Vítin til vandræða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2013 06:45 Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, var hetja sinna manna þegar hann varði víti Blikans Árna Vilhjálmssonar rétt fyrir leikslok í 1-0 sigri FH á Breiðabliki í Kópavogi. Róbert var einn af þremur markvörðum sem vörðu vítaspyrnu í 4. umferðinni en hinir voru Bjarni Þórður Halldórsson hjá Fylki og David Preece hjá Keflavík. Nú er svo komið að fjórar síðustu vítaspyrnur hafa ekki skilað marki og vítanýtingin í fyrstu fjórum umferðunum er því aðeins 28,6 prósent. Það er ekki nóg með að fimm vítaspyrnur hafi mislukkast heldur hafa þessir tveir leikmenn sem hafa náð að skora út víti í sumar, Kristinn Freyr Sigurðsson hjá Val og Jóhann Birnir Guðmundsson hjá Keflavík, báðir klikkað á víti. Blikar hafa klikkað á báðum sínum vítum og hafa ekki skorað úr vítaspyrnu síðan 22. maí 2011. Finnur Orri Margeirsson klikkaði á eina víti liðsins í fyrra og það má giska á að þjálfarinn Ólafur Kristjánsson skipuleggi vítakeppnir á næstu æfingum. Valur og Keflavík hafa líka fengið tvö víti og Fylkismenn fengu sitt fyrsta víti í síðasta leik. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir vítaspyrnur og nýtingu þeirra frá því að deildin innihélt fyrst tólf lið sumarið 2008. Þar sést að vítaskytturnar hafa farið vel af stað undanfarin ár og sumarið í ár sker sig mikið úr. Ekki er þó hægt að alhæfa um allar vítaskyttur deildarinnar þrátt fyrir þessa slöku byrjun því aðeins fjögur af tólf liðum Pepsi-deildarinnar hafa fengið víti. Nú er að sjá hvort hin átta liðin komi nú til bjargar og rífi nýtinguna eitthvað upp í næstu umferðum. Vítin í umferðum 1 til 4 í Pepsi-deild karla 20131. umferð 06.5.2013Fylkir-Valur 63. mín Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur - mark2. umferð 12.5.2013ÍBV - Breiðablik 60. mín. Sverrir Ingi Ingason, Breiðabliki - stöng3. umferð 16.5.2012Víkingur Ó-Keflavík 69. mín. Jóhann Birnir Guðmundsson, Keflavík - mark3. umferð 16.5.2012Valur-Fram 83. mín. Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur - stöng4. umferð 20.5.2012Keflavík-Fylkir 43. mín. Viðar Örn Kjartansson, Fylki - varið 53. mín. Jóhann Birnir Guðmundsson, Keflavík - varið4. umferð 21.5 2012Breiðablik - FH 89. mín Árni Vilhjálmsson, Breiðabliki - varið Það er hægt að sjá öll þessi sjö víti með því að smella hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, var hetja sinna manna þegar hann varði víti Blikans Árna Vilhjálmssonar rétt fyrir leikslok í 1-0 sigri FH á Breiðabliki í Kópavogi. Róbert var einn af þremur markvörðum sem vörðu vítaspyrnu í 4. umferðinni en hinir voru Bjarni Þórður Halldórsson hjá Fylki og David Preece hjá Keflavík. Nú er svo komið að fjórar síðustu vítaspyrnur hafa ekki skilað marki og vítanýtingin í fyrstu fjórum umferðunum er því aðeins 28,6 prósent. Það er ekki nóg með að fimm vítaspyrnur hafi mislukkast heldur hafa þessir tveir leikmenn sem hafa náð að skora út víti í sumar, Kristinn Freyr Sigurðsson hjá Val og Jóhann Birnir Guðmundsson hjá Keflavík, báðir klikkað á víti. Blikar hafa klikkað á báðum sínum vítum og hafa ekki skorað úr vítaspyrnu síðan 22. maí 2011. Finnur Orri Margeirsson klikkaði á eina víti liðsins í fyrra og það má giska á að þjálfarinn Ólafur Kristjánsson skipuleggi vítakeppnir á næstu æfingum. Valur og Keflavík hafa líka fengið tvö víti og Fylkismenn fengu sitt fyrsta víti í síðasta leik. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir vítaspyrnur og nýtingu þeirra frá því að deildin innihélt fyrst tólf lið sumarið 2008. Þar sést að vítaskytturnar hafa farið vel af stað undanfarin ár og sumarið í ár sker sig mikið úr. Ekki er þó hægt að alhæfa um allar vítaskyttur deildarinnar þrátt fyrir þessa slöku byrjun því aðeins fjögur af tólf liðum Pepsi-deildarinnar hafa fengið víti. Nú er að sjá hvort hin átta liðin komi nú til bjargar og rífi nýtinguna eitthvað upp í næstu umferðum. Vítin í umferðum 1 til 4 í Pepsi-deild karla 20131. umferð 06.5.2013Fylkir-Valur 63. mín Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur - mark2. umferð 12.5.2013ÍBV - Breiðablik 60. mín. Sverrir Ingi Ingason, Breiðabliki - stöng3. umferð 16.5.2012Víkingur Ó-Keflavík 69. mín. Jóhann Birnir Guðmundsson, Keflavík - mark3. umferð 16.5.2012Valur-Fram 83. mín. Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur - stöng4. umferð 20.5.2012Keflavík-Fylkir 43. mín. Viðar Örn Kjartansson, Fylki - varið 53. mín. Jóhann Birnir Guðmundsson, Keflavík - varið4. umferð 21.5 2012Breiðablik - FH 89. mín Árni Vilhjálmsson, Breiðabliki - varið Það er hægt að sjá öll þessi sjö víti með því að smella hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira