Hróarskelduhátíðin fór fram um helgina en tónleikahátíðin er ein sú stærsta í Evrópu. Hljómsveitirnar Metallica, Queens of the Stone Age, Rihanna og Kraftwerk voru á meðal þeirra er spiluðu í ár. Okkar íslensku Of Monsters and Men og Sigur Rós tróðu einni upp.
Jónsi í Sigur Rós hefur troðið upp á ófáum tónlistarhátíðum í gegnum tíðina.
Það er aldrei lognmolla í kringum söngkonunna Rihönnu. Hún hlaut góða dóma fyrir frammistöðuna í ár.
Queens of the Stone Age klikka sjaldan á tónleikum sínum.
Þýska hljómsveitin Kraftwerk bauð tónleikagestum upp á tónleika þar sem nota átti þrívíddargleraugu.
nordicphotos/gettyJames Blake var frábær á Hróarskeldu í ár.
Ragnar og Nanna Bryndís eru forsprakkar Of Monsters and Men. Íslenski fáninn var að sjálfsögðu á sviðinu.