ÍSÍ er ekki lokaður klúbbur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2013 08:00 Líney Rut mótmælir því að ÍSÍ standi í vegi fyrir íþróttagreinum sem vilja komast inn í ÍSÍ. Mynd/GVA Haraldur Dean Nelson, stjórnarmaður hjá Mjölni og faðir Gunnars Nelson, var harðorður í garð Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, í Fréttablaðinu í gær. Þá sagði hann ÍSÍ vera lokaðan klúbb sem hefði engan áhuga á íþróttum. Haraldur benti meðal annars á að lengi hefði verið reynt að koma brasilísku jújitsú inn í ÍSÍ án árangurs. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, er ekki sammála þessari gagnrýni Haralds. „Ég hef talað við Harald en hef reyndar ekki talað við hann í einhver ár núna. Brasilískt jújitsú er enn sem komið er ekki með neitt alþjóðasamband sem er viðurkennt af Alþjóða ólympíunefndinni og sama á við um MMA eða blandaðar bardagalistir. Þar af leiðandi eigum við mjög erfitt með að taka það upp. Ég veit svo heldur ekki til þess að það liggi núna inni formleg umsókn hjá okkur fyrir brasilískt jújitsú eða MMA," segir Líney og bætir við að íþróttir þurfi að vera Ólympíuíþróttir eða viðurkenndar af Alþjóða Ólympíunefndinni til þess að komast inn í ÍSÍ. „Jújitsú er viðurkennd íþrótt en brasilískt jújitsú er það ekki. Þetta er tvennt ólíkt."Allar íþróttir eiga möguleika Haraldur talaði um í viðtalinu að það væri erfitt að koma nýjum íþróttum inn í ÍSÍ og að sambandið sýndi nýjum íþróttum ekki áhuga. „Ég vil mótmæla því. Við vorum að viðurkenna rathlaup á síðasta ári. Svo eru akstursíþróttir og kraftlyftingar líka ný sambönd hjá okkur. Ef greinar eru viðurkenndar af alþjóðasamböndum og lyfjamál eru í lagi þá eiga allar íþróttir möguleika að komast inn. Ég held að sé ekki rétt að við séum lokaður klúbbur sem standi í vegi fyrir nýjum íþróttum. Íþróttagreinar þurfa einfaldlega að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur til þess að komast inn," segir Líney en hvernig stóð á því að ÍSÍ vísaði Haraldi og félögum á Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR, sem síðan sendi þá aftur yfir til ÍSÍ? „Íþróttir þurfa að vera aðili að héraðssambandi eða íþróttabandalagi eins og ÍBR. Til þess að komast inn í ÍBR þarf síðan að vera með viðurkennda íþróttagrein. Það kemur síðan í hlut ÍBR að sækja um hjá ÍSÍ með þá íþróttagrein."Verður að vera viðurkennd Líney ítrekar að til þess að eiga möguleika á því að komast inn í ÍSÍ þurfa að uppfylla lágmarkskröfur. „Íþróttagreinin verður að vera viðurkennd. Rathlaup er til að mynda viðurkennd íþróttagrein þó svo hún sé ekki með neitt sérsamband eða séríþróttagreinanefnd. Slík nefnd er undanfari að sérsambandi. Til að komast í þá stöðu þarftu að vera aðili að þremur íþróttahéruðum. Þegar þau eru orðin fimm er möguleiki á að verða sérsamband. Það þarf líka að vera lágmarksþáttökufjöldi í viðkomandi íþrótt sem mig minnir að sé í kringum 200." MMA eða blandaðar bardagaíþróttir eru umdeild íþróttagrein enda nokkuð ofbeldisfull. Haraldur talaði um að Mjölnismenn væru opnir fyrir því að keppa í MMA áhugamanna á Íslandi en þá yrði keppt með hlífðarbúnað á höfði, ekki ólíkt því sem gerist í ólympískum hnefaleikum. Líney bendir á að ekki þurfi allar íþróttir að falla undir Íþróttasambandið þó svo þær séu stundaðar af kappi hérlendis. „Sumt þarf ekki að heyra undir Íþróttasambandið og er bara fullkomlega gilt og gott þó svo það sé ekki þar. Það er ekki alslæmt að íþrótt sé ekki í ÍSÍ," segir Líney.Þarf að tryggja öryggi Hvað með reglugerðir fyrir þessar nýju íþróttir sem eru að spretta upp hér á landi á síðustu árum. Í hvaða verkahring á það að vera að búa til slíkar reglur? „Það er ákveðið regluverk í kringum ólympíska hnefaleika. Atvinnuhnefaleikar eru samt ekki leyfðir hér á landi. Það var skýrt af hálfu ríkisins er ólympískir hnefaleikar voru teknir upp að regluverkið yrði að vera í lagi, sérstaklega er varðar öryggisatriðin. Ég myndi segja að slíkt þyrfti líka að vera upp á teningnum í bardagaíþróttum, sérstaklega út frá heilsufarssjónarmiðum. Mér finnst að það þurfi að tryggja öryggi iðkenda. Þetta er kannski eitthvað sem þarf að skoða með ríkinu og við erum alveg til í það." Íþróttir Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Haraldur Dean Nelson, stjórnarmaður hjá Mjölni og faðir Gunnars Nelson, var harðorður í garð Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, í Fréttablaðinu í gær. Þá sagði hann ÍSÍ vera lokaðan klúbb sem hefði engan áhuga á íþróttum. Haraldur benti meðal annars á að lengi hefði verið reynt að koma brasilísku jújitsú inn í ÍSÍ án árangurs. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, er ekki sammála þessari gagnrýni Haralds. „Ég hef talað við Harald en hef reyndar ekki talað við hann í einhver ár núna. Brasilískt jújitsú er enn sem komið er ekki með neitt alþjóðasamband sem er viðurkennt af Alþjóða ólympíunefndinni og sama á við um MMA eða blandaðar bardagalistir. Þar af leiðandi eigum við mjög erfitt með að taka það upp. Ég veit svo heldur ekki til þess að það liggi núna inni formleg umsókn hjá okkur fyrir brasilískt jújitsú eða MMA," segir Líney og bætir við að íþróttir þurfi að vera Ólympíuíþróttir eða viðurkenndar af Alþjóða Ólympíunefndinni til þess að komast inn í ÍSÍ. „Jújitsú er viðurkennd íþrótt en brasilískt jújitsú er það ekki. Þetta er tvennt ólíkt."Allar íþróttir eiga möguleika Haraldur talaði um í viðtalinu að það væri erfitt að koma nýjum íþróttum inn í ÍSÍ og að sambandið sýndi nýjum íþróttum ekki áhuga. „Ég vil mótmæla því. Við vorum að viðurkenna rathlaup á síðasta ári. Svo eru akstursíþróttir og kraftlyftingar líka ný sambönd hjá okkur. Ef greinar eru viðurkenndar af alþjóðasamböndum og lyfjamál eru í lagi þá eiga allar íþróttir möguleika að komast inn. Ég held að sé ekki rétt að við séum lokaður klúbbur sem standi í vegi fyrir nýjum íþróttum. Íþróttagreinar þurfa einfaldlega að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur til þess að komast inn," segir Líney en hvernig stóð á því að ÍSÍ vísaði Haraldi og félögum á Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR, sem síðan sendi þá aftur yfir til ÍSÍ? „Íþróttir þurfa að vera aðili að héraðssambandi eða íþróttabandalagi eins og ÍBR. Til þess að komast inn í ÍBR þarf síðan að vera með viðurkennda íþróttagrein. Það kemur síðan í hlut ÍBR að sækja um hjá ÍSÍ með þá íþróttagrein."Verður að vera viðurkennd Líney ítrekar að til þess að eiga möguleika á því að komast inn í ÍSÍ þurfa að uppfylla lágmarkskröfur. „Íþróttagreinin verður að vera viðurkennd. Rathlaup er til að mynda viðurkennd íþróttagrein þó svo hún sé ekki með neitt sérsamband eða séríþróttagreinanefnd. Slík nefnd er undanfari að sérsambandi. Til að komast í þá stöðu þarftu að vera aðili að þremur íþróttahéruðum. Þegar þau eru orðin fimm er möguleiki á að verða sérsamband. Það þarf líka að vera lágmarksþáttökufjöldi í viðkomandi íþrótt sem mig minnir að sé í kringum 200." MMA eða blandaðar bardagaíþróttir eru umdeild íþróttagrein enda nokkuð ofbeldisfull. Haraldur talaði um að Mjölnismenn væru opnir fyrir því að keppa í MMA áhugamanna á Íslandi en þá yrði keppt með hlífðarbúnað á höfði, ekki ólíkt því sem gerist í ólympískum hnefaleikum. Líney bendir á að ekki þurfi allar íþróttir að falla undir Íþróttasambandið þó svo þær séu stundaðar af kappi hérlendis. „Sumt þarf ekki að heyra undir Íþróttasambandið og er bara fullkomlega gilt og gott þó svo það sé ekki þar. Það er ekki alslæmt að íþrótt sé ekki í ÍSÍ," segir Líney.Þarf að tryggja öryggi Hvað með reglugerðir fyrir þessar nýju íþróttir sem eru að spretta upp hér á landi á síðustu árum. Í hvaða verkahring á það að vera að búa til slíkar reglur? „Það er ákveðið regluverk í kringum ólympíska hnefaleika. Atvinnuhnefaleikar eru samt ekki leyfðir hér á landi. Það var skýrt af hálfu ríkisins er ólympískir hnefaleikar voru teknir upp að regluverkið yrði að vera í lagi, sérstaklega er varðar öryggisatriðin. Ég myndi segja að slíkt þyrfti líka að vera upp á teningnum í bardagaíþróttum, sérstaklega út frá heilsufarssjónarmiðum. Mér finnst að það þurfi að tryggja öryggi iðkenda. Þetta er kannski eitthvað sem þarf að skoða með ríkinu og við erum alveg til í það."
Íþróttir Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira