Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Keflavík 1-0 Andri Valur Ívarsson á Samsung-velli skrifar 16. júní 2013 00:01 Mynd/Anton Stjarnan hirti stigin þrjú á Samsung-vellinum kvöld þar sem Keflvík kom í heimsókn. Eina mark leiksins skoraði Ólafur Karl Finsen á 29. mínútu, eftir sendingu frá Veigari Páli Gunnarssyni. Ólafur Karl tók vel á móti boltanum inn í vítateig vinstra megin við vítapunkt og kláraði færið með hnitmiðuðu innanfótarskoti í fjærhornið. Leikmenn Stjörnunar byrjuðu leikinn af meiri krafti án þess þó að skapa sér nein almennileg færi. Keflvíkingar komust svo inn í leikinn þegar á leið fyrri hálfleik. Eftir að heimamenn komust yfir voru gestirnir meira með boltann og voru mjög nálægt því að jafna leikinn undir lok hálfleiksins þegar Hörður Sveinsson skallaði fram hjá úr dauðafæri. Síðari hálfleikur var nokkuð fjörugur og skiptust liðin á að missa boltann og sækja hratt í kjölfarið, án þess þó að skapa sér nein afgerandi færi framan af. Keflvíkingar fengu tvö til þrjú ágætis færi sem þeir hefðu getað gert meira úr. Að sama skapi fengu Stjörnumenn tækifæri til að bæta við marki, en herslumuninn vantaði. Heilt yfir má segja að leikurinn hafi verið nokkuð jafn en Stjörnumenn ívið sterkari ef eitthvað er. Þeir skoruðu mark og héldu sínu marki jafnframt hreinu, sem er það sem þarf til að vinna fótboltaleik. Að sama skapi eru Keflvíkingar súrir að hafa ekki fengið eitt stig hið minnsta, því þeir börðust allan leikinn en vantaði herslumun, eða gæði, til að skora markið sem þurfti. Leikurinn var hin ágætasta skemmtun. Sóknir á báða bóga þó svo að ekki hafi verið mikið um dauðafæri og reyndi í raun lítið á markmenn beggja liða í leiknum. Hjá Stjörnunni var Ólafur Karl Finsen bestur. Auk hans var Halldór Orri nokkuð sprækur. Hjá Keflavík átti fyrirliðinn Haraldur Freyr Guðmundsson nokkuð góðan leik í vörninni og var líklega þeirra besti maður. Logi Ólafsson: Gæði sendinga lítil„Við vorum ekki að leika okkar besta leik og erum því ánægðir að halda markinu hreinu,” sagði Logi Ólafsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Sendingavalið og gæði sendinganna voru slök. Í síðari hálfleik var þetta bara spurning um að halda markinu hreinu því við virtumst ekki geta sótt eins og menn í leiknum,” sagði hann jafnframt. Zoran Ljubicic: Sendingar á fremsta þriðjungi klikkuðuZoran Daníel Ljubicic þjálfari Keflavíkur var svekktur með að hafa ekki fengið stig í leiknum í kvöld. „Við áttum ágætis leik í kvöld en því miður klikkuðu sendingarnar hjá okkur á fremsta þriðjungnum. Við gáfum þeim mark sem hefur einkennt okkur í síðustu leikjum. Við gerðum breytingar í síðari hálfleik og settum ferska menn inn og það lifnaði yfir liðinu.” sagði Zoran. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Stjarnan hirti stigin þrjú á Samsung-vellinum kvöld þar sem Keflvík kom í heimsókn. Eina mark leiksins skoraði Ólafur Karl Finsen á 29. mínútu, eftir sendingu frá Veigari Páli Gunnarssyni. Ólafur Karl tók vel á móti boltanum inn í vítateig vinstra megin við vítapunkt og kláraði færið með hnitmiðuðu innanfótarskoti í fjærhornið. Leikmenn Stjörnunar byrjuðu leikinn af meiri krafti án þess þó að skapa sér nein almennileg færi. Keflvíkingar komust svo inn í leikinn þegar á leið fyrri hálfleik. Eftir að heimamenn komust yfir voru gestirnir meira með boltann og voru mjög nálægt því að jafna leikinn undir lok hálfleiksins þegar Hörður Sveinsson skallaði fram hjá úr dauðafæri. Síðari hálfleikur var nokkuð fjörugur og skiptust liðin á að missa boltann og sækja hratt í kjölfarið, án þess þó að skapa sér nein afgerandi færi framan af. Keflvíkingar fengu tvö til þrjú ágætis færi sem þeir hefðu getað gert meira úr. Að sama skapi fengu Stjörnumenn tækifæri til að bæta við marki, en herslumuninn vantaði. Heilt yfir má segja að leikurinn hafi verið nokkuð jafn en Stjörnumenn ívið sterkari ef eitthvað er. Þeir skoruðu mark og héldu sínu marki jafnframt hreinu, sem er það sem þarf til að vinna fótboltaleik. Að sama skapi eru Keflvíkingar súrir að hafa ekki fengið eitt stig hið minnsta, því þeir börðust allan leikinn en vantaði herslumun, eða gæði, til að skora markið sem þurfti. Leikurinn var hin ágætasta skemmtun. Sóknir á báða bóga þó svo að ekki hafi verið mikið um dauðafæri og reyndi í raun lítið á markmenn beggja liða í leiknum. Hjá Stjörnunni var Ólafur Karl Finsen bestur. Auk hans var Halldór Orri nokkuð sprækur. Hjá Keflavík átti fyrirliðinn Haraldur Freyr Guðmundsson nokkuð góðan leik í vörninni og var líklega þeirra besti maður. Logi Ólafsson: Gæði sendinga lítil„Við vorum ekki að leika okkar besta leik og erum því ánægðir að halda markinu hreinu,” sagði Logi Ólafsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Sendingavalið og gæði sendinganna voru slök. Í síðari hálfleik var þetta bara spurning um að halda markinu hreinu því við virtumst ekki geta sótt eins og menn í leiknum,” sagði hann jafnframt. Zoran Ljubicic: Sendingar á fremsta þriðjungi klikkuðuZoran Daníel Ljubicic þjálfari Keflavíkur var svekktur með að hafa ekki fengið stig í leiknum í kvöld. „Við áttum ágætis leik í kvöld en því miður klikkuðu sendingarnar hjá okkur á fremsta þriðjungnum. Við gáfum þeim mark sem hefur einkennt okkur í síðustu leikjum. Við gerðum breytingar í síðari hálfleik og settum ferska menn inn og það lifnaði yfir liðinu.” sagði Zoran.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira