Íslensk kona á hlýrabol felldi varaborgarstjóra í Serbíu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 25. júlí 2013 08:00 Myndin af Erlu Durr Magnúsdóttur sem ungmennasamtök birtu á fésbókinni og hreyfði við varaborgarstjóra Krusevac. Eftir vel heppnaða kynningu á EVS (European Voluntary Service) fyrir ungmennasamtök í serbnesku borginni í Krusevac í síðustu viku upplifði Erla Durr Magnúsdóttir óskemmtilegt atvik. Á Facebook-síðu ungmennasamtakanna var mynd af Erlu á hlýrabol í sumarhitanum. Það fór fyrir brjóstið á Slobodanka Miladinovic, varaborgarstjóra Krusevac. „Hún er í flokki sem er mjög á móti Evrópusambandinu og fannst hún sjá þarna leik á borði og setti inn afar illkvittna athugasemd,“ segir Erla. Sagði Slobodanka að íslenska fegurðardísin væri aldeilis til marks um allt hið fagra sem kemur úr Evrópusambandinu eða hitt þó heldur. Reyndar væri hún eins og paprikutínslukona úr nágrenni borgarinnar. Ungmennasamtökin sem Erla Durr vinnur fyrir í Belgrad, sem og nær öll serbneska þjóðin, brugðust harkalega við. „Þetta var tekið fyrir í einu af stærstu dagblöðum landsins og svo í ríkissjónvarpinu og allir fordæmdu þetta,“ rifjar Erla upp.Slobodanka Miladinovic, varaborgarstjóri Krusevac.„Ég hef líka fengið um fjörutíu pósta frá Serbum sem ég þekki ekki neitt þar sem þeir biðjast forláts fyrir hönd landa síns. Tveir af þeim eru reyndar búsettir á Íslandi. Ég var afar sorgmædd yfir þessu máli fyrst en ég er nú að vinna að mannréttindamálum hér þannig að fljótlega sá ég að þarna var komið rakið dæmi til að láta svona framkomu ekki líðast.“ Má segja að framferði Erlu sé nú orðið að skólabókadæmi um heppnaða baráttu fyrir bættu samfélagi. Málið fór svo hátt að borgarstjórinn í Krusevac, Bratislav Bata Gasic, sá sig nauðbeygðan til að ganga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar. Erla segir að varaborgarstjórinn hafi hins vegar komið sér hjá því en hann lét nægja að lýsa yfir vonbrigðum með að málið hafi orðið svo fyrirferðamikið og afvegaleitt. Síðasta mánudag var henni ekki stætt lengur í embætti svo hún sagði af sér. „Ég var mjög ánægð,“ segir Erla. „Þarna var reitt hátt til höggs. Ég er sjálfboðaliði svo það er ekki eins og ég eigi að vera í kjól og hvítu. Hún er hins vegar opinber persóna sem ætti að taka sér alla þá landa sína til fyrirmyndar sem ofbauð framkoma hennar. Eins hefði hún mátt vita að Ísland er ekki í Evrópusambandinu eins og hún sagði í athugasemdinni. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Eftir vel heppnaða kynningu á EVS (European Voluntary Service) fyrir ungmennasamtök í serbnesku borginni í Krusevac í síðustu viku upplifði Erla Durr Magnúsdóttir óskemmtilegt atvik. Á Facebook-síðu ungmennasamtakanna var mynd af Erlu á hlýrabol í sumarhitanum. Það fór fyrir brjóstið á Slobodanka Miladinovic, varaborgarstjóra Krusevac. „Hún er í flokki sem er mjög á móti Evrópusambandinu og fannst hún sjá þarna leik á borði og setti inn afar illkvittna athugasemd,“ segir Erla. Sagði Slobodanka að íslenska fegurðardísin væri aldeilis til marks um allt hið fagra sem kemur úr Evrópusambandinu eða hitt þó heldur. Reyndar væri hún eins og paprikutínslukona úr nágrenni borgarinnar. Ungmennasamtökin sem Erla Durr vinnur fyrir í Belgrad, sem og nær öll serbneska þjóðin, brugðust harkalega við. „Þetta var tekið fyrir í einu af stærstu dagblöðum landsins og svo í ríkissjónvarpinu og allir fordæmdu þetta,“ rifjar Erla upp.Slobodanka Miladinovic, varaborgarstjóri Krusevac.„Ég hef líka fengið um fjörutíu pósta frá Serbum sem ég þekki ekki neitt þar sem þeir biðjast forláts fyrir hönd landa síns. Tveir af þeim eru reyndar búsettir á Íslandi. Ég var afar sorgmædd yfir þessu máli fyrst en ég er nú að vinna að mannréttindamálum hér þannig að fljótlega sá ég að þarna var komið rakið dæmi til að láta svona framkomu ekki líðast.“ Má segja að framferði Erlu sé nú orðið að skólabókadæmi um heppnaða baráttu fyrir bættu samfélagi. Málið fór svo hátt að borgarstjórinn í Krusevac, Bratislav Bata Gasic, sá sig nauðbeygðan til að ganga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar. Erla segir að varaborgarstjórinn hafi hins vegar komið sér hjá því en hann lét nægja að lýsa yfir vonbrigðum með að málið hafi orðið svo fyrirferðamikið og afvegaleitt. Síðasta mánudag var henni ekki stætt lengur í embætti svo hún sagði af sér. „Ég var mjög ánægð,“ segir Erla. „Þarna var reitt hátt til höggs. Ég er sjálfboðaliði svo það er ekki eins og ég eigi að vera í kjól og hvítu. Hún er hins vegar opinber persóna sem ætti að taka sér alla þá landa sína til fyrirmyndar sem ofbauð framkoma hennar. Eins hefði hún mátt vita að Ísland er ekki í Evrópusambandinu eins og hún sagði í athugasemdinni.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira