Kryfur lík á milli leikjanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2013 06:00 Meinatæknir Kristján segir að sumarstarfið við krufningar henti honum vel. "Þetta fær ekkert á mig þannig að ég held að þetta sé bara fullkomið fyrir mig,“ segir læknaneminn. Fréttablaðið/GVA „Þetta var fullkominn dagur og alveg geggjað. Framararnir eru auðvitað með fínt lið og þetta var kærkominn sigur. Markið gerði þetta auðvitað hrikalega sætt,“ segir Kristján Hauksson, leikmaður Fylkis. Miðvörðurinn skoraði eitt marka Árbæjarliðsins sem vann afar sannfærandi sigur á Fram í 13. umferð Pepsi-deildarinnar. Kristján er leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins og náði blaðamaður tali af honum þar sem hann sinnti sínu daglega sumarstarfi, að kryfja lík á Meinafræðideild Landspítalans. Að lokinni fyrri umferð Íslandsmótsins var Fylkir með fjögur stig og hafði ekki tapað leik. Nú hafa Valur og Fram fengið að kenna á Árbæingum í síðustu leikjum og Fylkir kominn í betri mál með tíu stig. „Við hefðum getað kroppað í fleiri stig í fyrri umferðinni. Við vorum ekki það lélegir að við ættum bara að vera með fjögur sig,“ segir Kristján. Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðjumaðurinn grjótharði, sneri heim í Árbæinn fyrir leikina tvo og hafa margir tengt gott gengi Fylkis við komu hans.Við erum ekkert sloppnir„Það er erfitt að útskýra áhrifin sem Börkurinn hefur bæði inni í klefa og úti á velli. Allir fengu meiri trú og eru að finna sig betur,“ segir Kristján. Hann hrósar einnig Andrési Má Jóhannessyni í hástert en minnir á að enn sé mikil vinna fyrir höndum. „Við erum ekkert sloppnir. Þetta verður fjögurra eða fimm liða mót þarna neðst fram í síðasta leik,“ segir Kristján. Gott markmið Árbæinga sé að vinna það mót. Það vakti athygli í mars þegar fréttist að Kristján væri á leið burtu frá uppeldisfélagi sínu Fram. Í kjölfarið tilkynnti miðvörðurinn 27 ára að hann hygðist leggja skóna á hilluna.Yfirgaf Fram ekki í illu„Ég tók viku eða tíu daga til að ákveða þetta. Svo eina helgina, þegar það voru leikir í gangi, fékk ég á tilfinninguna að ég væri ekki tilbúinn að hætta strax. Ég fór að sakna boltans og fannst leiðinlegt að hætta svona,“ segir Kristján. Það færist í vöxt að knattspyrnumenn kjósi að fagna ekki mörkum sem þeir skora gegn fyrrverandi félögum sínum. Allir áhorfendur í Lautinni á sunnudag geta staðfest að sú hugsun kom aldrei upp í kollinn hjá Kristjáni. „Ég fór svo sem ekkert í neinu illu frá Fram. Þeir virtust bara ekki hafa not fyrir mig,“ segir Kristján. Hann veltir fyrir sér hvort hann hefði fagnað hefðu viðskilnaðurinn við Fram verið á öðrum nótum, t.d. ef hann hefði haft frumkvæðið að honum. „Þá hefði maður kannski ekki tekið alveg sama pakka. Mér finnst að menn eigi að fagna mörkum, sérstaklega ef menn skora svona sjaldan.“ Miðvörðurinn hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann haldi áfram að lokinni yfirstandandi leiktíð. Koma verði í ljós hvort hann hafi orku og tíma í fótboltann. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
„Þetta var fullkominn dagur og alveg geggjað. Framararnir eru auðvitað með fínt lið og þetta var kærkominn sigur. Markið gerði þetta auðvitað hrikalega sætt,“ segir Kristján Hauksson, leikmaður Fylkis. Miðvörðurinn skoraði eitt marka Árbæjarliðsins sem vann afar sannfærandi sigur á Fram í 13. umferð Pepsi-deildarinnar. Kristján er leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins og náði blaðamaður tali af honum þar sem hann sinnti sínu daglega sumarstarfi, að kryfja lík á Meinafræðideild Landspítalans. Að lokinni fyrri umferð Íslandsmótsins var Fylkir með fjögur stig og hafði ekki tapað leik. Nú hafa Valur og Fram fengið að kenna á Árbæingum í síðustu leikjum og Fylkir kominn í betri mál með tíu stig. „Við hefðum getað kroppað í fleiri stig í fyrri umferðinni. Við vorum ekki það lélegir að við ættum bara að vera með fjögur sig,“ segir Kristján. Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðjumaðurinn grjótharði, sneri heim í Árbæinn fyrir leikina tvo og hafa margir tengt gott gengi Fylkis við komu hans.Við erum ekkert sloppnir„Það er erfitt að útskýra áhrifin sem Börkurinn hefur bæði inni í klefa og úti á velli. Allir fengu meiri trú og eru að finna sig betur,“ segir Kristján. Hann hrósar einnig Andrési Má Jóhannessyni í hástert en minnir á að enn sé mikil vinna fyrir höndum. „Við erum ekkert sloppnir. Þetta verður fjögurra eða fimm liða mót þarna neðst fram í síðasta leik,“ segir Kristján. Gott markmið Árbæinga sé að vinna það mót. Það vakti athygli í mars þegar fréttist að Kristján væri á leið burtu frá uppeldisfélagi sínu Fram. Í kjölfarið tilkynnti miðvörðurinn 27 ára að hann hygðist leggja skóna á hilluna.Yfirgaf Fram ekki í illu„Ég tók viku eða tíu daga til að ákveða þetta. Svo eina helgina, þegar það voru leikir í gangi, fékk ég á tilfinninguna að ég væri ekki tilbúinn að hætta strax. Ég fór að sakna boltans og fannst leiðinlegt að hætta svona,“ segir Kristján. Það færist í vöxt að knattspyrnumenn kjósi að fagna ekki mörkum sem þeir skora gegn fyrrverandi félögum sínum. Allir áhorfendur í Lautinni á sunnudag geta staðfest að sú hugsun kom aldrei upp í kollinn hjá Kristjáni. „Ég fór svo sem ekkert í neinu illu frá Fram. Þeir virtust bara ekki hafa not fyrir mig,“ segir Kristján. Hann veltir fyrir sér hvort hann hefði fagnað hefðu viðskilnaðurinn við Fram verið á öðrum nótum, t.d. ef hann hefði haft frumkvæðið að honum. „Þá hefði maður kannski ekki tekið alveg sama pakka. Mér finnst að menn eigi að fagna mörkum, sérstaklega ef menn skora svona sjaldan.“ Miðvörðurinn hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann haldi áfram að lokinni yfirstandandi leiktíð. Koma verði í ljós hvort hann hafi orku og tíma í fótboltann.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn