Píratar ekki siðlaus bófaflokkur Jakob Bjarnar skrifar 13. ágúst 2013 14:45 Jón Þór Ólafsson segir Pírötum umhugað um höfundarréttinn; þeir vilja endurskoða lög um hann því annar stefni meðal annars í ritskoðað internet. Vaxandi krafa er nú uppi um að lögreglan grípi til aðgerða gegn niðurhali á hugverkum sem eru höfundarréttarvarin. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir umræðuna á algjörum villigötum. Kröfur um að lögregla grípi til aðgerða gegn þeim sem standa að deildu.net, þar sem nálgast má á auðveldan hátt tónlist og kvikmyndir hafa aukist; ekki síst eftir að þar er aðgengilegt íslenskt efni. Ólafur Þ. Stephensen skrifar leiðara í Fréttablaðið og spyr í yfirskrift: Eru netþjófar betri þjófar? Ólafur tekur þar undir með því sem fram kemur í grjótharðri grein eftir Guðmund Andra Thorsson rithöfund sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Sá ber yfirskriftina steldu.net. Þar talar hann um falsrök og vandar Pírötum ekki kveðjurnar; flokkur sem Guðmundur Andri segir að kenni sig af stolti við iðju sjóránsmanna fyrri alda og talar í nafni framtíðarinnar. Kallar sig Bófaflokk nema öll gengur sú stigamennska út á að hafa kaupið af fátækum listamönnum.Guðmundur Andri sendi Pírötum kaldar kveðjur í gallhörðum pistli í vikunni.Jón Þór Ólafsson er þingmaður Pírata. Hann hlær aðspurður hvort Píratar séu siðlaus bófaflokkur og telur þessa umræðu á miklum villigötum. Jón Þór vill undirstrika, svo það sé alveg á hreinu, að Píratar vilji tryggja að höfundarréttur sé til staðar og að hann tryggi einkaleyfi höfundunum að hagnast á sínum hugverkum. „Ástæðan fyrir því að Pírötum er umhugað um höfundarréttinn eins og hann hefur verið svo lengi, er að með internetinu; ef menn ætla að framfylgja gömlu höfundarréttarlögunum án endurskoðunar þarf að njósna um alla nettraffík og menn þurfa að ritskoða internetið. Tilgangurinn sé góður, að listamenn fái greitt og þeir einir geti hagnast. Leiðin sem farin var í gamla heiminum var að veita þeim einkarétt á að afrita efnið. Sú leið sem við viljum fara við endurskoðun höfundaréttar og tryggja að listamenn haldi einkaleyfi sínu og geti hagnast á hugverkum sínum, er að gera það á annan hátt; að afritun sé leyfileg fólks á milli, og þannig deiling á efni, en að aðeins listamaðurinn megi hagnast. Með nýjum viðskiptamódelum.“ Þessi skilaboð virðast ekki vera að komast yfir, menn líta á þetta sem þjófnað. „Þetta er spurning hvernig landi við viljum búa í. Viljum við búa í landi, sem endurskoðar höfundaréttinn þar sem listamenn hafa einkarétt á að hagnast á hugverkum sínum. Eða hvort við lifum í landi þar sem við framfylgjum gömlum lögum sem endurspegla engan veginn nýjan raunveruleika internetsins. Það þýðir að allir verða hræddir við að deila höfundaréttarvörðu efni. Ef unglingurinn hleður óvart niður efni og deilir þá þarf lögreglan að mæta á staðinn, hún þarf að gera heimilistölvuna upptæka og hún þarf að skoða hvort brot hafi átt sér stað.“ Jón Þór leggur áherslu á að Píratar vilji vera lausnamiðaðir og þá einmitt með það fyrir augum að höfundar fái greitt fyrir vinnu sína. En, þetta sé umræða á byrjunarreit og því ekki að undra þó hún sé á villigötum. Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Vaxandi krafa er nú uppi um að lögreglan grípi til aðgerða gegn niðurhali á hugverkum sem eru höfundarréttarvarin. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir umræðuna á algjörum villigötum. Kröfur um að lögregla grípi til aðgerða gegn þeim sem standa að deildu.net, þar sem nálgast má á auðveldan hátt tónlist og kvikmyndir hafa aukist; ekki síst eftir að þar er aðgengilegt íslenskt efni. Ólafur Þ. Stephensen skrifar leiðara í Fréttablaðið og spyr í yfirskrift: Eru netþjófar betri þjófar? Ólafur tekur þar undir með því sem fram kemur í grjótharðri grein eftir Guðmund Andra Thorsson rithöfund sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Sá ber yfirskriftina steldu.net. Þar talar hann um falsrök og vandar Pírötum ekki kveðjurnar; flokkur sem Guðmundur Andri segir að kenni sig af stolti við iðju sjóránsmanna fyrri alda og talar í nafni framtíðarinnar. Kallar sig Bófaflokk nema öll gengur sú stigamennska út á að hafa kaupið af fátækum listamönnum.Guðmundur Andri sendi Pírötum kaldar kveðjur í gallhörðum pistli í vikunni.Jón Þór Ólafsson er þingmaður Pírata. Hann hlær aðspurður hvort Píratar séu siðlaus bófaflokkur og telur þessa umræðu á miklum villigötum. Jón Þór vill undirstrika, svo það sé alveg á hreinu, að Píratar vilji tryggja að höfundarréttur sé til staðar og að hann tryggi einkaleyfi höfundunum að hagnast á sínum hugverkum. „Ástæðan fyrir því að Pírötum er umhugað um höfundarréttinn eins og hann hefur verið svo lengi, er að með internetinu; ef menn ætla að framfylgja gömlu höfundarréttarlögunum án endurskoðunar þarf að njósna um alla nettraffík og menn þurfa að ritskoða internetið. Tilgangurinn sé góður, að listamenn fái greitt og þeir einir geti hagnast. Leiðin sem farin var í gamla heiminum var að veita þeim einkarétt á að afrita efnið. Sú leið sem við viljum fara við endurskoðun höfundaréttar og tryggja að listamenn haldi einkaleyfi sínu og geti hagnast á hugverkum sínum, er að gera það á annan hátt; að afritun sé leyfileg fólks á milli, og þannig deiling á efni, en að aðeins listamaðurinn megi hagnast. Með nýjum viðskiptamódelum.“ Þessi skilaboð virðast ekki vera að komast yfir, menn líta á þetta sem þjófnað. „Þetta er spurning hvernig landi við viljum búa í. Viljum við búa í landi, sem endurskoðar höfundaréttinn þar sem listamenn hafa einkarétt á að hagnast á hugverkum sínum. Eða hvort við lifum í landi þar sem við framfylgjum gömlum lögum sem endurspegla engan veginn nýjan raunveruleika internetsins. Það þýðir að allir verða hræddir við að deila höfundaréttarvörðu efni. Ef unglingurinn hleður óvart niður efni og deilir þá þarf lögreglan að mæta á staðinn, hún þarf að gera heimilistölvuna upptæka og hún þarf að skoða hvort brot hafi átt sér stað.“ Jón Þór leggur áherslu á að Píratar vilji vera lausnamiðaðir og þá einmitt með það fyrir augum að höfundar fái greitt fyrir vinnu sína. En, þetta sé umræða á byrjunarreit og því ekki að undra þó hún sé á villigötum.
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira