Þóttist ekki ætla að borða sushi í mánuð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2013 10:00 Hallbera Guðný Gísladóttir, sem er 26 ára, er uppalin á Akranesi og er dóttir Gísla Gíslasonar, fyrrverandi bæjarstjóra. Hún skipti yfir í Val árið 2006. Mynd/Daníel Áður en ég kom hingað bjóst ég við að vera að fara lengst út í rassgat. Þetta er hins vegar voðalega huggulegt. Ekki ósvipað Akureyri,“ segir landsliðsmaðurinn Hallbera Guðný Gísladóttir. Hún spilar með liði Piteå í sænsku úrvalsdeildinni og hefur búið í samnefndum vinabæ Grindavíkur í Norður-Svíþjóð í rúmlega ár og kann vel við sig. „Ég er örugglega nyrsti Íslendingurinn í Svíþjóð,“ segir Hallbera hlæjandi og kannast ekki við annan Íslending í bænum. Katrín Jónsdóttir, félagi Hallberu úr landsliðinu, býr í Umeå, suður af Piteå, og þar eru fleiri landar landsliðsstelpnanna. Stelpurnar okkar komust í átta liða úrslit á Evrópumótinu í Svíþjóð í júlí en máttu sætta sig við 4-0 tap gegn heimakonum. „Maður er ennþá bitur eftir Svíaleikinn,“ segir Hallbera. Allt sem mátti ekki gerast hafi gerst í þeim leik og leiðinlegt hafi verið að enda mótið þannig. „Okkur gekk samt vel og við gerðum góða hluti í riðlinum. Maður verður að vera jákvæður,“ segir Hallbera. Jákvæðnin sveif einmitt yfir vötnum hjá stelpunum okkar í Svíþjóð. Þær léku á als oddi, fóru í orðaleiki við blaðamenn og tóku gullfisk ástfóstri og gerðu að lukkudýri. „Árið byrjaði rosalega illa hjá okkur og mórallinn var ekki sá besti. Það var komin þreyta og pirringur,“ segir Hallbera og telur flesta leikmenn hafa áttað sig á því að svo mætti ekki vera. „Við tókum liðsfund fyrir mótið og ákváðum að vera rosalega jákvæðar og skemmta okkur. Við vissum að það myndi skipta máli.“ Úr lukkudýri í gallagripElísa Viðarsdóttir með gullfiskinn góða.Mynd/ÓskarÓGullfiskurinn Sigurwin vakti mikla athygli eftir að íslensku stelpurnar fóru að mæta með fiskinn í viðtöl og höfðu hann með sér inn á völlinn fyrir leiki. „Fyrir leikinn gegn Svíum voru sænsku blaðamennirnir mjög uppteknir af honum,“ segir Hallbera sem eru orð að sönnu. Blaðamenn Aftonbladet skelltu mynd af Sigurwini á forsíðu íþróttablaðsins fyrir leikinn gegn Íslandi. Fiskurinn væri það eina sem Svíar þyrftu að hafa áhyggjur af gegn Íslandi. „Það var auðvitað smá hroki í sænsku blaðamönnunum að einblína á fiskinn,“ segir Hallbera og bætir við: „En svo var ótrúlega pirrandi að þeir áttu inni fyrir hrokanum.“ Ekkert sushi í mánuðMynd/NordicPhotos/GettyEftir að Ísland féll úr keppni skildu leiðir landsliðskvennanna. Hver hélt í sína átt en Hallbera skellti þó einni mynd á samskiptavefinn Instagram áður en lagt var upp í ferðalagið heim til Piteå. „Þessi fer beint í klósettið. Bölvaður svikari,“ var textinn við myndina þar sem Sigurwin sást í búri sínu og opin klósettskál í bakgrunni. Daginn eftir sat Hallbera að snæðingi í lest á leið frá Gautaborg til Pitea. „Ég sat ein í lestinni þegar síminn hringdi.“ Henni var bent á að búið væri að kæra íslensku stelpurnar fyrir dýraníð. Hún hafi talið að um grín væri að ræða en kíkti á netið í símanum sínum. „Ég frussaði út úr mér matnum þegar ég sá þetta.“ Í kjölfarið hringdi Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, í Hallberu og sagði að hún yrði að segja að fiskurinn væri á lífi og að um grín hafi verið að ræða. Síminn hafði ekki stoppað hjá honum vegna málsins. „Ég gat ekki komið með alvarlega afsökunarbeiðni. Var bara fúl á móti og þóttist ekki ætla að borða sushi í mánuð. Það kom bara ný frétt um það. Þetta var mjög fyndið,“ segir Hallbera. Hún sver þó að fiskurinn lifi góðu lífi hjá landsliðsmarkverðinum Þóru Helgadóttur í Malmö. Þá hlær hún að ásökunum um að nýr fiskur hafi verið keyptur í stað Sigurwins. Vinir Hallberu kalla hana Berry í höfuðið á leikkonunni Halle Berry. Hún segir Elísabetu Gunnarsdóttur, fyrrum þjálfara sinn hjá Val og nú þjálfara Kristianstad, eiga heiðurinn af viðurnefninu. „Þetta byrjaði sem brandari hjá Betu. Hún kallaði mig Cat Woman og Halle Berry.“ Berry festist við hana en Hallbera segir það ágætt enda eigi útlendingar erfitt með að bera fram Hallbera. Hún er þó engin aðdáandi bandarísku leikkonunnar. „Hún var ágæt í Gothika en hefur annars ekki gert góða hluti.“ Vill Sigga Ragga áframMynd/NordicPhotos/GettyHallbera hefur spilað sem bakvörður hjá Piteå en spilaði áður framar á vellinum. Hún segist hafa orðið að færa sig aftar á völlinn þar sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson hafi sagt að þar þyrfti hún að spila fyrir landsliðið. „Ég vildi vera fastamaður í landsliðinu og skipti því um stöðu,“ segir Hallbera. Landsliðsþjálfarinn liggur einmitt undir feldi yfir helgina og gerir upp við sig hvort hann vilji halda áfram í starfi. „Mér finnst hann hafa gert góða hluti með liðið. Ég sé enga ástæðu til þess að skipta um þjálfara.“ Lið hennar Piteå situr í 10. sæti af tólf liðum í deildinni og er í mikilli fallbaráttu. „Við höfum lent í þvílíkri meiðslahrinu og misstum þrjár vegna krossbandameiðsla sem dæmi,“ segir Hallbera. Liðið hafi nú fengið bæði leikmenn tilbaka úr meiðslum og að láni svo bjartari tímar eru fram undan.Forsíða íþróttablaðs Aftonbladet á leikdegi hjá Íslandi og Svíþjóð.Mynd/Daníel Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Áður en ég kom hingað bjóst ég við að vera að fara lengst út í rassgat. Þetta er hins vegar voðalega huggulegt. Ekki ósvipað Akureyri,“ segir landsliðsmaðurinn Hallbera Guðný Gísladóttir. Hún spilar með liði Piteå í sænsku úrvalsdeildinni og hefur búið í samnefndum vinabæ Grindavíkur í Norður-Svíþjóð í rúmlega ár og kann vel við sig. „Ég er örugglega nyrsti Íslendingurinn í Svíþjóð,“ segir Hallbera hlæjandi og kannast ekki við annan Íslending í bænum. Katrín Jónsdóttir, félagi Hallberu úr landsliðinu, býr í Umeå, suður af Piteå, og þar eru fleiri landar landsliðsstelpnanna. Stelpurnar okkar komust í átta liða úrslit á Evrópumótinu í Svíþjóð í júlí en máttu sætta sig við 4-0 tap gegn heimakonum. „Maður er ennþá bitur eftir Svíaleikinn,“ segir Hallbera. Allt sem mátti ekki gerast hafi gerst í þeim leik og leiðinlegt hafi verið að enda mótið þannig. „Okkur gekk samt vel og við gerðum góða hluti í riðlinum. Maður verður að vera jákvæður,“ segir Hallbera. Jákvæðnin sveif einmitt yfir vötnum hjá stelpunum okkar í Svíþjóð. Þær léku á als oddi, fóru í orðaleiki við blaðamenn og tóku gullfisk ástfóstri og gerðu að lukkudýri. „Árið byrjaði rosalega illa hjá okkur og mórallinn var ekki sá besti. Það var komin þreyta og pirringur,“ segir Hallbera og telur flesta leikmenn hafa áttað sig á því að svo mætti ekki vera. „Við tókum liðsfund fyrir mótið og ákváðum að vera rosalega jákvæðar og skemmta okkur. Við vissum að það myndi skipta máli.“ Úr lukkudýri í gallagripElísa Viðarsdóttir með gullfiskinn góða.Mynd/ÓskarÓGullfiskurinn Sigurwin vakti mikla athygli eftir að íslensku stelpurnar fóru að mæta með fiskinn í viðtöl og höfðu hann með sér inn á völlinn fyrir leiki. „Fyrir leikinn gegn Svíum voru sænsku blaðamennirnir mjög uppteknir af honum,“ segir Hallbera sem eru orð að sönnu. Blaðamenn Aftonbladet skelltu mynd af Sigurwini á forsíðu íþróttablaðsins fyrir leikinn gegn Íslandi. Fiskurinn væri það eina sem Svíar þyrftu að hafa áhyggjur af gegn Íslandi. „Það var auðvitað smá hroki í sænsku blaðamönnunum að einblína á fiskinn,“ segir Hallbera og bætir við: „En svo var ótrúlega pirrandi að þeir áttu inni fyrir hrokanum.“ Ekkert sushi í mánuðMynd/NordicPhotos/GettyEftir að Ísland féll úr keppni skildu leiðir landsliðskvennanna. Hver hélt í sína átt en Hallbera skellti þó einni mynd á samskiptavefinn Instagram áður en lagt var upp í ferðalagið heim til Piteå. „Þessi fer beint í klósettið. Bölvaður svikari,“ var textinn við myndina þar sem Sigurwin sást í búri sínu og opin klósettskál í bakgrunni. Daginn eftir sat Hallbera að snæðingi í lest á leið frá Gautaborg til Pitea. „Ég sat ein í lestinni þegar síminn hringdi.“ Henni var bent á að búið væri að kæra íslensku stelpurnar fyrir dýraníð. Hún hafi talið að um grín væri að ræða en kíkti á netið í símanum sínum. „Ég frussaði út úr mér matnum þegar ég sá þetta.“ Í kjölfarið hringdi Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, í Hallberu og sagði að hún yrði að segja að fiskurinn væri á lífi og að um grín hafi verið að ræða. Síminn hafði ekki stoppað hjá honum vegna málsins. „Ég gat ekki komið með alvarlega afsökunarbeiðni. Var bara fúl á móti og þóttist ekki ætla að borða sushi í mánuð. Það kom bara ný frétt um það. Þetta var mjög fyndið,“ segir Hallbera. Hún sver þó að fiskurinn lifi góðu lífi hjá landsliðsmarkverðinum Þóru Helgadóttur í Malmö. Þá hlær hún að ásökunum um að nýr fiskur hafi verið keyptur í stað Sigurwins. Vinir Hallberu kalla hana Berry í höfuðið á leikkonunni Halle Berry. Hún segir Elísabetu Gunnarsdóttur, fyrrum þjálfara sinn hjá Val og nú þjálfara Kristianstad, eiga heiðurinn af viðurnefninu. „Þetta byrjaði sem brandari hjá Betu. Hún kallaði mig Cat Woman og Halle Berry.“ Berry festist við hana en Hallbera segir það ágætt enda eigi útlendingar erfitt með að bera fram Hallbera. Hún er þó engin aðdáandi bandarísku leikkonunnar. „Hún var ágæt í Gothika en hefur annars ekki gert góða hluti.“ Vill Sigga Ragga áframMynd/NordicPhotos/GettyHallbera hefur spilað sem bakvörður hjá Piteå en spilaði áður framar á vellinum. Hún segist hafa orðið að færa sig aftar á völlinn þar sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson hafi sagt að þar þyrfti hún að spila fyrir landsliðið. „Ég vildi vera fastamaður í landsliðinu og skipti því um stöðu,“ segir Hallbera. Landsliðsþjálfarinn liggur einmitt undir feldi yfir helgina og gerir upp við sig hvort hann vilji halda áfram í starfi. „Mér finnst hann hafa gert góða hluti með liðið. Ég sé enga ástæðu til þess að skipta um þjálfara.“ Lið hennar Piteå situr í 10. sæti af tólf liðum í deildinni og er í mikilli fallbaráttu. „Við höfum lent í þvílíkri meiðslahrinu og misstum þrjár vegna krossbandameiðsla sem dæmi,“ segir Hallbera. Liðið hafi nú fengið bæði leikmenn tilbaka úr meiðslum og að láni svo bjartari tímar eru fram undan.Forsíða íþróttablaðs Aftonbladet á leikdegi hjá Íslandi og Svíþjóð.Mynd/Daníel
Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn