Íslensk kona á hlýrabol felldi varaborgarstjóra í Serbíu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 25. júlí 2013 08:00 Myndin af Erlu Durr Magnúsdóttur sem ungmennasamtök birtu á fésbókinni og hreyfði við varaborgarstjóra Krusevac. Eftir vel heppnaða kynningu á EVS (European Voluntary Service) fyrir ungmennasamtök í serbnesku borginni í Krusevac í síðustu viku upplifði Erla Durr Magnúsdóttir óskemmtilegt atvik. Á Facebook-síðu ungmennasamtakanna var mynd af Erlu á hlýrabol í sumarhitanum. Það fór fyrir brjóstið á Slobodanka Miladinovic, varaborgarstjóra Krusevac. „Hún er í flokki sem er mjög á móti Evrópusambandinu og fannst hún sjá þarna leik á borði og setti inn afar illkvittna athugasemd,“ segir Erla. Sagði Slobodanka að íslenska fegurðardísin væri aldeilis til marks um allt hið fagra sem kemur úr Evrópusambandinu eða hitt þó heldur. Reyndar væri hún eins og paprikutínslukona úr nágrenni borgarinnar. Ungmennasamtökin sem Erla Durr vinnur fyrir í Belgrad, sem og nær öll serbneska þjóðin, brugðust harkalega við. „Þetta var tekið fyrir í einu af stærstu dagblöðum landsins og svo í ríkissjónvarpinu og allir fordæmdu þetta,“ rifjar Erla upp.Slobodanka Miladinovic, varaborgarstjóri Krusevac.„Ég hef líka fengið um fjörutíu pósta frá Serbum sem ég þekki ekki neitt þar sem þeir biðjast forláts fyrir hönd landa síns. Tveir af þeim eru reyndar búsettir á Íslandi. Ég var afar sorgmædd yfir þessu máli fyrst en ég er nú að vinna að mannréttindamálum hér þannig að fljótlega sá ég að þarna var komið rakið dæmi til að láta svona framkomu ekki líðast.“ Má segja að framferði Erlu sé nú orðið að skólabókadæmi um heppnaða baráttu fyrir bættu samfélagi. Málið fór svo hátt að borgarstjórinn í Krusevac, Bratislav Bata Gasic, sá sig nauðbeygðan til að ganga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar. Erla segir að varaborgarstjórinn hafi hins vegar komið sér hjá því en hann lét nægja að lýsa yfir vonbrigðum með að málið hafi orðið svo fyrirferðamikið og afvegaleitt. Síðasta mánudag var henni ekki stætt lengur í embætti svo hún sagði af sér. „Ég var mjög ánægð,“ segir Erla. „Þarna var reitt hátt til höggs. Ég er sjálfboðaliði svo það er ekki eins og ég eigi að vera í kjól og hvítu. Hún er hins vegar opinber persóna sem ætti að taka sér alla þá landa sína til fyrirmyndar sem ofbauð framkoma hennar. Eins hefði hún mátt vita að Ísland er ekki í Evrópusambandinu eins og hún sagði í athugasemdinni. Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Eftir vel heppnaða kynningu á EVS (European Voluntary Service) fyrir ungmennasamtök í serbnesku borginni í Krusevac í síðustu viku upplifði Erla Durr Magnúsdóttir óskemmtilegt atvik. Á Facebook-síðu ungmennasamtakanna var mynd af Erlu á hlýrabol í sumarhitanum. Það fór fyrir brjóstið á Slobodanka Miladinovic, varaborgarstjóra Krusevac. „Hún er í flokki sem er mjög á móti Evrópusambandinu og fannst hún sjá þarna leik á borði og setti inn afar illkvittna athugasemd,“ segir Erla. Sagði Slobodanka að íslenska fegurðardísin væri aldeilis til marks um allt hið fagra sem kemur úr Evrópusambandinu eða hitt þó heldur. Reyndar væri hún eins og paprikutínslukona úr nágrenni borgarinnar. Ungmennasamtökin sem Erla Durr vinnur fyrir í Belgrad, sem og nær öll serbneska þjóðin, brugðust harkalega við. „Þetta var tekið fyrir í einu af stærstu dagblöðum landsins og svo í ríkissjónvarpinu og allir fordæmdu þetta,“ rifjar Erla upp.Slobodanka Miladinovic, varaborgarstjóri Krusevac.„Ég hef líka fengið um fjörutíu pósta frá Serbum sem ég þekki ekki neitt þar sem þeir biðjast forláts fyrir hönd landa síns. Tveir af þeim eru reyndar búsettir á Íslandi. Ég var afar sorgmædd yfir þessu máli fyrst en ég er nú að vinna að mannréttindamálum hér þannig að fljótlega sá ég að þarna var komið rakið dæmi til að láta svona framkomu ekki líðast.“ Má segja að framferði Erlu sé nú orðið að skólabókadæmi um heppnaða baráttu fyrir bættu samfélagi. Málið fór svo hátt að borgarstjórinn í Krusevac, Bratislav Bata Gasic, sá sig nauðbeygðan til að ganga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar. Erla segir að varaborgarstjórinn hafi hins vegar komið sér hjá því en hann lét nægja að lýsa yfir vonbrigðum með að málið hafi orðið svo fyrirferðamikið og afvegaleitt. Síðasta mánudag var henni ekki stætt lengur í embætti svo hún sagði af sér. „Ég var mjög ánægð,“ segir Erla. „Þarna var reitt hátt til höggs. Ég er sjálfboðaliði svo það er ekki eins og ég eigi að vera í kjól og hvítu. Hún er hins vegar opinber persóna sem ætti að taka sér alla þá landa sína til fyrirmyndar sem ofbauð framkoma hennar. Eins hefði hún mátt vita að Ísland er ekki í Evrópusambandinu eins og hún sagði í athugasemdinni.
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira