Innlent

Ný farþegarferja tekin í notkun

Gissur Sigurðsson skrifar
Ný farþegaferja milli lands og Eyja hefur siglingar í dag.
Ný farþegaferja milli lands og Eyja hefur siglingar í dag.
Ný farþegaferja, sem hefur fengið leyfi til farþegaflutninga á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja byrjar tilraunasiglingar í dag.

Þá er gengið verður úr skugga um að mannvirki í landi á báðum stöðum fullnægi kröfum um slíkar siglingar. Ferjan, eða báturinn, er sænsk að uppruna og getur tekið hundrað farþega, en Siglingastofnun hefur ekki heimilað fleiri en 70 farþega á milli lands og Eyja, og 80 farþega í útsýnissiglingar umhverfis Eyjarnar.

Ferjan heitir Víkingur og er í eigu Viking Tours í Eyjum og er fyrst og fremst ætluð til að flytja farþega á vegum þess fyrirtækis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×