Íbúar einbýlishúsagötu vilja losna við unglingaheimili Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. júní 2013 07:30 Nágrannar eru ósáttir við rekstur unglingaheimilis í einbýlishúsi sem Vinakot leigir í götunni. Fréttablaðið/Anton „Við myndum aldrei taka inn neinn sem væri ógn við umhverfi sitt,“ segir Jóhanna Fleckenstein, forstöðukona í Vinakoti, um kvörtun íbúa í Fjóluhvammi í Hafnarfirði sem eru ósáttir við að í einu einbýlishúsa götunnar sé rekið heimili fyrir unglinga í vanda. Íbúarnir segja að um sé að ræða atvinnustarfsemi sem eigi ekki heima í íbúðahverfi. Einn íbúi í götunni sem ekki vill láta nafns getið segir málið eiga sér forsögu. Í húsinu hafi um árabil verið rekin frönsk ferðaskrifstofa sem leigt hafi húsnæðið. Því hafi fylgt ónæði. Íbúinn segir málið einfaldlega snúast um þá spurningu hvort menn geti leigt húsið sitt undir fyrirtæki í íbúðabyggð. Það hafi ekkert með leigjendurna að gera sem slíka, þeir séu ágætis fólk. Skipulagsfulltrúi bæjarins er sammála nágrönnunum en fulltrúar í skipulagsráði telja málið ekki skýrt og frestuðu í gær afgreiðslu þess þar til álit lögmanns lægi fyrir. Vinakot opnaði heimili fyrir drengi í Fjóluhvammi fyrir tveimur mánuðum og fyrir stúlkur annars staðar í Hafnarfirði í desember. Jóhanna forstöðukona í Fjóluhvammi undirstrikar að leyfi séu fyrir starfseminni bæði frá slökkviliði og heilbrigðisfulltrúa. Ekki sé um vistheimili að ræða heldur búsetuúrræði og því hafi engar sérstakar breytingar verið gerðar á húsnæðinu. Aðeins einn til tveir séu þar til heimilis í einu og starfsmenn oftast tveir eða þrír. Í Fjóluhvammi sé nú aðeins einn unglingspiltur. „Mér skilst að það sem aðallega hafi truflað nágrannana sé að lögreglan hefur verið kölluð hingað fjórum sinnum á þessum tveimur mánuðum. Ég held að þau hafi aldrei orðið fyrir neinni annarri upplifun sem tengist drengnum,“ segir Jóhanna, sem kveður Vinakot ætla að bjóða nágrönnunum á kynningarfund. „Þetta er bara heimili fyrir börn sem eru með flókinn vanda og eiga ekki í mörg hús að venda. Við viljum reyna að ná sátt og vinna þetta með nágrönnunum en ef það fer að halla á hag barnsins verðum við að finna aðra lausn,“ segir Jóhanna.Vinakot fyrir börn Fyrirtækið Vinakot ehf. er úrræði ætlað börnum á aldrinum tólf til átján ára sem glíma við fjölþættan hegðunarvanda og þurfa til dæmis búsetu, meðferð, stuðning og ráðgjöf til að ná tökum á lífi sínu, samkvæmt heimasíðu Vinakots. Markhópurinn er börn og ungmenni sem af ýmsum ástæðum hafa ekki náð að fóta sig þrátt fyrir ítrekuð inngrip. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
„Við myndum aldrei taka inn neinn sem væri ógn við umhverfi sitt,“ segir Jóhanna Fleckenstein, forstöðukona í Vinakoti, um kvörtun íbúa í Fjóluhvammi í Hafnarfirði sem eru ósáttir við að í einu einbýlishúsa götunnar sé rekið heimili fyrir unglinga í vanda. Íbúarnir segja að um sé að ræða atvinnustarfsemi sem eigi ekki heima í íbúðahverfi. Einn íbúi í götunni sem ekki vill láta nafns getið segir málið eiga sér forsögu. Í húsinu hafi um árabil verið rekin frönsk ferðaskrifstofa sem leigt hafi húsnæðið. Því hafi fylgt ónæði. Íbúinn segir málið einfaldlega snúast um þá spurningu hvort menn geti leigt húsið sitt undir fyrirtæki í íbúðabyggð. Það hafi ekkert með leigjendurna að gera sem slíka, þeir séu ágætis fólk. Skipulagsfulltrúi bæjarins er sammála nágrönnunum en fulltrúar í skipulagsráði telja málið ekki skýrt og frestuðu í gær afgreiðslu þess þar til álit lögmanns lægi fyrir. Vinakot opnaði heimili fyrir drengi í Fjóluhvammi fyrir tveimur mánuðum og fyrir stúlkur annars staðar í Hafnarfirði í desember. Jóhanna forstöðukona í Fjóluhvammi undirstrikar að leyfi séu fyrir starfseminni bæði frá slökkviliði og heilbrigðisfulltrúa. Ekki sé um vistheimili að ræða heldur búsetuúrræði og því hafi engar sérstakar breytingar verið gerðar á húsnæðinu. Aðeins einn til tveir séu þar til heimilis í einu og starfsmenn oftast tveir eða þrír. Í Fjóluhvammi sé nú aðeins einn unglingspiltur. „Mér skilst að það sem aðallega hafi truflað nágrannana sé að lögreglan hefur verið kölluð hingað fjórum sinnum á þessum tveimur mánuðum. Ég held að þau hafi aldrei orðið fyrir neinni annarri upplifun sem tengist drengnum,“ segir Jóhanna, sem kveður Vinakot ætla að bjóða nágrönnunum á kynningarfund. „Þetta er bara heimili fyrir börn sem eru með flókinn vanda og eiga ekki í mörg hús að venda. Við viljum reyna að ná sátt og vinna þetta með nágrönnunum en ef það fer að halla á hag barnsins verðum við að finna aðra lausn,“ segir Jóhanna.Vinakot fyrir börn Fyrirtækið Vinakot ehf. er úrræði ætlað börnum á aldrinum tólf til átján ára sem glíma við fjölþættan hegðunarvanda og þurfa til dæmis búsetu, meðferð, stuðning og ráðgjöf til að ná tökum á lífi sínu, samkvæmt heimasíðu Vinakots. Markhópurinn er börn og ungmenni sem af ýmsum ástæðum hafa ekki náð að fóta sig þrátt fyrir ítrekuð inngrip.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira