Íslenski boltinn

Vítavörslurnar hans Páls Gísla skila ekki sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Páll Gísli Jónsso hefur varið fimm af tólf vítum sem hann hefur reynt við í efstu deild.
Páll Gísli Jónsso hefur varið fimm af tólf vítum sem hann hefur reynt við í efstu deild. Mynd/Gudmundur Bjarki Halldórsson
Páll Gísli Jónsson, markvörður Skagamanna, er mikill vítabani og tókst á miðvikudagskvöldið að verja víti annan leikinn í röð í Pepsi-deildinni. Páll Gísli hefur nú varið fimm af tíu síðustu vítaspyrnum sem hann hefur reynt við í efstu deild, þar af þrjár af þeim fjórum síðustu.

Það vekur hins vegar athygli að Skagamenn hafa aldrei náð að vinna leik þar sem Páll Gísli hefur varið víti í efstu deild. Hann bjargaði jafntefli með fyrstu tveimur vítavörslum sínum sumarið 2007, en síðustu þrjú vítin sem hann hefur varið hafa komið í tapleikjum.

Páll Gísli varði víti Þórsarans Chukwudi Chijindu í síðasta leik og varði víti Guðmundar Magnússonar hjá Víkingi Ólafsvík í leiknum á undan. Guðmundur skoraði úr frákastinu og tryggði Víkingi 1-0 sigur. Þriðja vítið varði Páll Gísli síðan frá Eyjamanninum Christian Steen Olsen í fyrra en það dugði skammt í 0-4 sigri ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×