Tónlist Ylju í bresku brúðkaupi Kristjana Arnarsdóttir skrifar 31. júlí 2013 08:00 Þær Guðný Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir eru forsprakkar hljómsveitarinnar Ylju. Hljómsveitinni bárust ansi skemmtileg skilaboð á dögunum. fréttablaðið/hag „Þetta var alveg mjög skemmtilegt. Við eigum enskan texta við lagið svo ætli við sendum það ekki á hana,“ segir Guðný Gígja Skjaldardóttir úr hljómsveitinni Ylju, en hljómsveitarmeðlimum bárust skemmtileg skilaboð á Facebook á dögunum. Bresk kona setti sig í samband við hljómsveitina og tjáði þeim að frændi sinn og kærasta hans hefðu nýverið heimsótt Ísland og hann gert sér lítið fyrir og beðið stúlkunnar í Bláa lóninu. Daginn eftir hafði hið nýtrúlofaða par síðan farið í íslenska plötuverslun þar sem starfsmaðurinn mælti með plötu Ylju sem samnefnd er sveitinni. Nú styttist í sjálft brúðkaupið og hefur hin tilvonandi brúður ákveðið að ganga upp að altarinu meðan hið vinsæla lag hljómsveitarinnar, Út, hljómar, þótt hún viti ekkert um hvað textinn fjallar. „Konan spyr svo hvort við eigum ekki mögulega enskan texta við lagið því að hana langi svo að gefa þeim hann að gjöf. Íslenska lagið er ekki beint ástarlag, textinn er kannski svolítið mikið bull og grín hjá okkur Bjarteyju. En við fengum strák til þess að þýða þetta yfir á ensku og hann gerði þetta að hálfgerðu ástarlagi svo við sýnum henni eflaust textann,“ segir Guðný Gígja. Hún segir að hljómsveitin hafi haft í nógu að snúast í sumar en nýverið fjölgaði meðlimum hennar um tvo. „Nú erum við orðin fimm en við erum búin að vera þrjú frá árinu 2011. Við höfðum lengi leitað að bassaleikara og fengum svo litla frænda minn til þess að taka það sér. Eins höfðum við Bjartey sjálfar séð um að spila aðeins á trommur en ákváðum svo að fá annan í verkið,“ segir Guðný Gígja. Hljómsveitin spilar víða um verslunarmannahelgina. „Við verðum á Laugalandi á edrúhátíðinni á föstudaginn, spilum svo á Innipúkanum á laugardaginn og á sunnudaginn verðum við á Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Svo það er brjálað að gera hjá okkur,“ segir Guðný Gígja sæl að lokum. Hér að neðan má heyra lagið Út. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þetta var alveg mjög skemmtilegt. Við eigum enskan texta við lagið svo ætli við sendum það ekki á hana,“ segir Guðný Gígja Skjaldardóttir úr hljómsveitinni Ylju, en hljómsveitarmeðlimum bárust skemmtileg skilaboð á Facebook á dögunum. Bresk kona setti sig í samband við hljómsveitina og tjáði þeim að frændi sinn og kærasta hans hefðu nýverið heimsótt Ísland og hann gert sér lítið fyrir og beðið stúlkunnar í Bláa lóninu. Daginn eftir hafði hið nýtrúlofaða par síðan farið í íslenska plötuverslun þar sem starfsmaðurinn mælti með plötu Ylju sem samnefnd er sveitinni. Nú styttist í sjálft brúðkaupið og hefur hin tilvonandi brúður ákveðið að ganga upp að altarinu meðan hið vinsæla lag hljómsveitarinnar, Út, hljómar, þótt hún viti ekkert um hvað textinn fjallar. „Konan spyr svo hvort við eigum ekki mögulega enskan texta við lagið því að hana langi svo að gefa þeim hann að gjöf. Íslenska lagið er ekki beint ástarlag, textinn er kannski svolítið mikið bull og grín hjá okkur Bjarteyju. En við fengum strák til þess að þýða þetta yfir á ensku og hann gerði þetta að hálfgerðu ástarlagi svo við sýnum henni eflaust textann,“ segir Guðný Gígja. Hún segir að hljómsveitin hafi haft í nógu að snúast í sumar en nýverið fjölgaði meðlimum hennar um tvo. „Nú erum við orðin fimm en við erum búin að vera þrjú frá árinu 2011. Við höfðum lengi leitað að bassaleikara og fengum svo litla frænda minn til þess að taka það sér. Eins höfðum við Bjartey sjálfar séð um að spila aðeins á trommur en ákváðum svo að fá annan í verkið,“ segir Guðný Gígja. Hljómsveitin spilar víða um verslunarmannahelgina. „Við verðum á Laugalandi á edrúhátíðinni á föstudaginn, spilum svo á Innipúkanum á laugardaginn og á sunnudaginn verðum við á Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Svo það er brjálað að gera hjá okkur,“ segir Guðný Gígja sæl að lokum. Hér að neðan má heyra lagið Út.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira