„Með ólíkindum að ekki hafi tekist að koma í veg fyrir þessa hegðun fólks“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 14. ágúst 2013 22:12 Jonah Hill-pappaspjaldið mun þurfa að finna sér nýtt heimili. Myndbandaleigan VIDEOheimar í Fákafeni hættir störfum þann 31. ágúst, en hún hefur verið starfrækt í nærri 25 ár. „Tíminn hefur verið skemmtilegur, mikil gróska og uppgangur í upphafi en undanfarinn áratug hefur verið samdráttur sem virðist ekki sjást fyrir endann á. Því er ekkert annað í stöðunni en að loka,“ segir í tilkynningu frá leigunni. Árdís Þórðardóttir, eigandi leigunnar, segir í samtali við Vísi að á einhverjum tímapunkti sé betra að hætta en að breytast í risaeðlu. Um ástæður samdráttarins segir hún að margt spili inn í. „Smekkur fólks breytist samhliða tækninni. Niðurhalið skiptir greinilega miklu máli og diskurinn virðist vera á leiðinni út,“ segir Árdís, en hún telur að þróunin endi með því að kvikmyndir á diskum verði eingöngu fyrir safnara. Árdís telur að höfundaréttur sé fótum troðinn í kjölfar aukinnar tækni. „Ég heyri fólk tala um þetta fyrir framan mig eins og þetta sé allt í lagi. Það er einhver ný mynd í bíó og það er komið með hana á flakkara. Þetta þýðir að höfundurinn fær ekki þær tekjur sem honum ber. Þetta er það sama sem Baltasar var að segja um daginn og það sem SMÁÍS eru búnir að vera að segja. Það ólíkindum að ekki hafi tekist að koma í veg fyrir þessa hegðun fólks.“Allt á að seljast VIDEOheimar kveðja með rýmingarsölu sem hefst á laugardaginn. Þar verður hægt að kaupa kvikmyndir á DVD og BluRay, tölvuleiki, VHS-myndir og fleira. Allt á að seljast, að undanskildu Disney-safni leigunnar, sem verður gefið Barnaspítala Hringsins. Bangsadeild SÁÁ verður þar að auki gefinn vænn skammtur unglingamynda. Árdís gerir svo ráð fyrir því að loka endanlega þann 31. ágúst. En hvað tekur við að því loknu? „Við verðum bara finna okkur önnur viðfangsefni, enda alltaf með höfuðið fullt af hugmyndum,“ segir Árdís og fer aftur að afgreiða. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Myndbandaleigan VIDEOheimar í Fákafeni hættir störfum þann 31. ágúst, en hún hefur verið starfrækt í nærri 25 ár. „Tíminn hefur verið skemmtilegur, mikil gróska og uppgangur í upphafi en undanfarinn áratug hefur verið samdráttur sem virðist ekki sjást fyrir endann á. Því er ekkert annað í stöðunni en að loka,“ segir í tilkynningu frá leigunni. Árdís Þórðardóttir, eigandi leigunnar, segir í samtali við Vísi að á einhverjum tímapunkti sé betra að hætta en að breytast í risaeðlu. Um ástæður samdráttarins segir hún að margt spili inn í. „Smekkur fólks breytist samhliða tækninni. Niðurhalið skiptir greinilega miklu máli og diskurinn virðist vera á leiðinni út,“ segir Árdís, en hún telur að þróunin endi með því að kvikmyndir á diskum verði eingöngu fyrir safnara. Árdís telur að höfundaréttur sé fótum troðinn í kjölfar aukinnar tækni. „Ég heyri fólk tala um þetta fyrir framan mig eins og þetta sé allt í lagi. Það er einhver ný mynd í bíó og það er komið með hana á flakkara. Þetta þýðir að höfundurinn fær ekki þær tekjur sem honum ber. Þetta er það sama sem Baltasar var að segja um daginn og það sem SMÁÍS eru búnir að vera að segja. Það ólíkindum að ekki hafi tekist að koma í veg fyrir þessa hegðun fólks.“Allt á að seljast VIDEOheimar kveðja með rýmingarsölu sem hefst á laugardaginn. Þar verður hægt að kaupa kvikmyndir á DVD og BluRay, tölvuleiki, VHS-myndir og fleira. Allt á að seljast, að undanskildu Disney-safni leigunnar, sem verður gefið Barnaspítala Hringsins. Bangsadeild SÁÁ verður þar að auki gefinn vænn skammtur unglingamynda. Árdís gerir svo ráð fyrir því að loka endanlega þann 31. ágúst. En hvað tekur við að því loknu? „Við verðum bara finna okkur önnur viðfangsefni, enda alltaf með höfuðið fullt af hugmyndum,“ segir Árdís og fer aftur að afgreiða.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira