Kryfur lík á milli leikjanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2013 06:00 Meinatæknir Kristján segir að sumarstarfið við krufningar henti honum vel. "Þetta fær ekkert á mig þannig að ég held að þetta sé bara fullkomið fyrir mig,“ segir læknaneminn. Fréttablaðið/GVA „Þetta var fullkominn dagur og alveg geggjað. Framararnir eru auðvitað með fínt lið og þetta var kærkominn sigur. Markið gerði þetta auðvitað hrikalega sætt,“ segir Kristján Hauksson, leikmaður Fylkis. Miðvörðurinn skoraði eitt marka Árbæjarliðsins sem vann afar sannfærandi sigur á Fram í 13. umferð Pepsi-deildarinnar. Kristján er leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins og náði blaðamaður tali af honum þar sem hann sinnti sínu daglega sumarstarfi, að kryfja lík á Meinafræðideild Landspítalans. Að lokinni fyrri umferð Íslandsmótsins var Fylkir með fjögur stig og hafði ekki tapað leik. Nú hafa Valur og Fram fengið að kenna á Árbæingum í síðustu leikjum og Fylkir kominn í betri mál með tíu stig. „Við hefðum getað kroppað í fleiri stig í fyrri umferðinni. Við vorum ekki það lélegir að við ættum bara að vera með fjögur sig,“ segir Kristján. Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðjumaðurinn grjótharði, sneri heim í Árbæinn fyrir leikina tvo og hafa margir tengt gott gengi Fylkis við komu hans.Við erum ekkert sloppnir„Það er erfitt að útskýra áhrifin sem Börkurinn hefur bæði inni í klefa og úti á velli. Allir fengu meiri trú og eru að finna sig betur,“ segir Kristján. Hann hrósar einnig Andrési Má Jóhannessyni í hástert en minnir á að enn sé mikil vinna fyrir höndum. „Við erum ekkert sloppnir. Þetta verður fjögurra eða fimm liða mót þarna neðst fram í síðasta leik,“ segir Kristján. Gott markmið Árbæinga sé að vinna það mót. Það vakti athygli í mars þegar fréttist að Kristján væri á leið burtu frá uppeldisfélagi sínu Fram. Í kjölfarið tilkynnti miðvörðurinn 27 ára að hann hygðist leggja skóna á hilluna.Yfirgaf Fram ekki í illu„Ég tók viku eða tíu daga til að ákveða þetta. Svo eina helgina, þegar það voru leikir í gangi, fékk ég á tilfinninguna að ég væri ekki tilbúinn að hætta strax. Ég fór að sakna boltans og fannst leiðinlegt að hætta svona,“ segir Kristján. Það færist í vöxt að knattspyrnumenn kjósi að fagna ekki mörkum sem þeir skora gegn fyrrverandi félögum sínum. Allir áhorfendur í Lautinni á sunnudag geta staðfest að sú hugsun kom aldrei upp í kollinn hjá Kristjáni. „Ég fór svo sem ekkert í neinu illu frá Fram. Þeir virtust bara ekki hafa not fyrir mig,“ segir Kristján. Hann veltir fyrir sér hvort hann hefði fagnað hefðu viðskilnaðurinn við Fram verið á öðrum nótum, t.d. ef hann hefði haft frumkvæðið að honum. „Þá hefði maður kannski ekki tekið alveg sama pakka. Mér finnst að menn eigi að fagna mörkum, sérstaklega ef menn skora svona sjaldan.“ Miðvörðurinn hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann haldi áfram að lokinni yfirstandandi leiktíð. Koma verði í ljós hvort hann hafi orku og tíma í fótboltann. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
„Þetta var fullkominn dagur og alveg geggjað. Framararnir eru auðvitað með fínt lið og þetta var kærkominn sigur. Markið gerði þetta auðvitað hrikalega sætt,“ segir Kristján Hauksson, leikmaður Fylkis. Miðvörðurinn skoraði eitt marka Árbæjarliðsins sem vann afar sannfærandi sigur á Fram í 13. umferð Pepsi-deildarinnar. Kristján er leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins og náði blaðamaður tali af honum þar sem hann sinnti sínu daglega sumarstarfi, að kryfja lík á Meinafræðideild Landspítalans. Að lokinni fyrri umferð Íslandsmótsins var Fylkir með fjögur stig og hafði ekki tapað leik. Nú hafa Valur og Fram fengið að kenna á Árbæingum í síðustu leikjum og Fylkir kominn í betri mál með tíu stig. „Við hefðum getað kroppað í fleiri stig í fyrri umferðinni. Við vorum ekki það lélegir að við ættum bara að vera með fjögur sig,“ segir Kristján. Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðjumaðurinn grjótharði, sneri heim í Árbæinn fyrir leikina tvo og hafa margir tengt gott gengi Fylkis við komu hans.Við erum ekkert sloppnir„Það er erfitt að útskýra áhrifin sem Börkurinn hefur bæði inni í klefa og úti á velli. Allir fengu meiri trú og eru að finna sig betur,“ segir Kristján. Hann hrósar einnig Andrési Má Jóhannessyni í hástert en minnir á að enn sé mikil vinna fyrir höndum. „Við erum ekkert sloppnir. Þetta verður fjögurra eða fimm liða mót þarna neðst fram í síðasta leik,“ segir Kristján. Gott markmið Árbæinga sé að vinna það mót. Það vakti athygli í mars þegar fréttist að Kristján væri á leið burtu frá uppeldisfélagi sínu Fram. Í kjölfarið tilkynnti miðvörðurinn 27 ára að hann hygðist leggja skóna á hilluna.Yfirgaf Fram ekki í illu„Ég tók viku eða tíu daga til að ákveða þetta. Svo eina helgina, þegar það voru leikir í gangi, fékk ég á tilfinninguna að ég væri ekki tilbúinn að hætta strax. Ég fór að sakna boltans og fannst leiðinlegt að hætta svona,“ segir Kristján. Það færist í vöxt að knattspyrnumenn kjósi að fagna ekki mörkum sem þeir skora gegn fyrrverandi félögum sínum. Allir áhorfendur í Lautinni á sunnudag geta staðfest að sú hugsun kom aldrei upp í kollinn hjá Kristjáni. „Ég fór svo sem ekkert í neinu illu frá Fram. Þeir virtust bara ekki hafa not fyrir mig,“ segir Kristján. Hann veltir fyrir sér hvort hann hefði fagnað hefðu viðskilnaðurinn við Fram verið á öðrum nótum, t.d. ef hann hefði haft frumkvæðið að honum. „Þá hefði maður kannski ekki tekið alveg sama pakka. Mér finnst að menn eigi að fagna mörkum, sérstaklega ef menn skora svona sjaldan.“ Miðvörðurinn hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann haldi áfram að lokinni yfirstandandi leiktíð. Koma verði í ljós hvort hann hafi orku og tíma í fótboltann.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira