Blikar alltaf viljugir að selja Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. mars 2013 08:30 Mynd/Anton Breiðablik hefur nú átt í viðræðum við félög í Hollandi og Belgíu í nokkurn tíma um að selja til þeirra þrjá unga knattspyrnumenn úr röðum félagsins. Þegar þau kaup ganga í gegn mun félagið hafa selt alls tólf leikmenn til atvinnumannaliða í Evrópu á einungis þremur árum. Markmið Breiðabliks er þó ekki endilega að koma leikmönnum út í atvinnumennsku, heldur er það fylgifiskur þess að halda úti öflugu starfi í yngri flokkum félagsins. Þetta segir Arnar Bill Gunnarsson, þjálfari 2. og 3. flokks karla hjá Breiðabliki. „Markmiðið hjá Breiðabliki er að vera sjálfbært félag. Við viljum að sem flestir leikmenn meistaraflokks karla og kvenna séu uppaldir Blikar," segir Arnar. „Þegar félagið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2010 var liðið fyrst og fremst skipað ungum og uppöldum leikmönnum. Síðasta sumar hafði það hlutfall stórminnkað og var það fyrst og fremst vegna þess að við höfðum selt marga leikmenn út og nánast tæmt úr okkar röðum," bætir hann við. Eins og sést á meðfylgjandi leikmannalista eru leikmenn seldir á mismunandi aldri frá félaginu. Þess má þó geta að enginn þeirra þriggja leikmanna sem eru á leiðinni út hefur spilað meistaraflokksleik á Íslandsmóti. Arnar Bill segir of snemmt að nafngreina þá nú, þar sem ekki sé búið að ganga endanlega frá samningum.Allir hafa fengið að fara „Við erum alltaf viljugir til að selja leikmenn, svo lengi sem það þjónar félaginu og leikmönnunum sjálfum. Það hefur aldrei gerst að leikmaður hafi ekki fengið að fara," sagði Arnar en bætir því þó við að félagið sætti sig ekki við hvaða verð sem er. Breiðablik nýtur góðs af því að vera staðsett í hverfi sem er ríkt af ungum fjölskyldum. Fjöldi iðkenda í yngri flokkum er því gríðarlega mikill. „Við erum með þúsund krakka í aldurshópnum sextán ára og yngri. Fjölmennustu flokkarnir eru með 150 stráka og 90 stelpur hver," segir Arnar Bill en brottfall í íþróttum er algengara eftir sextán ára aldurinn.Þarf að hlúa vel að öllum „Auðvitað njótum við góðs af því að vera með alla þessa krakka en það þarf samt að hlúa að þeim. Það gerum við með góðu skipulagi, markvissri vinnu og með vel menntaða þjálfara. Við höfum svo ávallt lagt áherslu á að þeir sem skara fram úr fái aukaæfingar og krefjandi verkefni eins og að æfa og keppa með eldri leikmönnum. Þá er það einnig stefna félagsins að ungir leikmenn fái tækifæri með meistaraflokkum þess," segir Arnar Bill. Hann segir þó að hinir sem ekki komist í úrvalshópinn séu ekki vanræktir. „Við gleymum þeim ekki og teljum að félagið sé að þjónusta þá líka á fullnægjandi máta. Enda væri ekki allur þessi fjöldi að æfa hjá okkur ef það væri ekki tilfellið." Það er þó ekki fyrr en á næstu árum sem þessi gríðarlegi fjöldi í yngri flokkunum mun skila sér upp í 2. flokk og svo meistaraflokk. „Við erum með aðeins 35 stráka í 2. flokki nú og sjáum því fram á að fá gríðarlega fjölgun í efstu flokkum á næstu árum. Það komast auðvitað ekki allir að í meistaraflokki en þetta verður vonandi til þess að það verða Blikar um allt land á næstu árum. Við myndum fagna því." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Breiðablik hefur nú átt í viðræðum við félög í Hollandi og Belgíu í nokkurn tíma um að selja til þeirra þrjá unga knattspyrnumenn úr röðum félagsins. Þegar þau kaup ganga í gegn mun félagið hafa selt alls tólf leikmenn til atvinnumannaliða í Evrópu á einungis þremur árum. Markmið Breiðabliks er þó ekki endilega að koma leikmönnum út í atvinnumennsku, heldur er það fylgifiskur þess að halda úti öflugu starfi í yngri flokkum félagsins. Þetta segir Arnar Bill Gunnarsson, þjálfari 2. og 3. flokks karla hjá Breiðabliki. „Markmiðið hjá Breiðabliki er að vera sjálfbært félag. Við viljum að sem flestir leikmenn meistaraflokks karla og kvenna séu uppaldir Blikar," segir Arnar. „Þegar félagið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2010 var liðið fyrst og fremst skipað ungum og uppöldum leikmönnum. Síðasta sumar hafði það hlutfall stórminnkað og var það fyrst og fremst vegna þess að við höfðum selt marga leikmenn út og nánast tæmt úr okkar röðum," bætir hann við. Eins og sést á meðfylgjandi leikmannalista eru leikmenn seldir á mismunandi aldri frá félaginu. Þess má þó geta að enginn þeirra þriggja leikmanna sem eru á leiðinni út hefur spilað meistaraflokksleik á Íslandsmóti. Arnar Bill segir of snemmt að nafngreina þá nú, þar sem ekki sé búið að ganga endanlega frá samningum.Allir hafa fengið að fara „Við erum alltaf viljugir til að selja leikmenn, svo lengi sem það þjónar félaginu og leikmönnunum sjálfum. Það hefur aldrei gerst að leikmaður hafi ekki fengið að fara," sagði Arnar en bætir því þó við að félagið sætti sig ekki við hvaða verð sem er. Breiðablik nýtur góðs af því að vera staðsett í hverfi sem er ríkt af ungum fjölskyldum. Fjöldi iðkenda í yngri flokkum er því gríðarlega mikill. „Við erum með þúsund krakka í aldurshópnum sextán ára og yngri. Fjölmennustu flokkarnir eru með 150 stráka og 90 stelpur hver," segir Arnar Bill en brottfall í íþróttum er algengara eftir sextán ára aldurinn.Þarf að hlúa vel að öllum „Auðvitað njótum við góðs af því að vera með alla þessa krakka en það þarf samt að hlúa að þeim. Það gerum við með góðu skipulagi, markvissri vinnu og með vel menntaða þjálfara. Við höfum svo ávallt lagt áherslu á að þeir sem skara fram úr fái aukaæfingar og krefjandi verkefni eins og að æfa og keppa með eldri leikmönnum. Þá er það einnig stefna félagsins að ungir leikmenn fái tækifæri með meistaraflokkum þess," segir Arnar Bill. Hann segir þó að hinir sem ekki komist í úrvalshópinn séu ekki vanræktir. „Við gleymum þeim ekki og teljum að félagið sé að þjónusta þá líka á fullnægjandi máta. Enda væri ekki allur þessi fjöldi að æfa hjá okkur ef það væri ekki tilfellið." Það er þó ekki fyrr en á næstu árum sem þessi gríðarlegi fjöldi í yngri flokkunum mun skila sér upp í 2. flokk og svo meistaraflokk. „Við erum með aðeins 35 stráka í 2. flokki nú og sjáum því fram á að fá gríðarlega fjölgun í efstu flokkum á næstu árum. Það komast auðvitað ekki allir að í meistaraflokki en þetta verður vonandi til þess að það verða Blikar um allt land á næstu árum. Við myndum fagna því."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira