Unglingaball með víni tekjuleið fyrir reiðhöll 6. júní 2013 07:00 Reksturinn er í járnum og hestamannafélögin skjóta stoðum undir fjárhaginn með balli síðasta vetrardag. Mynd/Faxaborg „Það er óásættanlegt að börnum sé boðið upp á þær aðstæður að vera með fullorðnum á böllum þar sem má vera með vín á flöskum,“ segir Inga Vildís Bjarnadóttir úr samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð. Forvarnarhópurinn gagnrýnir svokölluð „flöskuböll“ í reiðhöllinni í Faxaborg þar sem gestir mega hafa með sér áfengi og þar sem aldurstakmarkið er aðeins sextán ár. Hestamannafélögin Skuggi í Borgarnesi og Faxi í Borgarbyggð reka Faxaborg, sem að stærstum hluta er í eigu sveitarfélagsins. Eftir ábendingu frá forvarnarhópnum í fyrra setti Borgarbyggð reglur um að börn yngri en átján ára mættu ekki sækja dansleiki í húsnæði sem sveitarfélagið á nema í fylgd með fullorðnum. Síðasti dansleikurinn í Faxaborg með sextán ára aldurstakmarki var með Páli Óskari á síðasta vetrardag. Forvarnarhópurinn hefur aftur óskað eftir íhlutun sveitarfélagsins. „Við erum ekki að tala um að það sé hræðilegt að detta í það einu sinni heldur til hvers það leiðir. Og við viljum ekki að sveitarfélagið bjóði upp á þær aðstæður. Ekki er Reykjavíkurborg að halda úti húsnæði þar sem sextán ára krakkar eru velkomnir inn á böll þar sem áfengi flýtur,“ segir Inga Vildís. „Þetta eru engin lög og við ákváðum að hunsa þetta,“ segir Kolbeinn Magnússon, formaður stjórnar Seláss, rekstrarfélags Faxaborgar. Alger einhugur hafi verið um málið hjá hestamannafélögunum. Að sögn Kolbeins er um að ræða tvo dansleiki á ári, svokallaða Sauðamessu Borgnesinga í október og ball sem reiðhöllin heldur sjálf í fjáröflunarskyni á síðasta vetrardag. „Við verðum að halda okkur á fullu gasi til að missa ekki höllina heldur koma henni á réttan kjöl,“ segir Kolbeinn og undirstrikar að ballið síðasta vetrardag hafi verið auglýst með leyfi sýslumanns. „Við ákváðum að fara ekki að þessum tilmælum þeirra og vera í staðinn með mjög öflugt eftirlit. Krakkarnir voru til algerrar fyrirmyndar,“ segir Kolbeinn. „Okkur persónulega, mér og mörgum fleiri, finnst þessi forvarnarhópur fari offari. Eru ekki sextán ára krakkar betur komnir undir eftirliti á samkomu en hangandi í sjoppum og húsasundum?“ Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Sjá meira
„Það er óásættanlegt að börnum sé boðið upp á þær aðstæður að vera með fullorðnum á böllum þar sem má vera með vín á flöskum,“ segir Inga Vildís Bjarnadóttir úr samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð. Forvarnarhópurinn gagnrýnir svokölluð „flöskuböll“ í reiðhöllinni í Faxaborg þar sem gestir mega hafa með sér áfengi og þar sem aldurstakmarkið er aðeins sextán ár. Hestamannafélögin Skuggi í Borgarnesi og Faxi í Borgarbyggð reka Faxaborg, sem að stærstum hluta er í eigu sveitarfélagsins. Eftir ábendingu frá forvarnarhópnum í fyrra setti Borgarbyggð reglur um að börn yngri en átján ára mættu ekki sækja dansleiki í húsnæði sem sveitarfélagið á nema í fylgd með fullorðnum. Síðasti dansleikurinn í Faxaborg með sextán ára aldurstakmarki var með Páli Óskari á síðasta vetrardag. Forvarnarhópurinn hefur aftur óskað eftir íhlutun sveitarfélagsins. „Við erum ekki að tala um að það sé hræðilegt að detta í það einu sinni heldur til hvers það leiðir. Og við viljum ekki að sveitarfélagið bjóði upp á þær aðstæður. Ekki er Reykjavíkurborg að halda úti húsnæði þar sem sextán ára krakkar eru velkomnir inn á böll þar sem áfengi flýtur,“ segir Inga Vildís. „Þetta eru engin lög og við ákváðum að hunsa þetta,“ segir Kolbeinn Magnússon, formaður stjórnar Seláss, rekstrarfélags Faxaborgar. Alger einhugur hafi verið um málið hjá hestamannafélögunum. Að sögn Kolbeins er um að ræða tvo dansleiki á ári, svokallaða Sauðamessu Borgnesinga í október og ball sem reiðhöllin heldur sjálf í fjáröflunarskyni á síðasta vetrardag. „Við verðum að halda okkur á fullu gasi til að missa ekki höllina heldur koma henni á réttan kjöl,“ segir Kolbeinn og undirstrikar að ballið síðasta vetrardag hafi verið auglýst með leyfi sýslumanns. „Við ákváðum að fara ekki að þessum tilmælum þeirra og vera í staðinn með mjög öflugt eftirlit. Krakkarnir voru til algerrar fyrirmyndar,“ segir Kolbeinn. „Okkur persónulega, mér og mörgum fleiri, finnst þessi forvarnarhópur fari offari. Eru ekki sextán ára krakkar betur komnir undir eftirliti á samkomu en hangandi í sjoppum og húsasundum?“
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Sjá meira