„Með ólíkindum að ekki hafi tekist að koma í veg fyrir þessa hegðun fólks“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 14. ágúst 2013 22:12 Jonah Hill-pappaspjaldið mun þurfa að finna sér nýtt heimili. Myndbandaleigan VIDEOheimar í Fákafeni hættir störfum þann 31. ágúst, en hún hefur verið starfrækt í nærri 25 ár. „Tíminn hefur verið skemmtilegur, mikil gróska og uppgangur í upphafi en undanfarinn áratug hefur verið samdráttur sem virðist ekki sjást fyrir endann á. Því er ekkert annað í stöðunni en að loka,“ segir í tilkynningu frá leigunni. Árdís Þórðardóttir, eigandi leigunnar, segir í samtali við Vísi að á einhverjum tímapunkti sé betra að hætta en að breytast í risaeðlu. Um ástæður samdráttarins segir hún að margt spili inn í. „Smekkur fólks breytist samhliða tækninni. Niðurhalið skiptir greinilega miklu máli og diskurinn virðist vera á leiðinni út,“ segir Árdís, en hún telur að þróunin endi með því að kvikmyndir á diskum verði eingöngu fyrir safnara. Árdís telur að höfundaréttur sé fótum troðinn í kjölfar aukinnar tækni. „Ég heyri fólk tala um þetta fyrir framan mig eins og þetta sé allt í lagi. Það er einhver ný mynd í bíó og það er komið með hana á flakkara. Þetta þýðir að höfundurinn fær ekki þær tekjur sem honum ber. Þetta er það sama sem Baltasar var að segja um daginn og það sem SMÁÍS eru búnir að vera að segja. Það ólíkindum að ekki hafi tekist að koma í veg fyrir þessa hegðun fólks.“Allt á að seljast VIDEOheimar kveðja með rýmingarsölu sem hefst á laugardaginn. Þar verður hægt að kaupa kvikmyndir á DVD og BluRay, tölvuleiki, VHS-myndir og fleira. Allt á að seljast, að undanskildu Disney-safni leigunnar, sem verður gefið Barnaspítala Hringsins. Bangsadeild SÁÁ verður þar að auki gefinn vænn skammtur unglingamynda. Árdís gerir svo ráð fyrir því að loka endanlega þann 31. ágúst. En hvað tekur við að því loknu? „Við verðum bara finna okkur önnur viðfangsefni, enda alltaf með höfuðið fullt af hugmyndum,“ segir Árdís og fer aftur að afgreiða. Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Myndbandaleigan VIDEOheimar í Fákafeni hættir störfum þann 31. ágúst, en hún hefur verið starfrækt í nærri 25 ár. „Tíminn hefur verið skemmtilegur, mikil gróska og uppgangur í upphafi en undanfarinn áratug hefur verið samdráttur sem virðist ekki sjást fyrir endann á. Því er ekkert annað í stöðunni en að loka,“ segir í tilkynningu frá leigunni. Árdís Þórðardóttir, eigandi leigunnar, segir í samtali við Vísi að á einhverjum tímapunkti sé betra að hætta en að breytast í risaeðlu. Um ástæður samdráttarins segir hún að margt spili inn í. „Smekkur fólks breytist samhliða tækninni. Niðurhalið skiptir greinilega miklu máli og diskurinn virðist vera á leiðinni út,“ segir Árdís, en hún telur að þróunin endi með því að kvikmyndir á diskum verði eingöngu fyrir safnara. Árdís telur að höfundaréttur sé fótum troðinn í kjölfar aukinnar tækni. „Ég heyri fólk tala um þetta fyrir framan mig eins og þetta sé allt í lagi. Það er einhver ný mynd í bíó og það er komið með hana á flakkara. Þetta þýðir að höfundurinn fær ekki þær tekjur sem honum ber. Þetta er það sama sem Baltasar var að segja um daginn og það sem SMÁÍS eru búnir að vera að segja. Það ólíkindum að ekki hafi tekist að koma í veg fyrir þessa hegðun fólks.“Allt á að seljast VIDEOheimar kveðja með rýmingarsölu sem hefst á laugardaginn. Þar verður hægt að kaupa kvikmyndir á DVD og BluRay, tölvuleiki, VHS-myndir og fleira. Allt á að seljast, að undanskildu Disney-safni leigunnar, sem verður gefið Barnaspítala Hringsins. Bangsadeild SÁÁ verður þar að auki gefinn vænn skammtur unglingamynda. Árdís gerir svo ráð fyrir því að loka endanlega þann 31. ágúst. En hvað tekur við að því loknu? „Við verðum bara finna okkur önnur viðfangsefni, enda alltaf með höfuðið fullt af hugmyndum,“ segir Árdís og fer aftur að afgreiða.
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira