Innlent

Engin úttekt gerð á öðrum möguleikum

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar
Ákveðið var að halda áfram að vinna að þróun samgöngumiðstöðvar á BSÍ-reitnum.
Ákveðið var að halda áfram að vinna að þróun samgöngumiðstöðvar á BSÍ-reitnum.
Borgarráð samþykkti fyrir helgi að halda áfram vinnu við að þróa samgöngumiðstöð á Umferðarmiðstöðvarreitnum, þar sem BSÍ er til húsa.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu þessarar tillögu, en þeir vilja að ráðist verði í ítarlega þarfagreiningu og athugun á því hver er ákjósanlegasti staðurinn fyrir miðstöð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þeir lögðu fram tillögu þess efnis á fundi borgarráðs, en hún var felld. Sjálfstæðismenn vildu að bornir yrðu saman ólíkir staðir, svo sem Kringlan, Mjóddin og BSÍ, áður en ákvörðun væri tekin um uppbyggingu miðstöðvar.

Engin úttekt af þessu tagi hefur farið fram í ferlinu, að sögn Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. „Það er því ljóst að meirihluti borgarráðs tekur umrædda ákvörðun um framtíðarstaðsetningu aðalskiptistöðvar almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu á veikum forsendum og án þess að faglegt mat liggi fyrir um kosti og galla ólíkra leiða,“ segir í bókun sjálfstæðismanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×