Íslenski boltinn

Björgólfur fór á djammið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björgólfur Takefusa.
Björgólfur Takefusa. Mynd/Anton
Björgólfur Takefusa mun líklega yfirgefa herbúðir Valsmanna í félagsskiptaglugganum sem opnar 15. júlí næstkomandi. Leikmaðurinn var settur í agabann á dögunum og því út úr leikmannahópi Vals.

„Björgólfur vill fara frá félaginu,“ segir Magnús Gylfason, þjálfari Vals, í samtali við Fréttablaðið.

„Hann fékk fullt af mínútum hjá okkur, ég held í raun að hann hafi tekið þátt í öllum leikjum alveg fram að agabanninu.“

Hver er ástæðan fyrir því að Björgólfur Takefusa var settur í agabann?

„Hjá okkur eru til margar skilgreiningar á agabanni en í þessu tilfelli fer leikmaðurinn á djammið stuttu fyrir leik og við getum ekki liðið slíka hegðun,“ segir Magnús.

„Við erum núna að skoða fleiri möguleika til að styrkja hópinn og það verður bara að koma í ljós.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×