Íslenski boltinn

Magnús: Við ætlum að skoða Ondo næstu daga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gilles Mbang Ondo skoraði 14 mörk fyrir Grindavík 2010 og fékk gullskóinn.
Gilles Mbang Ondo skoraði 14 mörk fyrir Grindavík 2010 og fékk gullskóinn. Mynd/Vilhelm
Gilles Mband Ondo er til skoðunar hjá Val um þessar mundir en leikmaðurinn kom til landsins í gær.

Ondo kemur frá Gabon en hann er kunnugur hér á landi. Hann lék með Grindavík á árunum 2008-2010 þar sem hann skoraði 28 mörk fyrir félagið. Ondo varð markakóngur Pepsi-deildarinnar árið 2010 en það tímabil skoraði hann 14 mörk.

„Við ætlum að skoða Ondo næstu daga,“ segir Magnús Gylfason, þjálfari Vals, í samtali við Fréttablaðið í gær.

„Hann mun æfa með okkur í kvöld en í raun hef ég ekki hugmynd um það í hvernig standi leikmaðurinn er, ætla bara að byrja á því að skoða hans frammistöðu á æfingum.“

Valsmenn skoða núna ákveðna möguleika með framherjastöðuna en Björgólfur Takefusa hefur ekki náð sér á strik í sumar, þrátt fyrir að hafa fengið töluvert margar mínútur inni á vellinum.

„Við erum að skoða málin og eins og alltaf lítur maður í kringum sig. Við erum að öllum líkindum að missa Bjögga [Björgólf Takefusa] úr hópnum og því þurfum við liðsstyrk.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×