Innlent

Sjóða rækjuna um borð í bátnum

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Þessari innfjarðarrækju úr Arnarfirðinum er hér landað með gamla mátanum. Nú mun hún koma pökkuð til lands á Húsavík.
Þessari innfjarðarrækju úr Arnarfirðinum er hér landað með gamla mátanum. Nú mun hún koma pökkuð til lands á Húsavík. mynd/Jón hákon ágústsson
Nýstárlegar rækjuveiðar hefjast í Skjálfanda um næstu helgi, en fyrirtækið Eyrarhóll frá Húsavík hefur keypt sjötíu og fimm tonna bát og búið hann til veiðanna.

Rækjan verður soðin um borð, kæld og svo verður henni pakkað þannig að hún kemur tilbúin til afhendingar í höfn.

Árni Guðmundsson, einn aðstandenda Eyrarhóls, segir hana verða flutta út, aðallega til Svíþjóðar og Noregs.

Opnað var fyrir rækjuveiðar í Skjálfanda á haustmánuðum í fyrra en þá hafði ekki verið veitt þar í tólf ár.

Spurður að því hvort reynslan þá hafi gefið tilefni til bjartsýni fyrir mikla veiði í framtíðinni segir Árni að þeir renni nokkuð blint í sjóinn hvað magn varðar. „Við erum svo sem ekki að keyra á magnið, þó vissulega þurfum við ákveðið lágmark, en það verður meira lagt upp úr gæðunum og að þær séu af réttri stærð,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×