Lífið

Hafði áhyggjur af blómunum

Paul Gascoigne óttaðist um líf sitt.
Paul Gascoigne óttaðist um líf sitt.
Fyrrverandi knattspyrnuhetjan Paul Gascoigne, sem er edrú þessa dagana eftir dvöl á meðferðarheimili í Bandaríkjunum, var hræddur um að hann myndi deyja fyrr í mánuðinum þegar hann var lagður inn á spítala í byrjun mánaðarins.

Gasgcoigne þjáðist af svo alvarlegum fráhvarfseinkennum fyrst um sinn að honum var vart hugað líf. „Ég heyrði einhvern inni á sjúkrastofunni segja að ég myndi líklega ekki lifa af,“ sagði Gascoigne í fyrsta sjónvarpsviðtali sínu á ITV-stöðinni eftir meðferðina.

„Ég grátbað hann um að láta mig ekki deyja því ég ætti eftir að vökva blómin. Mér fannst blómin skipta meiru máli. En blómin dóu og ég lifði af,“ bætti hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.