Innlent

Óþörf afskipti af friðhelgi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hagstofa Íslands í Borgartúni
Hagstofa Íslands í Borgartúni
Persónuvernd gagnrýnir breytingar á lögum um Hagstofu Íslands þar sem fyrirhuguð er víðtæk vinnsla persónuupplýsinga.

Stendur til að stofna opinberan gagnagrunn til þess að grípa megi til aðgerða til að greiða úr fjárhagsvandna fjölskyldna og einstaklinga.

Þykir stofnuninni þetta viðurhlutamikil afskipti af friðhelgi einkalífs sem séu órökstudd í frumvarpinu, sérstaklega þar sem ekki þykir vera nauðsyn til þess að grípa til aðgerðanna. Persónuvernd tekur fram að ef nauðsyn teljist til staðar sé þörf á endurbótum á frumvarpinu.

 

Umsögnina má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×