217 börnum í neyð hjálpað Svavar Hávarðsson skrifar 7. júní 2013 12:00 Börn verða vitni að, og eru beitt, ofbeldi sem getur haft varanleg áhrif á þau ef ekkert er að gert. nordicphotos/gettyimages Tilraunaverkefni Barnaverndarstofu (BVS) vegna heimilisofbeldis leiddi í ljós að þörfin fyrir sértæka þjónustu við börn var mun meiri en í fyrstu var talið. Á þeim 20 mánuðum sem verkefnið stóð fylgdi sérfræðingur á vegum BVS lögreglu á heimili 217 barna. Nú munu barnaverndarnefndir fóstra verkefnið í sameiginlegu bakvaktakerfi. Bundnar eru vonir við að stjórnvöld efni loforð um stærra og öflugra Barnahús til að annast áfallameðferð.Tilraun Hefðbundin íhlutun barnaverndarnefnda vegna heimilisofbeldis var um langan tíma fólgin í því að einn starfsmaður frá barnaverndinni kom inn á heimilið, ásamt lögreglu, reyndi að sætta deiluaðila og sinna málinu að öðru leyti. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt, bæði hér og erlendis, að foreldrar sem í hlut eiga eru svo þurftafrekir á athygli að börnin verða út undan. Í því kristallast tilraunaverkefnið sem Barnaverndarstofa hefur haldið úti í rúmlega eitt og hálft ár: að börnin fá sérstaka athygli. Reynslan er sú að sérfræðingur BVS var kallaður til á heimili 35 barna fyrstu þrjá mánuði verkefnisins. Allt árið 2012 voru útköllin 69 á heimilum 114 barna. Það sem af er þessu ári hefur sérfræðingurinn fylgt lögreglu á heimili 67 barna. „Það sýndi sig að þörfin er hafin yfir allan vafa. Það voru uppi efasemdir um það, en hún var sannarlega fyrir hendi og mikill fjöldi barna sem hefur notið þessarar áfallahjálpar á þessu tímabili,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri BVS, og bætir við að á þessum tíma hafi verið þróuð aðferðafræði sem byggt verður á, og sannast hafi að lögregla og barnaverndarstarfsmenn geti unnið mjög vel saman. Tilraunaverkefnið hafi slípað það samstarf og auðveldi frekari samvinnu. Bragi segir að barnaverndarnefndirnar á höfuðborgarsvæðinu séu að ljúka við að koma á sameiginlegum bakvöktum allan sólarhringinn. Það gerir það kleift að kalla til tvo starfsmenn nefndanna í þeim aðstæðum þegar börn eru á heimili þar sem ofbeldi er beitt. Því standi væntingar til þess að haldið verði uppi sömu þjónustu og undanfarna mánuði til langrar framtíðar. Bragi Guðbrandsson Líf og dauði Fréttablaðið fjallaði um tilraunaverkefni BVS þegar því hafði verið haldið úti í eitt ár, eða í september í fyrra. Þá þegar hafði sérfræðingur komið að nokkrum tilvikum þar sem konum höfðu verið veittir alvarlegir áverkar; jafnvel lífshættulegir. Fimm af 35 konum þurftu að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítala (LSH) fyrstu sex mánuðina sem verkefnið stóð yfir. Þá hafði Bragi þetta að segja um starfið: „Í ljósi óhugnaðarins sem þessi börn upplifa, er það fráleitt að þetta skuli ekki hafa verið í viðunandi horfi í gegnum árin. Það dettur engum annað í hug en að hjálpa barni sem hefur verið beitt líkamlegu ofbeldi. Hvers vegna ættum við ekki að tryggja bráðaþjónustu til barna sem eru limlest á sálinni? Málið snýst einfaldlega um geðheilsu þessara barna og framtíð þeirra alla.“Barnahús lykillinn Varðandi meðferðarþáttinn þá stendur til að stækka Barnahús og fjölga fagfólki þar innandyra. „Við vonumst til að geta boðið börnum sem hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og/eða orðið vitni að heimilisofbeldi upp á áfallameðferð á vettvangi Barnahúss, en áður sinnti sérfræðingur okkar þeirri vinnu. Þetta er framtíðarsýnin og er í pípunum núna,“ segir Bragi og vísar til samþykktar fyrri ríkisstjórnar um uppbyggingu Barnahúss og 110 milljóna króna fjárveitingar sem var eyrnamerkt verkefninu. „Þetta er í vinnslu og bíður afgreiðslu hjá nýjum ráðherra. En ég vænti þess að þetta nái fram að ganga þar sem góð samstaða var um þetta á þinginu í vetur sem leið.“ Bragi segir að í raun sé að verða skipulagsbreyting með því að barnaverndarnefndirnar fóstri verkefnið. „Þetta er í raun langþráður draumur sem er að verða að veruleika því þessi þjónusta er þeirra lögbundna hlutverk; að sinna þessum útköllum og bregðast við með fullnægjandi hætti. Það fer ekki vel á því að BVS, sem fer með eftirlit með því að barnaverndarnefndirnar ræki sínar skyldur samkvæmt lögum, annist svona þjónustu. Þetta eru því merk tímamót þótt ég hafi ekki fengið á hreint hvenær þetta starf hefst. Ég vænti þess að barnaverndarnefndirnar bregðist strax við,“ segir Bragi. Verkefni Barnaverndarstofu í hnotskurn Að veita sérhæfða þjónustu fyrir börn sem búa við að ofbeldi hefur verið þáttur í heimilislífi þeirra Sérfræðingur sinnti einungis málum barna sem verða vitni að eða eru viðstödd ofbeldi á milli foreldra á heimili sínu og lögregla er kölluð á staðinn. Tilraunaverkefnið náði til barna 18 ára og yngri eins og barnaverndarlög kveða á um. Sérhæfður starfsmaður Barnaverndarstofu brást við tilkynningu frá lögreglu eftir klukkan 16 virka daga og um helgar. Starfssvið sérfræðings var að ræða við barnið eða börnin og kanna líðan þeirra, upplifun og viðhorf; leggja svo mat á þörf barnanna fyrir áfallahjálp og veita þeim meðferðarviðtöl eins fljótt og auðið var. Verkefnið hófst 15. september 2011, fyrst til sex mánaða. Verkefnið var síðan framlengt til 31. desember 2012 og aftur til 1. júní 2013. Samstarfsaðilar Barnaverndarstofu voru lögreglan og barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu. 1. júní færðust bakvaktir vegna heimilisofbeldismála alfarið til barnaverndarnefnda á ný. Tengdar fréttir Sálgæslu barna verður að efla Aðeins í Reykjavík er bakvaktaþjónustu barnaverndarnefndar haldið úti allan sólarhringinn. Forstjóri Barnaverndarstofu segir þjónustuna víða með öllu óviðunandi. Rætt er um sameiginlega bakvakt alls höfuðborgarsvæðisins. 3. september 2012 04:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Sjá meira
Tilraunaverkefni Barnaverndarstofu (BVS) vegna heimilisofbeldis leiddi í ljós að þörfin fyrir sértæka þjónustu við börn var mun meiri en í fyrstu var talið. Á þeim 20 mánuðum sem verkefnið stóð fylgdi sérfræðingur á vegum BVS lögreglu á heimili 217 barna. Nú munu barnaverndarnefndir fóstra verkefnið í sameiginlegu bakvaktakerfi. Bundnar eru vonir við að stjórnvöld efni loforð um stærra og öflugra Barnahús til að annast áfallameðferð.Tilraun Hefðbundin íhlutun barnaverndarnefnda vegna heimilisofbeldis var um langan tíma fólgin í því að einn starfsmaður frá barnaverndinni kom inn á heimilið, ásamt lögreglu, reyndi að sætta deiluaðila og sinna málinu að öðru leyti. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt, bæði hér og erlendis, að foreldrar sem í hlut eiga eru svo þurftafrekir á athygli að börnin verða út undan. Í því kristallast tilraunaverkefnið sem Barnaverndarstofa hefur haldið úti í rúmlega eitt og hálft ár: að börnin fá sérstaka athygli. Reynslan er sú að sérfræðingur BVS var kallaður til á heimili 35 barna fyrstu þrjá mánuði verkefnisins. Allt árið 2012 voru útköllin 69 á heimilum 114 barna. Það sem af er þessu ári hefur sérfræðingurinn fylgt lögreglu á heimili 67 barna. „Það sýndi sig að þörfin er hafin yfir allan vafa. Það voru uppi efasemdir um það, en hún var sannarlega fyrir hendi og mikill fjöldi barna sem hefur notið þessarar áfallahjálpar á þessu tímabili,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri BVS, og bætir við að á þessum tíma hafi verið þróuð aðferðafræði sem byggt verður á, og sannast hafi að lögregla og barnaverndarstarfsmenn geti unnið mjög vel saman. Tilraunaverkefnið hafi slípað það samstarf og auðveldi frekari samvinnu. Bragi segir að barnaverndarnefndirnar á höfuðborgarsvæðinu séu að ljúka við að koma á sameiginlegum bakvöktum allan sólarhringinn. Það gerir það kleift að kalla til tvo starfsmenn nefndanna í þeim aðstæðum þegar börn eru á heimili þar sem ofbeldi er beitt. Því standi væntingar til þess að haldið verði uppi sömu þjónustu og undanfarna mánuði til langrar framtíðar. Bragi Guðbrandsson Líf og dauði Fréttablaðið fjallaði um tilraunaverkefni BVS þegar því hafði verið haldið úti í eitt ár, eða í september í fyrra. Þá þegar hafði sérfræðingur komið að nokkrum tilvikum þar sem konum höfðu verið veittir alvarlegir áverkar; jafnvel lífshættulegir. Fimm af 35 konum þurftu að leita sér aðstoðar á Bráðamóttöku Landspítala (LSH) fyrstu sex mánuðina sem verkefnið stóð yfir. Þá hafði Bragi þetta að segja um starfið: „Í ljósi óhugnaðarins sem þessi börn upplifa, er það fráleitt að þetta skuli ekki hafa verið í viðunandi horfi í gegnum árin. Það dettur engum annað í hug en að hjálpa barni sem hefur verið beitt líkamlegu ofbeldi. Hvers vegna ættum við ekki að tryggja bráðaþjónustu til barna sem eru limlest á sálinni? Málið snýst einfaldlega um geðheilsu þessara barna og framtíð þeirra alla.“Barnahús lykillinn Varðandi meðferðarþáttinn þá stendur til að stækka Barnahús og fjölga fagfólki þar innandyra. „Við vonumst til að geta boðið börnum sem hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og/eða orðið vitni að heimilisofbeldi upp á áfallameðferð á vettvangi Barnahúss, en áður sinnti sérfræðingur okkar þeirri vinnu. Þetta er framtíðarsýnin og er í pípunum núna,“ segir Bragi og vísar til samþykktar fyrri ríkisstjórnar um uppbyggingu Barnahúss og 110 milljóna króna fjárveitingar sem var eyrnamerkt verkefninu. „Þetta er í vinnslu og bíður afgreiðslu hjá nýjum ráðherra. En ég vænti þess að þetta nái fram að ganga þar sem góð samstaða var um þetta á þinginu í vetur sem leið.“ Bragi segir að í raun sé að verða skipulagsbreyting með því að barnaverndarnefndirnar fóstri verkefnið. „Þetta er í raun langþráður draumur sem er að verða að veruleika því þessi þjónusta er þeirra lögbundna hlutverk; að sinna þessum útköllum og bregðast við með fullnægjandi hætti. Það fer ekki vel á því að BVS, sem fer með eftirlit með því að barnaverndarnefndirnar ræki sínar skyldur samkvæmt lögum, annist svona þjónustu. Þetta eru því merk tímamót þótt ég hafi ekki fengið á hreint hvenær þetta starf hefst. Ég vænti þess að barnaverndarnefndirnar bregðist strax við,“ segir Bragi. Verkefni Barnaverndarstofu í hnotskurn Að veita sérhæfða þjónustu fyrir börn sem búa við að ofbeldi hefur verið þáttur í heimilislífi þeirra Sérfræðingur sinnti einungis málum barna sem verða vitni að eða eru viðstödd ofbeldi á milli foreldra á heimili sínu og lögregla er kölluð á staðinn. Tilraunaverkefnið náði til barna 18 ára og yngri eins og barnaverndarlög kveða á um. Sérhæfður starfsmaður Barnaverndarstofu brást við tilkynningu frá lögreglu eftir klukkan 16 virka daga og um helgar. Starfssvið sérfræðings var að ræða við barnið eða börnin og kanna líðan þeirra, upplifun og viðhorf; leggja svo mat á þörf barnanna fyrir áfallahjálp og veita þeim meðferðarviðtöl eins fljótt og auðið var. Verkefnið hófst 15. september 2011, fyrst til sex mánaða. Verkefnið var síðan framlengt til 31. desember 2012 og aftur til 1. júní 2013. Samstarfsaðilar Barnaverndarstofu voru lögreglan og barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu. 1. júní færðust bakvaktir vegna heimilisofbeldismála alfarið til barnaverndarnefnda á ný.
Tengdar fréttir Sálgæslu barna verður að efla Aðeins í Reykjavík er bakvaktaþjónustu barnaverndarnefndar haldið úti allan sólarhringinn. Forstjóri Barnaverndarstofu segir þjónustuna víða með öllu óviðunandi. Rætt er um sameiginlega bakvakt alls höfuðborgarsvæðisins. 3. september 2012 04:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Sjá meira
Sálgæslu barna verður að efla Aðeins í Reykjavík er bakvaktaþjónustu barnaverndarnefndar haldið úti allan sólarhringinn. Forstjóri Barnaverndarstofu segir þjónustuna víða með öllu óviðunandi. Rætt er um sameiginlega bakvakt alls höfuðborgarsvæðisins. 3. september 2012 04:00