Innlent

"Það firrir ekki skólann ábyrgð þó að foreldrarnir treysti börnunum sínum"

Jóhannes Stefánsson skrifar
vísir/valli

„Við erum að taka ákvörðun um það í samráði við foreldrana hvort þessu verði áfrýjað," segir Fanney Birna Jónsdóttir, lögmaður foreldra drengsins sem slasaðist í frímínútum við Árbæjarskóla.

Eins og kom fram í frétt Vísis í gær var VÍS sýknað af kröfum foreldra drengsins um greiðslu skaðabóta en hann hafði orðið fyrir tjóni þegar hann fór inn á lóð félagsmiðstöðvar við hliðina á skólalóð Árbæjarskóla og slasaði sig.

Aðspurð að því hvort Fanney hafi búist við þessari niðurstöðu segir hún: „Já og nei, það er oft á brattann að sækja í ábyrgðartryggingarmálum en við erum náttúrulega ekki sátt við þessa niðurstöðu. Krafan sem við vorum að gera er í raun sú að það sé skylda skólans að tryggja öryggi nemenda. Þetta er hættulegt svæði þar sem hann slasaðist," segir Fannney. „Málstaður okkar er sú að fyrst ekki var talin ástæða til að girða skólann af þá hefði þurft að vera betra eftirlit svo nemendur kæmust ekki á þetta hættulega svæði."

Kröfur dómsins til skólansankannalegar

„Dómurinn er í rauninni að reyna að leggja mat á það hvort réttmætt sé að treysta þessu tiltekna barni og metur það út frá því að móðirin treysti honum til að ganga einn heim úr skólanum."

Fanney segir að miðað við forsendur dómsins virðist það hlutverk fellt á skólann að vita hvernig sambandi foreldra og hvers og eins barns í skólanum er háttað og meta út frá því hversu mikið eftirlit sé haft með hverjum og einum.

„Það firrir ekki skólann ábyrgð þó að foreldrarnir treysti börnunum sínum eitthvað til að sjá um sig sjálf umfram það sem almennt gengur um önnur börn á sama aldri. Er í lagi að sum börn séu eftirlitslaus meira og minna á skólatíma á meðan önnur eru undir eftirliti og hvernig á það mat að fara fram?" segir Fanney Birna.

Að lokum segir Fanney: „Það er eðlilegt að gera þá kröfu þegar að það eru hættulegar aðstæður í námunda við skólalóð að það sé afgirt og ef ekki þá þarf að vera betra eftirlit með þeim svæðum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×