Ég fékk blóð á tennurnar Stefán Árni Pálsson skrifar 20. júní 2013 06:00 Hólmbert Aron hefur verið frábær fyrir Framara að undanförnu og gerði þrennu í síðasta leik. Fréttablaðið/valli Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, hefur verið að finna sig einstaklega vel á tímabilinu og virðist loksins vera að springa út. Leikmaðurinn skoraði þrjú mörk gegn Þór í 7. umferð Pepsi-deildar karla og hefur því verið valinn leikmaður umferðarinnar af Fréttablaðinu. Hólmbert átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili þrátt fyrir mörg fín tækifæri með Fram en núna virðist leikmaðurinn vera að sýna sitt rétta andlit. „Þetta hefur verið að ganga vel hjá mér í sumar,“ segir Hólmbert. „Ég fann mig rosalega vel í síðasta leik og það í raun gekk allt upp. Liðið lék allt vel gegn Þór og ég fékk að njóta góðs af því.“Er stútfullur af sjálfstrausti „Ég hef alla tíð æft gríðarlega mikið og það breytist ekkert fyrir þetta tímabil. Aftur á móti finn ég fyrir því að ég er með miklu meira sjálfstraust núna en áður og það skiptir sköpum í fótbolta.“ Ríkharður Daðason var ráðinn þjálfari Fram á dögunum, eftir að Þorvaldur Örlygsson sagði starfi sínu lausu hjá félaginu, og virðist hann hafa komið með ákveðna innspýtingu í liðið. „Það hafði verulega góð áhrif á mig. Menn vilja strax sanna sig fyrir nýjum þjálfara og það fá allir blóð á tennurnar og vilja vera í liðinu. Ríkharður hefur verið viðloðandi Fram í nokkur ár og maður hefur fengið að kynnast honum nokkuð vel. Hann er frábær þjálfari sem á eftir að nýtast mér persónulega vel.“Stefnir út í atvinnumennsku „Það er markmiðið hjá flestum knattspyrnumönnum að fara út í atvinnumennsku og það hefur alltaf verið mitt markmið. Ég er aftur á móti nokkuð rólegur í þeim málum og hugsa fyrst og fremst um það að standa mig með Fram, það er númer eitt, tvö og þrjú og þá kannski opnast einhverjar dyr fyrir mér.“Lið umferðarinnar: Ögmundur Kristinsson, Fram Jordan Halsman, Fram Guðmann Þórisson, FH Sverrir Ingi Ingason, Breiðablik Andri Rafn Yeoman, Breiðablik Rúnar Már Sigurjónsson, Valur Ólafur Karl Finsen, Stjarnan Ólafur Páll Snorrason, FH Atli Sigurjónsson, KR Hólmbert Aron Friðjónsson, Fram Óskar Örn Hauksson, KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, hefur verið að finna sig einstaklega vel á tímabilinu og virðist loksins vera að springa út. Leikmaðurinn skoraði þrjú mörk gegn Þór í 7. umferð Pepsi-deildar karla og hefur því verið valinn leikmaður umferðarinnar af Fréttablaðinu. Hólmbert átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili þrátt fyrir mörg fín tækifæri með Fram en núna virðist leikmaðurinn vera að sýna sitt rétta andlit. „Þetta hefur verið að ganga vel hjá mér í sumar,“ segir Hólmbert. „Ég fann mig rosalega vel í síðasta leik og það í raun gekk allt upp. Liðið lék allt vel gegn Þór og ég fékk að njóta góðs af því.“Er stútfullur af sjálfstrausti „Ég hef alla tíð æft gríðarlega mikið og það breytist ekkert fyrir þetta tímabil. Aftur á móti finn ég fyrir því að ég er með miklu meira sjálfstraust núna en áður og það skiptir sköpum í fótbolta.“ Ríkharður Daðason var ráðinn þjálfari Fram á dögunum, eftir að Þorvaldur Örlygsson sagði starfi sínu lausu hjá félaginu, og virðist hann hafa komið með ákveðna innspýtingu í liðið. „Það hafði verulega góð áhrif á mig. Menn vilja strax sanna sig fyrir nýjum þjálfara og það fá allir blóð á tennurnar og vilja vera í liðinu. Ríkharður hefur verið viðloðandi Fram í nokkur ár og maður hefur fengið að kynnast honum nokkuð vel. Hann er frábær þjálfari sem á eftir að nýtast mér persónulega vel.“Stefnir út í atvinnumennsku „Það er markmiðið hjá flestum knattspyrnumönnum að fara út í atvinnumennsku og það hefur alltaf verið mitt markmið. Ég er aftur á móti nokkuð rólegur í þeim málum og hugsa fyrst og fremst um það að standa mig með Fram, það er númer eitt, tvö og þrjú og þá kannski opnast einhverjar dyr fyrir mér.“Lið umferðarinnar: Ögmundur Kristinsson, Fram Jordan Halsman, Fram Guðmann Þórisson, FH Sverrir Ingi Ingason, Breiðablik Andri Rafn Yeoman, Breiðablik Rúnar Már Sigurjónsson, Valur Ólafur Karl Finsen, Stjarnan Ólafur Páll Snorrason, FH Atli Sigurjónsson, KR Hólmbert Aron Friðjónsson, Fram Óskar Örn Hauksson, KR
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira