Innlent

Borguðu 51 þúsundi lífeyri

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Skekkja í lífeyri frá Tryggingastofnun reyndist oftast undir hundrað þúsund krónum í fyrra.
Skekkja í lífeyri frá Tryggingastofnun reyndist oftast undir hundrað þúsund krónum í fyrra. Fréttablaðið/Pjetur
Minni frávik en áður eru í greiðslum Tryggingastofnunar til lífeyrisþega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni, sem senda mun lífeyrisþegum endurútreikning sem tryggja á að allir fái réttar bætur lögum samkvæmt.

„Inneignir verða greiddar út 1. ágúst og innheimta krafna hefst 1. september,“ segir Tryggingastofnun, sem kveður kröfur vegna greiðslna umfram rétt í langflestum tilvikum vera innan við 100 þúsund krónur á ársgrundvelli. Sama gildi um inneignir vegna vangreidds lífeyris.

Um 51 þúsund einstaklingar fengu lífeyri frá Tryggingastofnun á reikningstímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×