„Með ólíkindum að ekki hafi tekist að koma í veg fyrir þessa hegðun fólks“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 14. ágúst 2013 22:12 Jonah Hill-pappaspjaldið mun þurfa að finna sér nýtt heimili. Myndbandaleigan VIDEOheimar í Fákafeni hættir störfum þann 31. ágúst, en hún hefur verið starfrækt í nærri 25 ár. „Tíminn hefur verið skemmtilegur, mikil gróska og uppgangur í upphafi en undanfarinn áratug hefur verið samdráttur sem virðist ekki sjást fyrir endann á. Því er ekkert annað í stöðunni en að loka,“ segir í tilkynningu frá leigunni. Árdís Þórðardóttir, eigandi leigunnar, segir í samtali við Vísi að á einhverjum tímapunkti sé betra að hætta en að breytast í risaeðlu. Um ástæður samdráttarins segir hún að margt spili inn í. „Smekkur fólks breytist samhliða tækninni. Niðurhalið skiptir greinilega miklu máli og diskurinn virðist vera á leiðinni út,“ segir Árdís, en hún telur að þróunin endi með því að kvikmyndir á diskum verði eingöngu fyrir safnara. Árdís telur að höfundaréttur sé fótum troðinn í kjölfar aukinnar tækni. „Ég heyri fólk tala um þetta fyrir framan mig eins og þetta sé allt í lagi. Það er einhver ný mynd í bíó og það er komið með hana á flakkara. Þetta þýðir að höfundurinn fær ekki þær tekjur sem honum ber. Þetta er það sama sem Baltasar var að segja um daginn og það sem SMÁÍS eru búnir að vera að segja. Það ólíkindum að ekki hafi tekist að koma í veg fyrir þessa hegðun fólks.“Allt á að seljast VIDEOheimar kveðja með rýmingarsölu sem hefst á laugardaginn. Þar verður hægt að kaupa kvikmyndir á DVD og BluRay, tölvuleiki, VHS-myndir og fleira. Allt á að seljast, að undanskildu Disney-safni leigunnar, sem verður gefið Barnaspítala Hringsins. Bangsadeild SÁÁ verður þar að auki gefinn vænn skammtur unglingamynda. Árdís gerir svo ráð fyrir því að loka endanlega þann 31. ágúst. En hvað tekur við að því loknu? „Við verðum bara finna okkur önnur viðfangsefni, enda alltaf með höfuðið fullt af hugmyndum,“ segir Árdís og fer aftur að afgreiða. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Myndbandaleigan VIDEOheimar í Fákafeni hættir störfum þann 31. ágúst, en hún hefur verið starfrækt í nærri 25 ár. „Tíminn hefur verið skemmtilegur, mikil gróska og uppgangur í upphafi en undanfarinn áratug hefur verið samdráttur sem virðist ekki sjást fyrir endann á. Því er ekkert annað í stöðunni en að loka,“ segir í tilkynningu frá leigunni. Árdís Þórðardóttir, eigandi leigunnar, segir í samtali við Vísi að á einhverjum tímapunkti sé betra að hætta en að breytast í risaeðlu. Um ástæður samdráttarins segir hún að margt spili inn í. „Smekkur fólks breytist samhliða tækninni. Niðurhalið skiptir greinilega miklu máli og diskurinn virðist vera á leiðinni út,“ segir Árdís, en hún telur að þróunin endi með því að kvikmyndir á diskum verði eingöngu fyrir safnara. Árdís telur að höfundaréttur sé fótum troðinn í kjölfar aukinnar tækni. „Ég heyri fólk tala um þetta fyrir framan mig eins og þetta sé allt í lagi. Það er einhver ný mynd í bíó og það er komið með hana á flakkara. Þetta þýðir að höfundurinn fær ekki þær tekjur sem honum ber. Þetta er það sama sem Baltasar var að segja um daginn og það sem SMÁÍS eru búnir að vera að segja. Það ólíkindum að ekki hafi tekist að koma í veg fyrir þessa hegðun fólks.“Allt á að seljast VIDEOheimar kveðja með rýmingarsölu sem hefst á laugardaginn. Þar verður hægt að kaupa kvikmyndir á DVD og BluRay, tölvuleiki, VHS-myndir og fleira. Allt á að seljast, að undanskildu Disney-safni leigunnar, sem verður gefið Barnaspítala Hringsins. Bangsadeild SÁÁ verður þar að auki gefinn vænn skammtur unglingamynda. Árdís gerir svo ráð fyrir því að loka endanlega þann 31. ágúst. En hvað tekur við að því loknu? „Við verðum bara finna okkur önnur viðfangsefni, enda alltaf með höfuðið fullt af hugmyndum,“ segir Árdís og fer aftur að afgreiða.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira