Unglingaball með víni tekjuleið fyrir reiðhöll 6. júní 2013 07:00 Reksturinn er í járnum og hestamannafélögin skjóta stoðum undir fjárhaginn með balli síðasta vetrardag. Mynd/Faxaborg „Það er óásættanlegt að börnum sé boðið upp á þær aðstæður að vera með fullorðnum á böllum þar sem má vera með vín á flöskum,“ segir Inga Vildís Bjarnadóttir úr samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð. Forvarnarhópurinn gagnrýnir svokölluð „flöskuböll“ í reiðhöllinni í Faxaborg þar sem gestir mega hafa með sér áfengi og þar sem aldurstakmarkið er aðeins sextán ár. Hestamannafélögin Skuggi í Borgarnesi og Faxi í Borgarbyggð reka Faxaborg, sem að stærstum hluta er í eigu sveitarfélagsins. Eftir ábendingu frá forvarnarhópnum í fyrra setti Borgarbyggð reglur um að börn yngri en átján ára mættu ekki sækja dansleiki í húsnæði sem sveitarfélagið á nema í fylgd með fullorðnum. Síðasti dansleikurinn í Faxaborg með sextán ára aldurstakmarki var með Páli Óskari á síðasta vetrardag. Forvarnarhópurinn hefur aftur óskað eftir íhlutun sveitarfélagsins. „Við erum ekki að tala um að það sé hræðilegt að detta í það einu sinni heldur til hvers það leiðir. Og við viljum ekki að sveitarfélagið bjóði upp á þær aðstæður. Ekki er Reykjavíkurborg að halda úti húsnæði þar sem sextán ára krakkar eru velkomnir inn á böll þar sem áfengi flýtur,“ segir Inga Vildís. „Þetta eru engin lög og við ákváðum að hunsa þetta,“ segir Kolbeinn Magnússon, formaður stjórnar Seláss, rekstrarfélags Faxaborgar. Alger einhugur hafi verið um málið hjá hestamannafélögunum. Að sögn Kolbeins er um að ræða tvo dansleiki á ári, svokallaða Sauðamessu Borgnesinga í október og ball sem reiðhöllin heldur sjálf í fjáröflunarskyni á síðasta vetrardag. „Við verðum að halda okkur á fullu gasi til að missa ekki höllina heldur koma henni á réttan kjöl,“ segir Kolbeinn og undirstrikar að ballið síðasta vetrardag hafi verið auglýst með leyfi sýslumanns. „Við ákváðum að fara ekki að þessum tilmælum þeirra og vera í staðinn með mjög öflugt eftirlit. Krakkarnir voru til algerrar fyrirmyndar,“ segir Kolbeinn. „Okkur persónulega, mér og mörgum fleiri, finnst þessi forvarnarhópur fari offari. Eru ekki sextán ára krakkar betur komnir undir eftirliti á samkomu en hangandi í sjoppum og húsasundum?“ Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Fleiri fréttir Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Sjá meira
„Það er óásættanlegt að börnum sé boðið upp á þær aðstæður að vera með fullorðnum á böllum þar sem má vera með vín á flöskum,“ segir Inga Vildís Bjarnadóttir úr samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð. Forvarnarhópurinn gagnrýnir svokölluð „flöskuböll“ í reiðhöllinni í Faxaborg þar sem gestir mega hafa með sér áfengi og þar sem aldurstakmarkið er aðeins sextán ár. Hestamannafélögin Skuggi í Borgarnesi og Faxi í Borgarbyggð reka Faxaborg, sem að stærstum hluta er í eigu sveitarfélagsins. Eftir ábendingu frá forvarnarhópnum í fyrra setti Borgarbyggð reglur um að börn yngri en átján ára mættu ekki sækja dansleiki í húsnæði sem sveitarfélagið á nema í fylgd með fullorðnum. Síðasti dansleikurinn í Faxaborg með sextán ára aldurstakmarki var með Páli Óskari á síðasta vetrardag. Forvarnarhópurinn hefur aftur óskað eftir íhlutun sveitarfélagsins. „Við erum ekki að tala um að það sé hræðilegt að detta í það einu sinni heldur til hvers það leiðir. Og við viljum ekki að sveitarfélagið bjóði upp á þær aðstæður. Ekki er Reykjavíkurborg að halda úti húsnæði þar sem sextán ára krakkar eru velkomnir inn á böll þar sem áfengi flýtur,“ segir Inga Vildís. „Þetta eru engin lög og við ákváðum að hunsa þetta,“ segir Kolbeinn Magnússon, formaður stjórnar Seláss, rekstrarfélags Faxaborgar. Alger einhugur hafi verið um málið hjá hestamannafélögunum. Að sögn Kolbeins er um að ræða tvo dansleiki á ári, svokallaða Sauðamessu Borgnesinga í október og ball sem reiðhöllin heldur sjálf í fjáröflunarskyni á síðasta vetrardag. „Við verðum að halda okkur á fullu gasi til að missa ekki höllina heldur koma henni á réttan kjöl,“ segir Kolbeinn og undirstrikar að ballið síðasta vetrardag hafi verið auglýst með leyfi sýslumanns. „Við ákváðum að fara ekki að þessum tilmælum þeirra og vera í staðinn með mjög öflugt eftirlit. Krakkarnir voru til algerrar fyrirmyndar,“ segir Kolbeinn. „Okkur persónulega, mér og mörgum fleiri, finnst þessi forvarnarhópur fari offari. Eru ekki sextán ára krakkar betur komnir undir eftirliti á samkomu en hangandi í sjoppum og húsasundum?“
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Fleiri fréttir Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent