Ríó kitlar Kobba Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2013 06:00 Jakob Jóhann á Íslandsmetin í 50, 100 og 200 metra bringusundi bæði í 25 og 50 metra laug. Fréttablaðið/Anton Fjarvera Jakobs Jóhanns Sveinssonar á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug um liðna helgi vakti athygli. Sundmaðurinn þrítugi hefur verið fastagestur á mótinu frá unga aldri en nú gengur skólinn fyrir. „Hefði ég ekki verið svo upptekinn í skólanum hefði örugglega verið skrítið að sitja heima og gera ekki neitt,“ segir Jakob sem nemur umhverfis- og byggingaverkfræði við Háskóla Íslands. Hann er í skólanum allan daginn en heldur sér þó í góðu formi. „Ég lyfti þrisvar í viku, syndi þrisvar í viku og fer í fimleika þrisvar í viku,“ segir Jakob en leggur áherslu á að hann sé bara að leika sér. Hvernig níu æfingar í viku geti flokkast sem leikur er líklega erfitt fyrir alla að skilja nema þá sem þekkja til Jakobs. Agi og metnaður hafa einkennt hans sundferil enda er hann einn fimm Íslendinga sem farið hafa fjórum sinnum á Ólympíuleika fyrir Íslands hönd. Heyrst hefur að Jakob Jóhann stefni ótrauður á leikana í Ríó 2016 en hann vill þó spara yfirlýsingarnar að sinni. „Ég hef sagt það en ég er að sjá til. Það er mjög freistandi að fara þangað,“ segir Jakob. Hann er að skoða hvernig hann geti æft öðruvísi fram að leikunum. Hvað hann geti gert betur og sækir í reynslubanka íþróttafólks í sundinu, lyftingunum og fimleikunum í þeim tilgangi. „Það er oft þannig þegar íþróttafólk hættir, að það hugsar hvernig það hefði getað gert hlutina öðruvísi,“ segir Jakob. Hann viðurkennir að það kitli að verða fyrsti Íslendingurinn til að fara á fimm Ólympíuleika. Hann myndi ekki aðeins skrá sig í sögubækurnar hér á landi því aðeins sjö sundmenn og sex sundkonur hafa farið svo oft á leikana. „Nú hugsar maður bara um skólann. Ef hann gengur vel getur maður haldið áfram,“ segir Jakob, sem hefur tekið einn og einn áfanga í náminu undanfarin ár. Nú er hann svo gott sem búinn með námsefni fyrsta ársins og í fullu námi á öðru ári. Hann stefnir á að klára umhverfisverkfræðina og fara í meistaranám í landslagsskipulagi. Sundið er þó langt í frá komið á hilluna. „Þegar maður er að hvíla sig getur maður séð alla þá hluti sem maður gæti gert betur.“ Sund Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Fjarvera Jakobs Jóhanns Sveinssonar á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug um liðna helgi vakti athygli. Sundmaðurinn þrítugi hefur verið fastagestur á mótinu frá unga aldri en nú gengur skólinn fyrir. „Hefði ég ekki verið svo upptekinn í skólanum hefði örugglega verið skrítið að sitja heima og gera ekki neitt,“ segir Jakob sem nemur umhverfis- og byggingaverkfræði við Háskóla Íslands. Hann er í skólanum allan daginn en heldur sér þó í góðu formi. „Ég lyfti þrisvar í viku, syndi þrisvar í viku og fer í fimleika þrisvar í viku,“ segir Jakob en leggur áherslu á að hann sé bara að leika sér. Hvernig níu æfingar í viku geti flokkast sem leikur er líklega erfitt fyrir alla að skilja nema þá sem þekkja til Jakobs. Agi og metnaður hafa einkennt hans sundferil enda er hann einn fimm Íslendinga sem farið hafa fjórum sinnum á Ólympíuleika fyrir Íslands hönd. Heyrst hefur að Jakob Jóhann stefni ótrauður á leikana í Ríó 2016 en hann vill þó spara yfirlýsingarnar að sinni. „Ég hef sagt það en ég er að sjá til. Það er mjög freistandi að fara þangað,“ segir Jakob. Hann er að skoða hvernig hann geti æft öðruvísi fram að leikunum. Hvað hann geti gert betur og sækir í reynslubanka íþróttafólks í sundinu, lyftingunum og fimleikunum í þeim tilgangi. „Það er oft þannig þegar íþróttafólk hættir, að það hugsar hvernig það hefði getað gert hlutina öðruvísi,“ segir Jakob. Hann viðurkennir að það kitli að verða fyrsti Íslendingurinn til að fara á fimm Ólympíuleika. Hann myndi ekki aðeins skrá sig í sögubækurnar hér á landi því aðeins sjö sundmenn og sex sundkonur hafa farið svo oft á leikana. „Nú hugsar maður bara um skólann. Ef hann gengur vel getur maður haldið áfram,“ segir Jakob, sem hefur tekið einn og einn áfanga í náminu undanfarin ár. Nú er hann svo gott sem búinn með námsefni fyrsta ársins og í fullu námi á öðru ári. Hann stefnir á að klára umhverfisverkfræðina og fara í meistaranám í landslagsskipulagi. Sundið er þó langt í frá komið á hilluna. „Þegar maður er að hvíla sig getur maður séð alla þá hluti sem maður gæti gert betur.“
Sund Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira