Vilja athugun á starfsmannamálum Kampavínsklúbbanna María Lilja Þrastardóttir skrifar 22. júlí 2013 12:00 Wozniczka er varaformaður samtaka kvenna af erlendum uppruna. Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi kalla eftir því að starfsmannamál á kampavínsklúbbum verði skoðuð sérstaklega af lögreglu. Hættulegt sé að vanmeta starfsemina sem þar fari fram. Anna Katarzyna Wozniczka er varaformaður samtakanna en hún segir að miðað við fréttaflutning síðustu daga af stöðunum tveimur sé augljóslega ekki allt með felldu. Hún segir jafnframt að það eigi að tala upphátt um starfsemi sem þessa. „Okkur finnst þó mikilvægt að bíða með að dæma eða ýta undir fordóma þangað til lögreglan og ábyrgar stofnanir rannsaka málið með aðstoð túlka,“ segir Anna. Anna segir einnig að kampavínsklúbbar þurfi að vera undir stöðugu eftirliti lögreglu. Mikilvægt sé að skoða reglulega að starfsmenn sem þar vinna séu með kennitölu og skattkort og einnig verður að huga að föstum ráðningarsamningum með starfslýsingu. „Starfsmenn eiga að vita um réttindi sín og hvort það sem þeir gera hér á landi samræmist lögum,“ segir hún. Anna bendir á að konur sem hingað koma frá Austur-Evrópu þurfi ekki sérstakt atvinnuleyfi. Þær megi dvelja og starfa hér á landi í allt að þrjá mánuði. „Það gerir þær mun ósýnilegri. Því er mikilvægt að Ísland vanmeti ekki þetta mál og læri frekar af reynslu nágrannalandanna,“ segir Anna. „Sérstaklega með tilliti til þess að konurnar sem þarna vinna eru nýkomnar til landsins og búa allar saman í lítilli íbúð. Það verður að ganga úr skugga um að þær séu hér á réttum forsendum,“ segir hún. Anna segist jafnframt sammála orðum Bjarkar Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, um að starfsemi sem þessi sé varasöm. „Er þetta eitthvað sem við viljum hér?“ segir Anna. Fyrir helgi stefndu eigendur kampavínsstaðanna VIP Club og Crystal borgarfulltrúanum Björk Vilhelmsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, forstöðukonu vændisathvarfsins, fyrir ummæli um að það virtist sem vændi og mansal væri stundað í tengslum við staðina. Konurnar þurfa að biðjast afsökunar á ummælunum og greiða miskabætur í dag, ella verður höfðað meiðyrðamál gegn þeim.Dansa fyrir karlmenn í bakherberginuÍ kvöldfréttum Stöðvar 2 sögðu tvær breskar starfsstúlkur á kampavínsklúbbnum VIP í Austurstræti að þær ætluðu ekki sitja undir því að vera kallaðar vændiskonur og að orðrómur um að mansal sé stundað í tengslum við staðinn sé ekki sannur. Konurnar vilja opinbera afsökunarbeiðni frá þeim sem hafa viðhaft slík ummæli og hafa ráðið sér lögfræðing. „Við vinnum við að skemmta. Við tölum við karlmenn, látum þeim líða þægilega, dönsum fyrir þá og syngjum. Eða bara það sem gerir þá ánægða. Þetta snýst um félagsskap okkar, það er allt og sumt. Félagsskapur, dans, kampavínsglas eða -flaska,“ sögðu konurnar tvær. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi kalla eftir því að starfsmannamál á kampavínsklúbbum verði skoðuð sérstaklega af lögreglu. Hættulegt sé að vanmeta starfsemina sem þar fari fram. Anna Katarzyna Wozniczka er varaformaður samtakanna en hún segir að miðað við fréttaflutning síðustu daga af stöðunum tveimur sé augljóslega ekki allt með felldu. Hún segir jafnframt að það eigi að tala upphátt um starfsemi sem þessa. „Okkur finnst þó mikilvægt að bíða með að dæma eða ýta undir fordóma þangað til lögreglan og ábyrgar stofnanir rannsaka málið með aðstoð túlka,“ segir Anna. Anna segir einnig að kampavínsklúbbar þurfi að vera undir stöðugu eftirliti lögreglu. Mikilvægt sé að skoða reglulega að starfsmenn sem þar vinna séu með kennitölu og skattkort og einnig verður að huga að föstum ráðningarsamningum með starfslýsingu. „Starfsmenn eiga að vita um réttindi sín og hvort það sem þeir gera hér á landi samræmist lögum,“ segir hún. Anna bendir á að konur sem hingað koma frá Austur-Evrópu þurfi ekki sérstakt atvinnuleyfi. Þær megi dvelja og starfa hér á landi í allt að þrjá mánuði. „Það gerir þær mun ósýnilegri. Því er mikilvægt að Ísland vanmeti ekki þetta mál og læri frekar af reynslu nágrannalandanna,“ segir Anna. „Sérstaklega með tilliti til þess að konurnar sem þarna vinna eru nýkomnar til landsins og búa allar saman í lítilli íbúð. Það verður að ganga úr skugga um að þær séu hér á réttum forsendum,“ segir hún. Anna segist jafnframt sammála orðum Bjarkar Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, um að starfsemi sem þessi sé varasöm. „Er þetta eitthvað sem við viljum hér?“ segir Anna. Fyrir helgi stefndu eigendur kampavínsstaðanna VIP Club og Crystal borgarfulltrúanum Björk Vilhelmsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, forstöðukonu vændisathvarfsins, fyrir ummæli um að það virtist sem vændi og mansal væri stundað í tengslum við staðina. Konurnar þurfa að biðjast afsökunar á ummælunum og greiða miskabætur í dag, ella verður höfðað meiðyrðamál gegn þeim.Dansa fyrir karlmenn í bakherberginuÍ kvöldfréttum Stöðvar 2 sögðu tvær breskar starfsstúlkur á kampavínsklúbbnum VIP í Austurstræti að þær ætluðu ekki sitja undir því að vera kallaðar vændiskonur og að orðrómur um að mansal sé stundað í tengslum við staðinn sé ekki sannur. Konurnar vilja opinbera afsökunarbeiðni frá þeim sem hafa viðhaft slík ummæli og hafa ráðið sér lögfræðing. „Við vinnum við að skemmta. Við tölum við karlmenn, látum þeim líða þægilega, dönsum fyrir þá og syngjum. Eða bara það sem gerir þá ánægða. Þetta snýst um félagsskap okkar, það er allt og sumt. Félagsskapur, dans, kampavínsglas eða -flaska,“ sögðu konurnar tvær.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira