Innlent

Óljóst fordæmi gengislánadóma

Þorgils Jónsson skrifar
Hæstiréttur Hæstaréttarlögmaðurinn Helgi Sigurðsson segir Borgarbyggðarmálið ekki hafa mikið fordæmi fyrir önnur gengislánamál.
Hæstiréttur Hæstaréttarlögmaðurinn Helgi Sigurðsson segir Borgarbyggðarmálið ekki hafa mikið fordæmi fyrir önnur gengislánamál.
Dómurinn í máli Borgarbyggðar gegn Arionbanka hefur takmarkað fordæmisgildi og því ættu lántakendur að varast að byggja væntingar um endurgreiðslu á því máli. Þetta segir hæstaréttarlögmaðurinn Helgi Sigurðsson í viðtali við Morgunblaðið.





Helgi Sigurðsson
Helgi segir að í Borgarbyggðarmálinu, sem lauk með dómi í október síðastliðnum, hafi ágreiningurinn fyrst og fremst snúist um hvort víkja ætti frá meginreglu um fullar efndir lána. Kröfur byggðar á því máli, sem feli í sér neikvæða raunvexti af lánum, geti að mati Helga aldrei samrýmst réttmætum væntingum lántaka eða réttarumhverfi fyrir lántakveitanda.

Í greininni í Morgunblaðinu segir að Helgi telji að nýlegur dómur í máli Plastiðjunnar gegn Landsbankanum, þar sem Helgi var lögmaður Landabankans, skipti mestu máli í endurútreikningi gengislána, en þar var kveðið á um að lán skuli reikna mað seðlabankavöxtum og og draga frá því innborganir. Eftirstöðvarnar væru því sú upphæð sem eftir stæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×