Innlent

Útúrskakkur ökumaður

Gissur Sigurðsson skrifar
Ökumaðurinn var kominn langt úti í móa fyrir utan Svalbarðsstrandarveg við Eyjafjörð í nótt.
Ökumaðurinn var kominn langt úti í móa fyrir utan Svalbarðsstrandarveg við Eyjafjörð í nótt.
Ökumaður fólksbíls var svo út úr skakkur af fíkniefnum, þegar lögregla kom að honum langt úti í móa fyrir utan Svalbarðsstrandarveg við Eyjafjörð í nótt, að hann vissi hvorki hvar hann var, né hvers vegna og varla hver hann var, að sögn lögreglu.

Hann var ómeiddur eftir útafaksturinn og er nú vistaður í fangageymslum lögreglunnar á Akureyri. Vegfarendur tóku eftir svörtum hjólförum á veginum sem lágu 90 gráður þvert út af honum og reyndust þau vera eftir umræddan mann.  Hann er 22 ára, en hefur aldrei tekið bílpróf.

Annar dópaður ökumaður var tekinn úr umferð í Reykjavík í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×