Innlent

Litlar eða engar hæfniskröfur

Brjánn Jónasson skrifar
Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu 11. júlí eru engar kröfur gerðar um hæfi bankaráðsmanna Seðlabanka Íslands.
Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu 11. júlí eru engar kröfur gerðar um hæfi bankaráðsmanna Seðlabanka Íslands.
Litlar eða engar hæfniskröfur eru gerðar til bankaráðsmanna í bankaráðum seðlabanka Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar. Aðeins í Danmörku eru gerðar kröfur um að hluti bankaráðsmanna hafi mikla þekkingu á viðskiptalífinu.

Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu nýverið eru engar sérstakar kröfur gerðar til þeirra sem sæti eiga í bankaráði Seðlabanka Íslands. Ríkar kröfur eru hins vegar gerðar til þeirra sem stýra eða taka sæti í stjórnum fyrirtækja sem starfa á fjármálamarkaði.

Í Danmörku sitja 25 í bankaráði seðlabankans. Af þeim eru átta þingmenn og tveir tilnefndir af ráðherra, samkvæmt upplýsingum frá danska seðlabankanum.

Þeir fimmtán sem eftir eru, sem eru valdir af stjórnendum bankans, verða að hafa yfirgripsmikla þekkingu á viðskiptalífinu. Þeir eiga einnig að koma víða að frá landinu, og vera úr mismunandi þjóðfélagshópum.

Í Noregi og Svíþjóð eru gerðar svipaðar kröfur til bankaráðsmanna og hér á landi, það er að þeir skuli ekki gegna störfum hjá fjármálafyrirtækjum og hafa flekklausan bakgrunn. Engar kröfur eru gerðar um menntun eða reynslu í lögum og reglum sem gilda um bankana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×