Er svo ekta íslenskt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2013 00:01 Mynd/Stefán Ragga Gísla er á leiðinni á rokkhátíðina Aldrei fór ég suður, í fyrsta skipti á ævinni. Þar ætlar hún að syngja nokkur lög með Fjallabræðrum, meðal annars eitt nýtt úr eigin smiðju, Þetta er ást. Ég hef aldrei farið áður á rokkhátíðina á Ísafirði en það hafa eiginlega allir gert sem ég þekki. Ég er búin að vera á leiðinni í mörg ár svo það hlaut að koma að því," segir Ragga Gísla, sem einmitt er á leiðinni vestur á Ísafjörð í dag á Aldrei fór ég suður. „Rokkstjórinn, hann Jón Þór, hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að syngja með karlakórnum Fjallabræðrum og ég sló til. Svo samdi ég lag í framhaldinu handa okkur, bara þegar við vorum að búa til prógrammið, og fékk vinkonu mína, Steinunni Þorvalds, til að semja texta." Ragga segir Fjallabræður flottan kór og skemmtilegan og með honum spili frábært band, sem kenni sig við kórinn. „Þar eru tveir úrvals trommarar, bassi og hljómborðsleikari. Kórstjórinn, Halldór Gunnar Pálsson, er svo mikill rokkari að hann er með rafmagnsgítar og stjórnar með honum. Svo er skrautfjöðrin, Unnur Birna fiðluleikari. Hún puntar nú ekkert smá upp á. Það er logandi gaman að taka þátt í þessu verkefni." Spurð hvort stífar æfingar hafi farið fram svarar Ragga. „Ég held ég sé búin að fara á tvær, þrjár æfingar. Þetta eru lög sem ég kann og allt bara small hjá okkur. Stundum gerist það og stundum ekki. Strákarnir eru svo góðir, þeir eru með tónlistina í blóðinu." Hún býst við að koma fram í stórri skemmu. „Þetta er svo stór kór og trommararnir tveir í bandinu taka sitt pláss," segir hún. Ætlar þú að fljúga vestur? „Já, á Fokkernum, þrátt fyrir að framleiðendur hans segi hann ekki hæfan til að lenda þar, vegna þrengsla í aðfluginu. En ég hef oft flogið til Ísafjarðar þannig að ég kannast alveg við það þegar við strjúkum vængjunum utan í klettabeltin. Íslenskir flugmenn vinna kraftaverk oft á dag." Ragga kveðst hafa hlakkað til Ísafjarðarferðarinnar frá því hún kom fyrst til tals. „Ég held það verði magnað að upplifa þá stemningu sem ríkir í bæjarfélaginu um þessa helgi. Þetta er svo alvöru íslenskt. Þessi eldmóður sem er í okkur Íslendingum og þarf að halda við. Ég tel líka að Ísfirðingar beri virðingu fyrir sér og umhverfi sínu og það ætti að vera til eftirbreytni fyrir okkur hin." Fer Birkir með þér? „Já, hann fílar þetta í tætlur. Fer með mér á allar tónlistarhátíðir og ég fer með honum á fótboltaleiki. Það er frábært þegar áhugamálin eru þau sömu. Þetta er ást." Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
Ragga Gísla er á leiðinni á rokkhátíðina Aldrei fór ég suður, í fyrsta skipti á ævinni. Þar ætlar hún að syngja nokkur lög með Fjallabræðrum, meðal annars eitt nýtt úr eigin smiðju, Þetta er ást. Ég hef aldrei farið áður á rokkhátíðina á Ísafirði en það hafa eiginlega allir gert sem ég þekki. Ég er búin að vera á leiðinni í mörg ár svo það hlaut að koma að því," segir Ragga Gísla, sem einmitt er á leiðinni vestur á Ísafjörð í dag á Aldrei fór ég suður. „Rokkstjórinn, hann Jón Þór, hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að syngja með karlakórnum Fjallabræðrum og ég sló til. Svo samdi ég lag í framhaldinu handa okkur, bara þegar við vorum að búa til prógrammið, og fékk vinkonu mína, Steinunni Þorvalds, til að semja texta." Ragga segir Fjallabræður flottan kór og skemmtilegan og með honum spili frábært band, sem kenni sig við kórinn. „Þar eru tveir úrvals trommarar, bassi og hljómborðsleikari. Kórstjórinn, Halldór Gunnar Pálsson, er svo mikill rokkari að hann er með rafmagnsgítar og stjórnar með honum. Svo er skrautfjöðrin, Unnur Birna fiðluleikari. Hún puntar nú ekkert smá upp á. Það er logandi gaman að taka þátt í þessu verkefni." Spurð hvort stífar æfingar hafi farið fram svarar Ragga. „Ég held ég sé búin að fara á tvær, þrjár æfingar. Þetta eru lög sem ég kann og allt bara small hjá okkur. Stundum gerist það og stundum ekki. Strákarnir eru svo góðir, þeir eru með tónlistina í blóðinu." Hún býst við að koma fram í stórri skemmu. „Þetta er svo stór kór og trommararnir tveir í bandinu taka sitt pláss," segir hún. Ætlar þú að fljúga vestur? „Já, á Fokkernum, þrátt fyrir að framleiðendur hans segi hann ekki hæfan til að lenda þar, vegna þrengsla í aðfluginu. En ég hef oft flogið til Ísafjarðar þannig að ég kannast alveg við það þegar við strjúkum vængjunum utan í klettabeltin. Íslenskir flugmenn vinna kraftaverk oft á dag." Ragga kveðst hafa hlakkað til Ísafjarðarferðarinnar frá því hún kom fyrst til tals. „Ég held það verði magnað að upplifa þá stemningu sem ríkir í bæjarfélaginu um þessa helgi. Þetta er svo alvöru íslenskt. Þessi eldmóður sem er í okkur Íslendingum og þarf að halda við. Ég tel líka að Ísfirðingar beri virðingu fyrir sér og umhverfi sínu og það ætti að vera til eftirbreytni fyrir okkur hin." Fer Birkir með þér? „Já, hann fílar þetta í tætlur. Fer með mér á allar tónlistarhátíðir og ég fer með honum á fótboltaleiki. Það er frábært þegar áhugamálin eru þau sömu. Þetta er ást."
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira