Santiago mun þyngri í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. febrúar 2013 07:00 Vígalegir Gunnar Nelson og Jorge Santiago við vigtunina í Lundúnum í gær. nordicphotos/getty Gunnar Nelson mætir í kvöld Brasilíumanninum Jorge Santiago á UFC-bardagakvöldi sem haldið verður með pompi og prakt í Wembley Arena í Lundúnum. Bardaginn er einn af aðalbardögum kvöldsins og hefur hans verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Kapparnir voru vigtaðir í gær og voru báðir í leyfilegri þyngd. Gunnar vó 169 pund (76,7 kg) og Santiago 170 pund (77,1 kg) sem er hámarksþyngd í veltivigt. Fyrir fram var talið að Santiago myndi eiga erfitt með að ná keppnisþyngdinni en hann hefur einnig keppt í næsta þyngdarflokki fyrir ofan. „Santiago hefur verið vel undirbúinn þar sem hann var hvort eð er að undirbúa sig fyrir bardaga í veltivigt," sagði Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, við Fréttablaðið í gær. Santiago var fenginn til að berjast við Gunnar með skömmum fyrirvara þar sem upphaflegur andstæðingur hans dró sig úr keppni vegna meiðsla. „En hann verður mun þyngri en Gunnar þegar þeir labba inn í hringinn," segir Haraldur. „Þessir kappar geta bætt á sig gríðarlegri þyngd á einum sólarhringi."Gunnar léttir sig lítið Gunnar léttir sig yfirleitt um 3-4 kg fyrir vigtun sem þykir lítið í þessum heimi. „Gunnar er yfirleitt að berjast í kringum 79-80 kg en það er ekki óþekkt að veltivigtarkappar séu allt að 90 kg þegar þeir stíga í hringinn. En því miður verða þeir ekki vigtaðir í kvöld og því ekki hægt að segja með vissu hver munurinn verður á þeim," segir Haraldur. Gunnar vakti gríðarlega athygli í frumraun sinni í UFC en þá vann hann sannfærandi sigur á DaMarques Johnson. Nú þegar er hann vel þekktur í þessum heimi Een Chael Sonnen, sem er þekktur UFC-bardagakappi, sagði í sjónvarpsútsendingu frá vigtuninni í gær að frumraun Gunnars væri ein sú allra glæsilegasta sem hann hefði séð nokkru sinni. „Gunnar á talsvert af aðdáendum hér úti og fær fullt af jákvæðum straumum. Það eru margir sérstaklega hrifnir af honum sem bardagamanni og hans bardagastíl. Það er ekki síður horft til þess en úrslita bardaganna og keppnisstíll Gunnar þykir einn og sér mjög áhugaverður," segir Haraldur. Gunnar með eindæmum rólegur Alls fara tólf bardagar fram í kvöld, þar af sex sem eru á aðaldagskránni. Við vigtunina í gær voru flestir kapparnir ófeimnir við að vekja á sér athygli með ýmsum tilburðum en Gunnar var með eindæmum rólegur og yfirvegaður. „Það er misjafnt hvernig menn eru í þessu en Gunnar er vissulega mjög rólegur. Það hefur vakið athygli bæði heima og hér úti. En þannig er hann bara að eðlisfari, bæði í kringum bardaga og dagsdaglega." Og pabbinn er ekki í nokkrum vafa um hvernig bardaginn í kvöld muni fara. „Gunnar mun vinna þennan bardaga. Ég hef gríðarlega trú á honum," segir hann án þess að hika. Íþróttir Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Gunnar Nelson mætir í kvöld Brasilíumanninum Jorge Santiago á UFC-bardagakvöldi sem haldið verður með pompi og prakt í Wembley Arena í Lundúnum. Bardaginn er einn af aðalbardögum kvöldsins og hefur hans verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Kapparnir voru vigtaðir í gær og voru báðir í leyfilegri þyngd. Gunnar vó 169 pund (76,7 kg) og Santiago 170 pund (77,1 kg) sem er hámarksþyngd í veltivigt. Fyrir fram var talið að Santiago myndi eiga erfitt með að ná keppnisþyngdinni en hann hefur einnig keppt í næsta þyngdarflokki fyrir ofan. „Santiago hefur verið vel undirbúinn þar sem hann var hvort eð er að undirbúa sig fyrir bardaga í veltivigt," sagði Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, við Fréttablaðið í gær. Santiago var fenginn til að berjast við Gunnar með skömmum fyrirvara þar sem upphaflegur andstæðingur hans dró sig úr keppni vegna meiðsla. „En hann verður mun þyngri en Gunnar þegar þeir labba inn í hringinn," segir Haraldur. „Þessir kappar geta bætt á sig gríðarlegri þyngd á einum sólarhringi."Gunnar léttir sig lítið Gunnar léttir sig yfirleitt um 3-4 kg fyrir vigtun sem þykir lítið í þessum heimi. „Gunnar er yfirleitt að berjast í kringum 79-80 kg en það er ekki óþekkt að veltivigtarkappar séu allt að 90 kg þegar þeir stíga í hringinn. En því miður verða þeir ekki vigtaðir í kvöld og því ekki hægt að segja með vissu hver munurinn verður á þeim," segir Haraldur. Gunnar vakti gríðarlega athygli í frumraun sinni í UFC en þá vann hann sannfærandi sigur á DaMarques Johnson. Nú þegar er hann vel þekktur í þessum heimi Een Chael Sonnen, sem er þekktur UFC-bardagakappi, sagði í sjónvarpsútsendingu frá vigtuninni í gær að frumraun Gunnars væri ein sú allra glæsilegasta sem hann hefði séð nokkru sinni. „Gunnar á talsvert af aðdáendum hér úti og fær fullt af jákvæðum straumum. Það eru margir sérstaklega hrifnir af honum sem bardagamanni og hans bardagastíl. Það er ekki síður horft til þess en úrslita bardaganna og keppnisstíll Gunnar þykir einn og sér mjög áhugaverður," segir Haraldur. Gunnar með eindæmum rólegur Alls fara tólf bardagar fram í kvöld, þar af sex sem eru á aðaldagskránni. Við vigtunina í gær voru flestir kapparnir ófeimnir við að vekja á sér athygli með ýmsum tilburðum en Gunnar var með eindæmum rólegur og yfirvegaður. „Það er misjafnt hvernig menn eru í þessu en Gunnar er vissulega mjög rólegur. Það hefur vakið athygli bæði heima og hér úti. En þannig er hann bara að eðlisfari, bæði í kringum bardaga og dagsdaglega." Og pabbinn er ekki í nokkrum vafa um hvernig bardaginn í kvöld muni fara. „Gunnar mun vinna þennan bardaga. Ég hef gríðarlega trú á honum," segir hann án þess að hika.
Íþróttir Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira