Fótbolti

Tíu miðar eftir á Ísland - Kýpur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birkir Bjarnason og Eiður Smári fagna marki þess fyrrnefnda gegn Albaníu.
Birkir Bjarnason og Eiður Smári fagna marki þess fyrrnefnda gegn Albaníu. Mynd/Valli
Þótt fjórar vikur séu í að íslenska karlalandsliðið taki á móti Kýpur í undankeppni HM 2014 er svo gott sem orðið uppselt á leikinn.

Landsliðin mætast á Laugardalsvelli föstudagskvöldið 11. október. Miðar fóru í sölu á miðvikudaginn og nú klukkan 14, þegar blaðamaður Vísis skoðaði hve margir miðar væru eftir á leikinn, eru tíu miðar eftir.

Leikurinn gegn Kýpur er lykilleikur í undankeppninni en Ísland er í bílstjórasætinu í baráttunni um sæti í umspilinu sem fram fer í nóvember.

Langi einhvern í miða á leikinn er ljóst að sá hinn sami þarf að hafa hraðar hendur. Miðasala fer fram hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×