullgreitt. „Svo þegar ég kom heim frá London átti ég engan samastað en ég var með það á hreinu að ég vildi búa fyrir utan bæinn. Þá byrjaði ég að steypa grunninn.“ Hann fékk arkitekt til að hanna húsið en svo bretti hann upp ermar og hóf að reisa það sjálfur. „Ég fékk reyndar sjokk þegar timbrið kom. Ég held ég hafi verið í þrjá daga að bera það út úr gámnum. Þá hugsaði ég nú með mér hvurn fjárann ég væri búinn að koma mér út í.“ Fyrir utan þetta andlega reiðarslag hefur Einar verið afar ánægður með þessa ákvörðun sína og það hvernig honum hefur farist við útfærslu hennar. „Ég bý reyndar svo vel að geta leitað til Jóns bónda þegar ég lendi í vanda,“ segir hann og á þá við Jón Gíslason á Baulubrekku. „Svo hefur konan mín haft orð á því að þetta hafi verið ágætis þerapía fyrir mig. Ég verð mjög auðveldlega eirðarlaus og hún hafði áhyggjur af því að ég yrði viðþolslaus hér heima eftir árin í London. En með þessu hef ég alltaf haft eitthvað til að dunda við.“ Nú búa þau Einar, kona hans, Rakel McMahon, og dóttir þeirra, Hildigunnur McMahon Tönsberg, í sextíu fermetra húsi í sveitinni. Eini vandinn er sá að nú halda Einari engin bönd svo hann er strax byrjaður á stækkuninni. „Ég stækkaði aðeins við mig í fyrra og nú er búið að gera grunn fyrir næsta hluta.“ Hann hvetur fólk til að huga að þessari leið. „Svona gerðu menn þetta í gamla daga,“ útskýrir hann. „Byrjuðu smátt og byggðu svo við þegar efni stóðu til.“ Hann segist þó enn eiga auðveldar með að semja lög en að smíða hús en þessi iðja hefur þó sína kosti fram yfir lagasmíðarnar. „Stundum er maður heillengi að mixa eitthvað niður í tölvuna og svo er það bara þar og enginn sér það en hér rís þetta og maður sér strax áþreifanlegan ávöxt erfiðisins.“ Hann segir smíðarnar enn fremur erta andagiftina. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg var borgarbarn sem kunni vart að höndla hamar eða sög. Þegar hann kom úr margra ára Lundúnadvöl árið 2006 ákvað hann engu að síður að byggja sér hús í sveitasælunni í Hvalfirði, nánar tiltekið í Raðahverfi við Hálsnes. „Ég hef bara tekið þetta í smáum skrefum,“ segir Einar, sem hefur þannig komist hjá því að skuldsetja sig yfir höfuðið sem hann er að koma þakinu yfir. Hann keypti lóðina árið 2004 og tók þá lán sem nú er að verða fullgreitt. „Svo þegar ég kom heim frá London átti ég engan samastað en ég var með það á hreinu að ég vildi búa fyrir utan bæinn. Þá byrjaði ég að steypa grunninn.“ Hann fékk arkitekt til að hanna húsið en svo bretti hann upp ermar og hóf að reisa það sjálfur. „Ég fékk reyndar sjokk þegar timbrið kom. Ég held ég hafi verið í þrjá daga að bera það út úr gámnum. Þá hugsaði ég nú með mér hvurn fjárann ég væri búinn að koma mér út í.“ Fyrir utan þetta andlega reiðarslag hefur Einar verið afar ánægður með þessa ákvörðun sína og það hvernig honum hefur farist við útfærslu hennar. „Ég bý reyndar svo vel að geta leitað til Jóns bónda þegar ég lendi í vanda,“ segir hann og á þá við Jón Gíslason á Baulubrekku. „Svo hefur konan mín haft orð á því að þetta hafi verið ágætis þerapía fyrir mig. Ég verð mjög auðveldlega eirðarlaus og hún hafði áhyggjur af því að ég yrði viðþolslaus hér heima eftir árin í London. En með þessu hef ég alltaf haft eitthvað til að dunda við.“ Nú búa þau Einar, kona hans, Rakel McMahon, og dóttir þeirra, Hildigunnur McMahon Tönsberg, í sextíu fermetra húsi í sveitinni. Eini vandinn er sá að nú halda Einari engin bönd svo hann er strax byrjaður á stækkuninni. „Ég stækkaði aðeins við mig í fyrra og nú er búið að gera grunn fyrir næsta hluta.“ Hann hvetur fólk til að huga að þessari leið. „Svona gerðu menn þetta í gamla daga,“ útskýrir hann. „Byrjuðu smátt og byggðu svo við þegar efni stóðu til.“ Hann segist þó enn eiga auðveldar með að semja lög en að smíða hús en þessi iðja hefur þó sína kosti fram yfir lagasmíðarnar. „Stundum er maður heillengi að mixa eitthvað niður í tölvuna og svo er það bara þar og enginn sér það en hér rís þetta og maður sér strax áþreifanlegan ávöxt erfiðisins.“ Hann segir smíðarnar enn fremur erta andagiftina.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira