Meiri möguleikar innan ESB en utan Þorgils Jónsson skrifar 21. júní 2013 07:00 Vill sjá Breytingar David Lidington, Evrópumálaráðherra Bretlands, segir stjórnvöld ekki stefna að því að ganga úr ESB heldur vinna að umbótum innan þess. Fréttablaðið/Anton Bresk stjórnvöld stefna ekki að því að yfirgefa Evrópusambandið (ESB) heldur vera í fararbroddi um breytingar á eðli sambandsins. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Davids Lidington, Evrópumálaráðherra Bretlands, á opnum umræðufundi í Háskóla Íslands í gær. Lidington vitnaði í margumtalaða ræðu David Cameron forsætisráðherra frá í janúar um framtíð Bretlands í ESB. Þar boðaði Cameron meðal annars að breskur almenningur fengi að kjósa um áframhaldandi veru í sambandinu. „ESB er langt frá því að vera fullkomið en Bretland er staðráðið í því að vinna, ásamt bandamönnum sínum, að því að móta stefnu ESB innan frá svo þessi sýn; öflugur, samkeppnishæfur innri markaður, verði að veruleika.“ Lidington segir morgunljóst að ESB komi til með að breytast hratt og mikið á komandi árum. Þrjár megináskoranir eru fram undan að hans mati; dvínandi samkeppnishæfi með ört vaxandi nýmarkaðsríkjum, framtíðarfyrirkomulag evrusvæðisins og vaxandi óánægja almennings með ESB, þar sem ákvarðanir virðast vera teknar úr fjarska og án ábyrgðar. „Sannleikurinn er sá að ef Evrópa bætir ekki samkeppnisstöðu sína fljótt mun næsta kynslóð ekki geta viðhaldið lífsgæðum, félagslegu öryggi og opinberri þjónustu sem við tökum sem sjálfsögðum hlut í dag,“ sagði hann. Til að vinna þessu bót þurfi meðal annars að gera innri markaðinn skilvirkari með því að losa um regluverkið fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Mjög hefur dregið úr ánægju almennings í ESB-ríkjum með aðild og Lidington segir að nauðsynlegt sé að auka tenginguna milli borgara og stofnana sambandsins. Lykilmálið í þeim efnum sé að styrkja tengsl þjóðþinganna í hverju ríki við stofnanir ESB. Þannig fáist sterkara aðhald og tilfinning fyrir því að stofnanirnar séu sannarlega að vinna í þágu almennings. Þegar Bretlandi er borið á brigður að vilja velja og hafna í Evrópusamstarfi eins og af matseðli segist Lidington svara því til að hver sá veitingastaður sem ekki hagi matseðli í samræmi við óskir viðskiptavina sinna sé dæmdur til að fara flatt.„Við erum ekki á höttunum eftir undanþágum, heldur viljum við vinna að umbótum til hagsbóta fyrir öll aðildarríkin, eins og Cameron sagði í ræðu sinni. Það er bæði ESB í hag og eykur ánægju Breta með eigin aðild.“ Í þingsetningarræðu sinni hafði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, það eftir ónefndum evrópskum ráðamönnum að Evrópusambandið hefði hvorki vilja né getu til að ljúka aðildarviðræðunum við Ísland. David Lidington, sagðist á fundinum í gær, ekki kannast við slíkt, þó ekki væri eins mikil stemmning fyrir stækkun sambandsins nú og áður. Þessi mál væru ekki efst á lista hjá sambandsins. „En ég hef ekki orðið var við nokkra tregðu til að halda áfram og ljúka ferlinu,“ sagði Lidington. Í samtali við Fréttablaðið að fundi loknum sagðist Lidington vera bjartsýnn um að hugmyndir Breta um framtíð ESB myndu verða að veruleika. Evrópskir ráðamenn átti sig á hinu erfiða ástandi og að eitthvað þurfi að gera. „Ég held að það sé full ástæða til þess að vera bjartsýnn, en við þurfum að halda okkar málstað á lofti og gera öðrum ljóst hvernig þær breytingar sem við leggjum áherslu á eru í hag allra ESB-ríkjanna en ekki bara Bretlands.“ Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Sjá meira
Bresk stjórnvöld stefna ekki að því að yfirgefa Evrópusambandið (ESB) heldur vera í fararbroddi um breytingar á eðli sambandsins. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Davids Lidington, Evrópumálaráðherra Bretlands, á opnum umræðufundi í Háskóla Íslands í gær. Lidington vitnaði í margumtalaða ræðu David Cameron forsætisráðherra frá í janúar um framtíð Bretlands í ESB. Þar boðaði Cameron meðal annars að breskur almenningur fengi að kjósa um áframhaldandi veru í sambandinu. „ESB er langt frá því að vera fullkomið en Bretland er staðráðið í því að vinna, ásamt bandamönnum sínum, að því að móta stefnu ESB innan frá svo þessi sýn; öflugur, samkeppnishæfur innri markaður, verði að veruleika.“ Lidington segir morgunljóst að ESB komi til með að breytast hratt og mikið á komandi árum. Þrjár megináskoranir eru fram undan að hans mati; dvínandi samkeppnishæfi með ört vaxandi nýmarkaðsríkjum, framtíðarfyrirkomulag evrusvæðisins og vaxandi óánægja almennings með ESB, þar sem ákvarðanir virðast vera teknar úr fjarska og án ábyrgðar. „Sannleikurinn er sá að ef Evrópa bætir ekki samkeppnisstöðu sína fljótt mun næsta kynslóð ekki geta viðhaldið lífsgæðum, félagslegu öryggi og opinberri þjónustu sem við tökum sem sjálfsögðum hlut í dag,“ sagði hann. Til að vinna þessu bót þurfi meðal annars að gera innri markaðinn skilvirkari með því að losa um regluverkið fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Mjög hefur dregið úr ánægju almennings í ESB-ríkjum með aðild og Lidington segir að nauðsynlegt sé að auka tenginguna milli borgara og stofnana sambandsins. Lykilmálið í þeim efnum sé að styrkja tengsl þjóðþinganna í hverju ríki við stofnanir ESB. Þannig fáist sterkara aðhald og tilfinning fyrir því að stofnanirnar séu sannarlega að vinna í þágu almennings. Þegar Bretlandi er borið á brigður að vilja velja og hafna í Evrópusamstarfi eins og af matseðli segist Lidington svara því til að hver sá veitingastaður sem ekki hagi matseðli í samræmi við óskir viðskiptavina sinna sé dæmdur til að fara flatt.„Við erum ekki á höttunum eftir undanþágum, heldur viljum við vinna að umbótum til hagsbóta fyrir öll aðildarríkin, eins og Cameron sagði í ræðu sinni. Það er bæði ESB í hag og eykur ánægju Breta með eigin aðild.“ Í þingsetningarræðu sinni hafði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, það eftir ónefndum evrópskum ráðamönnum að Evrópusambandið hefði hvorki vilja né getu til að ljúka aðildarviðræðunum við Ísland. David Lidington, sagðist á fundinum í gær, ekki kannast við slíkt, þó ekki væri eins mikil stemmning fyrir stækkun sambandsins nú og áður. Þessi mál væru ekki efst á lista hjá sambandsins. „En ég hef ekki orðið var við nokkra tregðu til að halda áfram og ljúka ferlinu,“ sagði Lidington. Í samtali við Fréttablaðið að fundi loknum sagðist Lidington vera bjartsýnn um að hugmyndir Breta um framtíð ESB myndu verða að veruleika. Evrópskir ráðamenn átti sig á hinu erfiða ástandi og að eitthvað þurfi að gera. „Ég held að það sé full ástæða til þess að vera bjartsýnn, en við þurfum að halda okkar málstað á lofti og gera öðrum ljóst hvernig þær breytingar sem við leggjum áherslu á eru í hag allra ESB-ríkjanna en ekki bara Bretlands.“
Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Sjá meira