Meiri möguleikar innan ESB en utan Þorgils Jónsson skrifar 21. júní 2013 07:00 Vill sjá Breytingar David Lidington, Evrópumálaráðherra Bretlands, segir stjórnvöld ekki stefna að því að ganga úr ESB heldur vinna að umbótum innan þess. Fréttablaðið/Anton Bresk stjórnvöld stefna ekki að því að yfirgefa Evrópusambandið (ESB) heldur vera í fararbroddi um breytingar á eðli sambandsins. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Davids Lidington, Evrópumálaráðherra Bretlands, á opnum umræðufundi í Háskóla Íslands í gær. Lidington vitnaði í margumtalaða ræðu David Cameron forsætisráðherra frá í janúar um framtíð Bretlands í ESB. Þar boðaði Cameron meðal annars að breskur almenningur fengi að kjósa um áframhaldandi veru í sambandinu. „ESB er langt frá því að vera fullkomið en Bretland er staðráðið í því að vinna, ásamt bandamönnum sínum, að því að móta stefnu ESB innan frá svo þessi sýn; öflugur, samkeppnishæfur innri markaður, verði að veruleika.“ Lidington segir morgunljóst að ESB komi til með að breytast hratt og mikið á komandi árum. Þrjár megináskoranir eru fram undan að hans mati; dvínandi samkeppnishæfi með ört vaxandi nýmarkaðsríkjum, framtíðarfyrirkomulag evrusvæðisins og vaxandi óánægja almennings með ESB, þar sem ákvarðanir virðast vera teknar úr fjarska og án ábyrgðar. „Sannleikurinn er sá að ef Evrópa bætir ekki samkeppnisstöðu sína fljótt mun næsta kynslóð ekki geta viðhaldið lífsgæðum, félagslegu öryggi og opinberri þjónustu sem við tökum sem sjálfsögðum hlut í dag,“ sagði hann. Til að vinna þessu bót þurfi meðal annars að gera innri markaðinn skilvirkari með því að losa um regluverkið fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Mjög hefur dregið úr ánægju almennings í ESB-ríkjum með aðild og Lidington segir að nauðsynlegt sé að auka tenginguna milli borgara og stofnana sambandsins. Lykilmálið í þeim efnum sé að styrkja tengsl þjóðþinganna í hverju ríki við stofnanir ESB. Þannig fáist sterkara aðhald og tilfinning fyrir því að stofnanirnar séu sannarlega að vinna í þágu almennings. Þegar Bretlandi er borið á brigður að vilja velja og hafna í Evrópusamstarfi eins og af matseðli segist Lidington svara því til að hver sá veitingastaður sem ekki hagi matseðli í samræmi við óskir viðskiptavina sinna sé dæmdur til að fara flatt.„Við erum ekki á höttunum eftir undanþágum, heldur viljum við vinna að umbótum til hagsbóta fyrir öll aðildarríkin, eins og Cameron sagði í ræðu sinni. Það er bæði ESB í hag og eykur ánægju Breta með eigin aðild.“ Í þingsetningarræðu sinni hafði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, það eftir ónefndum evrópskum ráðamönnum að Evrópusambandið hefði hvorki vilja né getu til að ljúka aðildarviðræðunum við Ísland. David Lidington, sagðist á fundinum í gær, ekki kannast við slíkt, þó ekki væri eins mikil stemmning fyrir stækkun sambandsins nú og áður. Þessi mál væru ekki efst á lista hjá sambandsins. „En ég hef ekki orðið var við nokkra tregðu til að halda áfram og ljúka ferlinu,“ sagði Lidington. Í samtali við Fréttablaðið að fundi loknum sagðist Lidington vera bjartsýnn um að hugmyndir Breta um framtíð ESB myndu verða að veruleika. Evrópskir ráðamenn átti sig á hinu erfiða ástandi og að eitthvað þurfi að gera. „Ég held að það sé full ástæða til þess að vera bjartsýnn, en við þurfum að halda okkar málstað á lofti og gera öðrum ljóst hvernig þær breytingar sem við leggjum áherslu á eru í hag allra ESB-ríkjanna en ekki bara Bretlands.“ Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
Bresk stjórnvöld stefna ekki að því að yfirgefa Evrópusambandið (ESB) heldur vera í fararbroddi um breytingar á eðli sambandsins. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Davids Lidington, Evrópumálaráðherra Bretlands, á opnum umræðufundi í Háskóla Íslands í gær. Lidington vitnaði í margumtalaða ræðu David Cameron forsætisráðherra frá í janúar um framtíð Bretlands í ESB. Þar boðaði Cameron meðal annars að breskur almenningur fengi að kjósa um áframhaldandi veru í sambandinu. „ESB er langt frá því að vera fullkomið en Bretland er staðráðið í því að vinna, ásamt bandamönnum sínum, að því að móta stefnu ESB innan frá svo þessi sýn; öflugur, samkeppnishæfur innri markaður, verði að veruleika.“ Lidington segir morgunljóst að ESB komi til með að breytast hratt og mikið á komandi árum. Þrjár megináskoranir eru fram undan að hans mati; dvínandi samkeppnishæfi með ört vaxandi nýmarkaðsríkjum, framtíðarfyrirkomulag evrusvæðisins og vaxandi óánægja almennings með ESB, þar sem ákvarðanir virðast vera teknar úr fjarska og án ábyrgðar. „Sannleikurinn er sá að ef Evrópa bætir ekki samkeppnisstöðu sína fljótt mun næsta kynslóð ekki geta viðhaldið lífsgæðum, félagslegu öryggi og opinberri þjónustu sem við tökum sem sjálfsögðum hlut í dag,“ sagði hann. Til að vinna þessu bót þurfi meðal annars að gera innri markaðinn skilvirkari með því að losa um regluverkið fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Mjög hefur dregið úr ánægju almennings í ESB-ríkjum með aðild og Lidington segir að nauðsynlegt sé að auka tenginguna milli borgara og stofnana sambandsins. Lykilmálið í þeim efnum sé að styrkja tengsl þjóðþinganna í hverju ríki við stofnanir ESB. Þannig fáist sterkara aðhald og tilfinning fyrir því að stofnanirnar séu sannarlega að vinna í þágu almennings. Þegar Bretlandi er borið á brigður að vilja velja og hafna í Evrópusamstarfi eins og af matseðli segist Lidington svara því til að hver sá veitingastaður sem ekki hagi matseðli í samræmi við óskir viðskiptavina sinna sé dæmdur til að fara flatt.„Við erum ekki á höttunum eftir undanþágum, heldur viljum við vinna að umbótum til hagsbóta fyrir öll aðildarríkin, eins og Cameron sagði í ræðu sinni. Það er bæði ESB í hag og eykur ánægju Breta með eigin aðild.“ Í þingsetningarræðu sinni hafði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, það eftir ónefndum evrópskum ráðamönnum að Evrópusambandið hefði hvorki vilja né getu til að ljúka aðildarviðræðunum við Ísland. David Lidington, sagðist á fundinum í gær, ekki kannast við slíkt, þó ekki væri eins mikil stemmning fyrir stækkun sambandsins nú og áður. Þessi mál væru ekki efst á lista hjá sambandsins. „En ég hef ekki orðið var við nokkra tregðu til að halda áfram og ljúka ferlinu,“ sagði Lidington. Í samtali við Fréttablaðið að fundi loknum sagðist Lidington vera bjartsýnn um að hugmyndir Breta um framtíð ESB myndu verða að veruleika. Evrópskir ráðamenn átti sig á hinu erfiða ástandi og að eitthvað þurfi að gera. „Ég held að það sé full ástæða til þess að vera bjartsýnn, en við þurfum að halda okkar málstað á lofti og gera öðrum ljóst hvernig þær breytingar sem við leggjum áherslu á eru í hag allra ESB-ríkjanna en ekki bara Bretlands.“
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira