Erlent

Fékk Lapid og Bennett í stjórn

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Benjamín Netanjahú hefur myndað ríkisstjórn með Jaír Lapid og Naftali Bennett, nærri tveimur mánuðum eftir þingkosningarnar.

Lapid er leiðtogi nýja flokksins, Yesh Atid, en Bennett er leiðtogi flokksins Heimkynni gyðinga, sem vill efla landtöku Ísraela á herteknu svæðunum.

Reiknað er með að nýja stjórnin einbeiti sér að velferðarmálum innanlands en leggi litla áherslu á friðarviðræður við Palestínumenn.

Þetta er fyrsta ríkisstjórnin í meira en áratug sem strangtrúargyðingar taka ekki þátt í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×