Sífellt fleiri ofbeldismenn leita aðstoðar Valur Grettisson skrifar 18. september 2013 10:00 55 karlmenn fóru í viðtöl á síðasta ári vegna heimilisofbeldis sem þeir beittu maka sína eða börn. Mynd/Teitur Jónasson „Fjöldinn hefur aukist stöðugt síðustu þrjú ár,“ segir Andrés Ragnarsson sálfræðingur sem ásamt kollega sínum, Einari Gylfa Jónssyni, heldur úti meðferðartilboði fyrir karla sem beita heimilisofbeldi. Meðferðin kallast „Karlar til ábyrgðar“ og hefur verið starfrækt frá árinu 2006. Í ársskýrslu sálfræðinganna kemur fram að 55 karlmenn sóttu sér aðstoð á síðasta ári og er það metfjöldi. Árið áður voru þeir 51 en frá 2006 hefur 181 einstaklingur komið í eitt viðtal eða fleiri hjá sálfræðingunum, sem eru með stofu á Höfðabakka. Að sögn Andrésar hefur fjöldi þeirra sem leita til þeirra aukist um 10 til 15 prósent síðustu þrjú ár. Aðspurður hvort það sé til vitnis um aukningu á heimilisofbeldi hér á landi segir hann ómögulegt að spá fyrir um slíkt. „Enda er þessi fjöldi ekki nema örlítið brot af ísjakanum,“ útskýrir Andrés. Mennirnir eru frá 18 upp í 75 ára. Algengasta aldursbilið er þó frá 25 ára til 45 ára.Andrés Ragnarsson„Annars er klár aukning á mönnum undir þrítugu sem leita til okkar,“ segir Andrés. Hann segir einnig marga koma sem hafa einu sinni beitt heimilisofbeldi. Andrés segir það afar mismunandi af hvaða ástæðum mennirnir komi í meðferð til sálfræðinganna. Langflestir komi þó í gegnum Kvennaathvarfið. „En margar tilvísanir koma frá Barnavernd,“ segir Andrés. Hann áréttar að það séu ekki eingöngu karlmenn sem beita ástvini sína ofbeldi. Því sé nú boðið upp á meðferð fyrir konur einnig. Sú meðferð er nýhafin og aðeins ein kona byrjuð. Aðspurður um árangur meðferðarinnar heldur Andrés því fram að árangurstölur séu jákvæðar. „Svo er Háskóli Íslands með viðamikla könnun þar sem árangurinn er rannsakaður,“ segir hann og bætir við að niðurstöður þeirrar könnunar ættu að liggja fyrir innan tveggja mánaða. Aðspurður um úrræði fyrir einstaklinga á landsbyggðinni svarar Andrés því til að bæði sé sálfræðingur á þeirra vegum á Akureyri „og svo höfum við nýtt Skype-tæknina líka. Þannig að búseta hefur ekki afgerandi áhrif“. Andrés segir hægan stíganda í fjölda þeirra sem leita sér meðferðar. „Og svo þarf bara að minna stöðugt á þetta. Heimilisofbeldi fylgir mikil skömm,“ segir Andrés, sem áréttar að það sé hjálp í boði fyrir þá sem eru tilbúnir að sækja hana. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
„Fjöldinn hefur aukist stöðugt síðustu þrjú ár,“ segir Andrés Ragnarsson sálfræðingur sem ásamt kollega sínum, Einari Gylfa Jónssyni, heldur úti meðferðartilboði fyrir karla sem beita heimilisofbeldi. Meðferðin kallast „Karlar til ábyrgðar“ og hefur verið starfrækt frá árinu 2006. Í ársskýrslu sálfræðinganna kemur fram að 55 karlmenn sóttu sér aðstoð á síðasta ári og er það metfjöldi. Árið áður voru þeir 51 en frá 2006 hefur 181 einstaklingur komið í eitt viðtal eða fleiri hjá sálfræðingunum, sem eru með stofu á Höfðabakka. Að sögn Andrésar hefur fjöldi þeirra sem leita til þeirra aukist um 10 til 15 prósent síðustu þrjú ár. Aðspurður hvort það sé til vitnis um aukningu á heimilisofbeldi hér á landi segir hann ómögulegt að spá fyrir um slíkt. „Enda er þessi fjöldi ekki nema örlítið brot af ísjakanum,“ útskýrir Andrés. Mennirnir eru frá 18 upp í 75 ára. Algengasta aldursbilið er þó frá 25 ára til 45 ára.Andrés Ragnarsson„Annars er klár aukning á mönnum undir þrítugu sem leita til okkar,“ segir Andrés. Hann segir einnig marga koma sem hafa einu sinni beitt heimilisofbeldi. Andrés segir það afar mismunandi af hvaða ástæðum mennirnir komi í meðferð til sálfræðinganna. Langflestir komi þó í gegnum Kvennaathvarfið. „En margar tilvísanir koma frá Barnavernd,“ segir Andrés. Hann áréttar að það séu ekki eingöngu karlmenn sem beita ástvini sína ofbeldi. Því sé nú boðið upp á meðferð fyrir konur einnig. Sú meðferð er nýhafin og aðeins ein kona byrjuð. Aðspurður um árangur meðferðarinnar heldur Andrés því fram að árangurstölur séu jákvæðar. „Svo er Háskóli Íslands með viðamikla könnun þar sem árangurinn er rannsakaður,“ segir hann og bætir við að niðurstöður þeirrar könnunar ættu að liggja fyrir innan tveggja mánaða. Aðspurður um úrræði fyrir einstaklinga á landsbyggðinni svarar Andrés því til að bæði sé sálfræðingur á þeirra vegum á Akureyri „og svo höfum við nýtt Skype-tæknina líka. Þannig að búseta hefur ekki afgerandi áhrif“. Andrés segir hægan stíganda í fjölda þeirra sem leita sér meðferðar. „Og svo þarf bara að minna stöðugt á þetta. Heimilisofbeldi fylgir mikil skömm,“ segir Andrés, sem áréttar að það sé hjálp í boði fyrir þá sem eru tilbúnir að sækja hana.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira