Dregið í riðla fyrir HM í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. desember 2013 06:00 Spánverjar eru ríkjandi heimsmeistarar eftir sigur á HM í Suður-Afríku árið 2010. nordicphotos/afp „Við berum virðingu fyrir öllum en óttumst engan,“ sagði Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, spurður hvort hann óttist mögulega andstæðinga sína á HM í Brasilíu næsta sumar. Dregið verður í riðla síðdegis í dag. Ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, um að færa eina Evrópuþjóð á milli styrkleikaflokka hefur vakið furðu margra, sérstaklega í Evrópu, þar sem sú þjóð mun lenda í riðli með suður-amerísku liði úr efsta styrkleikaflokki sem og öðru evrópsku liði. „Við erum fyrst og fremst bara ánægðir að hafa komist svo langt í keppninni. Við munum taka þeim riðli sem bíður okkar, hvort sem hann verður talinn sterkur eða ekki,“ bætti Hodgson við. Cristiano Ronaldo, einn besti knattspyrnumaður heims og lykilmaður í liði Portúgals, vill fyrst og fremst forðast þrjú lið í dag. „Brasilíu, Spán og Þýskaland, Þau eru sigurstranglegustu liðin í keppninni,“ sagði Ronaldo. „Við munum sjá hvaða niðurstöðu við fáum. Við erum með sjálfstraustið í lagi, í góðu formi og náðum okkar markmiðum um að komast til Brasilíu.“ Þetta er í fimmta skiptið sem úrslitakeppni HM fer fram í Suður-Ameríku en í hin fjögur skiptin hefur suður-amerísk þjóð ávallt borið sigur úr býtum. Spánn er sem kunnugt er ríkjandi meistari. Það eina sem er ákveðið fyrir dráttinn í dag er að heimamenn í Brasilíu verða í A-riðli og spila opnunarleik sinn 12. júní klukkan 20.00 í Sao Paulo. Leikið verður í alls tólf borgum í Brasilíu en úrslitaleikurinn fer svo fram á Maracana-leikvanginum í Rio de Janeiro 13. júlí.Svona er raðað í styrkleikaflokka: 32 lið taka þátt í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem haldin verður í Brasilíu í sumar. Liðunum hefur verið skipt í fjóra styrkleikaflokka. Sjö bestu liðin eru í efsta flokknum ásamt gestgjöfunum sem er ávallt raðað sjálfkrafa í efsta flokk. Hinum þjóðunum er raðað í þrjá flokka eftir heimsálfum. Afríka og Suður-Ameríka eru í einum flokki, Asía og Norður-Ameríka í þriðja og Evrópa í fjórða flokki. Notast er við styrkleikalista FIFA til að raða í efsta flokkinn og af þrettán Evrópuþjóðum komust aðeins fjórar í hóp þeirra bestu. Það þýðir að níu þeirra sitja eftir í fjórða flokknum. Til að jafnmargar þjóðir verða í flokkunum fjórum hefst drátturinn í dag á því að ein Evrópuþjóð verður færð í annan styrkleikaflokk og verður þar ásamt liðum frá Afríku og Suður-Ameríku. Það verður hins vegar séð til þess í drættinum í dag að þrjú Evrópulið dragist ekki saman í riðil með sérstökum hliðarpotti. Í hann fara fjórar Suður-Ameríkuþjóðir úr efsta styrkleikaflokki og það lið sem verður dregið úr honum verður í riðli með Evrópuþjóðinni úr flokki 2. Það verður einnig séð til þess að Suður-Ameríkuþjóðir úr fyrsta og öðrum flokki dragist ekki saman í riðil. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Sjá meira
„Við berum virðingu fyrir öllum en óttumst engan,“ sagði Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, spurður hvort hann óttist mögulega andstæðinga sína á HM í Brasilíu næsta sumar. Dregið verður í riðla síðdegis í dag. Ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, um að færa eina Evrópuþjóð á milli styrkleikaflokka hefur vakið furðu margra, sérstaklega í Evrópu, þar sem sú þjóð mun lenda í riðli með suður-amerísku liði úr efsta styrkleikaflokki sem og öðru evrópsku liði. „Við erum fyrst og fremst bara ánægðir að hafa komist svo langt í keppninni. Við munum taka þeim riðli sem bíður okkar, hvort sem hann verður talinn sterkur eða ekki,“ bætti Hodgson við. Cristiano Ronaldo, einn besti knattspyrnumaður heims og lykilmaður í liði Portúgals, vill fyrst og fremst forðast þrjú lið í dag. „Brasilíu, Spán og Þýskaland, Þau eru sigurstranglegustu liðin í keppninni,“ sagði Ronaldo. „Við munum sjá hvaða niðurstöðu við fáum. Við erum með sjálfstraustið í lagi, í góðu formi og náðum okkar markmiðum um að komast til Brasilíu.“ Þetta er í fimmta skiptið sem úrslitakeppni HM fer fram í Suður-Ameríku en í hin fjögur skiptin hefur suður-amerísk þjóð ávallt borið sigur úr býtum. Spánn er sem kunnugt er ríkjandi meistari. Það eina sem er ákveðið fyrir dráttinn í dag er að heimamenn í Brasilíu verða í A-riðli og spila opnunarleik sinn 12. júní klukkan 20.00 í Sao Paulo. Leikið verður í alls tólf borgum í Brasilíu en úrslitaleikurinn fer svo fram á Maracana-leikvanginum í Rio de Janeiro 13. júlí.Svona er raðað í styrkleikaflokka: 32 lið taka þátt í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem haldin verður í Brasilíu í sumar. Liðunum hefur verið skipt í fjóra styrkleikaflokka. Sjö bestu liðin eru í efsta flokknum ásamt gestgjöfunum sem er ávallt raðað sjálfkrafa í efsta flokk. Hinum þjóðunum er raðað í þrjá flokka eftir heimsálfum. Afríka og Suður-Ameríka eru í einum flokki, Asía og Norður-Ameríka í þriðja og Evrópa í fjórða flokki. Notast er við styrkleikalista FIFA til að raða í efsta flokkinn og af þrettán Evrópuþjóðum komust aðeins fjórar í hóp þeirra bestu. Það þýðir að níu þeirra sitja eftir í fjórða flokknum. Til að jafnmargar þjóðir verða í flokkunum fjórum hefst drátturinn í dag á því að ein Evrópuþjóð verður færð í annan styrkleikaflokk og verður þar ásamt liðum frá Afríku og Suður-Ameríku. Það verður hins vegar séð til þess í drættinum í dag að þrjú Evrópulið dragist ekki saman í riðil með sérstökum hliðarpotti. Í hann fara fjórar Suður-Ameríkuþjóðir úr efsta styrkleikaflokki og það lið sem verður dregið úr honum verður í riðli með Evrópuþjóðinni úr flokki 2. Það verður einnig séð til þess að Suður-Ameríkuþjóðir úr fyrsta og öðrum flokki dragist ekki saman í riðil.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Sjá meira