Sífellt fleiri ofbeldismenn leita aðstoðar Valur Grettisson skrifar 18. september 2013 10:00 55 karlmenn fóru í viðtöl á síðasta ári vegna heimilisofbeldis sem þeir beittu maka sína eða börn. Mynd/Teitur Jónasson „Fjöldinn hefur aukist stöðugt síðustu þrjú ár,“ segir Andrés Ragnarsson sálfræðingur sem ásamt kollega sínum, Einari Gylfa Jónssyni, heldur úti meðferðartilboði fyrir karla sem beita heimilisofbeldi. Meðferðin kallast „Karlar til ábyrgðar“ og hefur verið starfrækt frá árinu 2006. Í ársskýrslu sálfræðinganna kemur fram að 55 karlmenn sóttu sér aðstoð á síðasta ári og er það metfjöldi. Árið áður voru þeir 51 en frá 2006 hefur 181 einstaklingur komið í eitt viðtal eða fleiri hjá sálfræðingunum, sem eru með stofu á Höfðabakka. Að sögn Andrésar hefur fjöldi þeirra sem leita til þeirra aukist um 10 til 15 prósent síðustu þrjú ár. Aðspurður hvort það sé til vitnis um aukningu á heimilisofbeldi hér á landi segir hann ómögulegt að spá fyrir um slíkt. „Enda er þessi fjöldi ekki nema örlítið brot af ísjakanum,“ útskýrir Andrés. Mennirnir eru frá 18 upp í 75 ára. Algengasta aldursbilið er þó frá 25 ára til 45 ára.Andrés Ragnarsson„Annars er klár aukning á mönnum undir þrítugu sem leita til okkar,“ segir Andrés. Hann segir einnig marga koma sem hafa einu sinni beitt heimilisofbeldi. Andrés segir það afar mismunandi af hvaða ástæðum mennirnir komi í meðferð til sálfræðinganna. Langflestir komi þó í gegnum Kvennaathvarfið. „En margar tilvísanir koma frá Barnavernd,“ segir Andrés. Hann áréttar að það séu ekki eingöngu karlmenn sem beita ástvini sína ofbeldi. Því sé nú boðið upp á meðferð fyrir konur einnig. Sú meðferð er nýhafin og aðeins ein kona byrjuð. Aðspurður um árangur meðferðarinnar heldur Andrés því fram að árangurstölur séu jákvæðar. „Svo er Háskóli Íslands með viðamikla könnun þar sem árangurinn er rannsakaður,“ segir hann og bætir við að niðurstöður þeirrar könnunar ættu að liggja fyrir innan tveggja mánaða. Aðspurður um úrræði fyrir einstaklinga á landsbyggðinni svarar Andrés því til að bæði sé sálfræðingur á þeirra vegum á Akureyri „og svo höfum við nýtt Skype-tæknina líka. Þannig að búseta hefur ekki afgerandi áhrif“. Andrés segir hægan stíganda í fjölda þeirra sem leita sér meðferðar. „Og svo þarf bara að minna stöðugt á þetta. Heimilisofbeldi fylgir mikil skömm,“ segir Andrés, sem áréttar að það sé hjálp í boði fyrir þá sem eru tilbúnir að sækja hana. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
„Fjöldinn hefur aukist stöðugt síðustu þrjú ár,“ segir Andrés Ragnarsson sálfræðingur sem ásamt kollega sínum, Einari Gylfa Jónssyni, heldur úti meðferðartilboði fyrir karla sem beita heimilisofbeldi. Meðferðin kallast „Karlar til ábyrgðar“ og hefur verið starfrækt frá árinu 2006. Í ársskýrslu sálfræðinganna kemur fram að 55 karlmenn sóttu sér aðstoð á síðasta ári og er það metfjöldi. Árið áður voru þeir 51 en frá 2006 hefur 181 einstaklingur komið í eitt viðtal eða fleiri hjá sálfræðingunum, sem eru með stofu á Höfðabakka. Að sögn Andrésar hefur fjöldi þeirra sem leita til þeirra aukist um 10 til 15 prósent síðustu þrjú ár. Aðspurður hvort það sé til vitnis um aukningu á heimilisofbeldi hér á landi segir hann ómögulegt að spá fyrir um slíkt. „Enda er þessi fjöldi ekki nema örlítið brot af ísjakanum,“ útskýrir Andrés. Mennirnir eru frá 18 upp í 75 ára. Algengasta aldursbilið er þó frá 25 ára til 45 ára.Andrés Ragnarsson„Annars er klár aukning á mönnum undir þrítugu sem leita til okkar,“ segir Andrés. Hann segir einnig marga koma sem hafa einu sinni beitt heimilisofbeldi. Andrés segir það afar mismunandi af hvaða ástæðum mennirnir komi í meðferð til sálfræðinganna. Langflestir komi þó í gegnum Kvennaathvarfið. „En margar tilvísanir koma frá Barnavernd,“ segir Andrés. Hann áréttar að það séu ekki eingöngu karlmenn sem beita ástvini sína ofbeldi. Því sé nú boðið upp á meðferð fyrir konur einnig. Sú meðferð er nýhafin og aðeins ein kona byrjuð. Aðspurður um árangur meðferðarinnar heldur Andrés því fram að árangurstölur séu jákvæðar. „Svo er Háskóli Íslands með viðamikla könnun þar sem árangurinn er rannsakaður,“ segir hann og bætir við að niðurstöður þeirrar könnunar ættu að liggja fyrir innan tveggja mánaða. Aðspurður um úrræði fyrir einstaklinga á landsbyggðinni svarar Andrés því til að bæði sé sálfræðingur á þeirra vegum á Akureyri „og svo höfum við nýtt Skype-tæknina líka. Þannig að búseta hefur ekki afgerandi áhrif“. Andrés segir hægan stíganda í fjölda þeirra sem leita sér meðferðar. „Og svo þarf bara að minna stöðugt á þetta. Heimilisofbeldi fylgir mikil skömm,“ segir Andrés, sem áréttar að það sé hjálp í boði fyrir þá sem eru tilbúnir að sækja hana.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira