Erlent

Kjósendurnir höfnuðu Grillo

ÞJ skrifar
Grínistinn Beppe Grillo fékk ekki sama meðbyr í sveitarstjórnarkosningunum á Ítalíu og hann fékk í þingkosningunum.
Grínistinn Beppe Grillo fékk ekki sama meðbyr í sveitarstjórnarkosningunum á Ítalíu og hann fékk í þingkosningunum. Mynd/ AP

Fimm stjörnu hreyfing grínistans Beppe Grillo fataðist flugið nokkuð í sveitarstjórnarkosningum á Ítalíu í vikunni.

Eftir að hafa komið eins og stormsveipur inn á stjórnmálasviðið í þingkosningum í febrúar, þar sem hún fékk um fjórðung atkvæða, náðu Grillo og félagar nú ekki að sigra í neinum stærri kosningaslag.

Í borgarstjórakjörinu í Róm hafnaði hreyfingin í þriðja sæti á eftir stóru flokkunum tveimur. Grillo sagði þessar kosningar sýna að tvær Ítalíur væru til. Annars vegar elítan sem stæði vörð um ríkjandi ástand og hins vegar þeir sem lifa í óvissu vegna kreppunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×